Vísir - 15.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 15.07.1916, Blaðsíða 4
VlSlR I Mikið af nýjum vörum komið með e s Botníu. m'&MirifWlwTwŒwm'' 'msjw Hrakningur Flóru Eins og getið var til í Vísi í gæ', varð sú raunin á, að Bretar hafa handsamað Flóru hér við strendur landsins og flutt hana tneð öllum farþegunum til Leirvíkur. Barst af- greiðslumanni skipsins símskeyti um það í gær, aö skipið hefði komið þangað í fyrradag. Veröur að álíta að þetta tiltæki herskipsforingja þess, sem hér á hlut að máli, sé eingöngu á hans ábyrgð, því engum gefur dulist aö þetta fer algerlega í bág við til- gang samkomulags þess, sem á pappírnum er komiö á milli íslend- inga og Breta, þar sem svo er ákveðið aö öll flutningaskip sem héöan fara til Noröurlanda skuli skylduð til að koma við í brezkri höfn á leiðinni. Enda haföi Flóra gefið slíka skuldbindingu, og sagt er að hún hafi auk þess fengið leiöarbréf hjá ræðismanni Breta hér, en ókunnugt er Vísi um innihald þess bréfs. — Með þessu sam- komulagi átti meðal annars aö tryggja það, að skipin yrðu ekki fyrir óþörfum tálmunum og hrakn- ingum. Það er því meira en und- arlegt, að eitt fyrsta skipið, sem frá landinu á að fara meö vörur skuli vera tekiö á Ieið á milli hafna með 2^—300 farþega innanborðs og flutt tii brezkrar hafnar án þess einu sinni að gefa þvi tækifæri tii að koma farþegunum á land. Nærri má geta, hvernig þessi útúrkrókur hefir komiö sér fyrir farþegana, sem flestir voru á ieið noröur á Eyjafjörð að leita sér at- vinnu, og hafa oröið að fara þessa löngu leið liggjandi í kös í lest- inni, miður vel útbúnir bæði að vistum og öðru. Neyðast þeirauð- vitað til þess að kaupa sér fæði á skipinu og verður sá kostnaður ó- væntur skattur og allþungur fyrir fátæklinga og enginn veit hvað mik- ið ferðin iengist við þetta. Væntanlega lætur landstjórnin þaö ekki hjá líða, að mótmæla þessum aðförum brezka skipstjór- ans og krefjast skaðabóla til handa farþegum fyrir hrakningana. Símskeyti frá fréttarftara Vísis Khöfn 14. júlí. Akafar orustur eru mí háðar við Stochodána, eru Rússar , þar að reyna að slíta sambandinu á milti hersveita Þjóðverja j og Austurríkismanna. HöII Grikkjakonungs í Aþenuborg er að brenna. Stúlku vantar í þvoltahúsið á Vífilsstöðurn. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. BÆJARFRÉTTIR Frh. frá 1. síðu. Þjóðminningardagur Frakka var í gær. Foseti All. Fr. sendi frakkneska ræðismanninum heilla- skeyti, og stjórn félagsins var í boði ræðismannsins kl. 9 aö kvöldi. Mislingarnir eru nú svo að segja í hverju húsi í bænum og allþungir. Hafa mörg börn dáið af afleiðingum þeirra. Læknár álíta að þeir muni nú fara að réna úr þessu og hafa lokið sér af að mestu að mánuöi Iiðnum. Goðafoss er líklega kominu til Khafnar, fór frá Leith 12. þ. m. I Englandi voru teknar úr honum 60—70 tn. af lýsi, ein sending, en ekk- ert annað, hvorki lýsi né aðrar vörur sem hann hafði meðferðis. Hestur til sölu. Til sýnis hjá GUNNARI GUNNARSSYNI, Hafnarstræti, milli 5—6. Vefnaðarvöruverslanirnar hafa opnar búöir kl. 8 í kveld, en á mánudaginn veröur lokað kl. 7. TII baejarins komu með Botníu: Jón Þor- láksson landsverkfr. og kona hans Jacob Havsteen umboðssali, síra Magnús Jónsson á Isafirði, Árni Sveinsson frkv.stj., Gunnþórunn Halldórsdóttir og Guðrún Jónas- son kaupk. Gissur hvíti heitir vélbátur sem Gísli J. Ól- afsson, Sigtr. Jóhannesson o. fl. hafa látið byggja í Danmörku { vor. Báturinn er nýkominn hing- að, en eigendurnir eiga von á öðrum stærri síðar. »Everybodys Cooker* heitir iítið, hándhægt áhald, sem hentugt er til ferðalaga til að hita á kaffi, mat o. tl. Efniö sem hit- ann gefur er líkast sterini, og ekki fljótandi. Áhald þetta er því mikiö hentugra en spritt-áhöld og um leið ódýrara í notkun. Kostar aðeins 1 kr. Þetta er bezti vinur hermannanna í skotgröfunum — og mun einnig verða vinur íslenzkra feröalanga. Everybodys Cooker selur Haraldur Árnason. Bús óskast til kaups. Þarf að vera laust til íbúðar 1. október 1916. Menn snúi sér til Þórðar Jónssonar, úrsmiðs. Peningar fundnir á Hverfisgötu. Uppl. í tóbaksverzlun R. P. Leví í Austurstræti 4. [181 PeningaseðiII fanst í fyrradag í búö Árna Eiríkssonar og getur eig- andi vitjað hans þangað. [104 Tapast hefir silfurbúinn tóbaks- baukur frá Norðurpóli niður eftir Hverfisgötu. Skilist á afgreiöslna, [180 Herbergi fyrir ferðafólk í Lækjar- götu 12 B. [37 Fán.enn íjölskylda óskar eftir íbúð frá 1. október. Má vera ein hæð. A. v. á. [162 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [163 Stúlka óskast nú þegar. Hátt kaup. A. v. á. [124 Kaupakona óskast strax. Má hafa barn með sér. Uppl. á Grettisgötu 32. [172 Kona vill komast í sveit, helzt hafa með sér tvö stálpuð börn. A. v. á. [176 Kaupakon óskast á gott sveita- heimili. Hátt kaup. Uppl. á Grett- isgötu 22. D. [177 Kaupakona óskast á ágætisheimili hjá embættismanni austur í Árnes- sýslu. Áreiöanleg borgun. Uppl. í Suðurgötu 6. [178 KAUPSKAPUR Nýlegt orgel til sölu nú þegar. A. v. á. [116 Langsjöi og þríhyrnur fást alt af í Garöarsstræti 4 (gengiö upp frá Mjóstræti 4). [43 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlendugötu 11 B. áöur á Vesturgötu 38. [447 Egg kaupir Lauganesspítali. [171 Brúkaður hnakkur til sölu. A. v. á. [179 Karlmannsskrifborð eru til sölu í Bergstaðastræti 29. [182 Desimalvigt er til sölu í Berg- staðastræti 29. [183

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.