Vísir - 17.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g re 1ð s 1 a blafains á Hótel Island er opin frá kt. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama staö, inng. frá Aðalstr. — MtBtjórinn til vIAtala fri W. 3-4. Sími 400.- R. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar íast Regnkápur, Rykfrakkar fyrir tierra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚDINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Ast og trygð. , JEftir Ferdinand Freiligrath]. Æ, unn þú, tneðan unna mátt, og unn þú, meðan kostur er, því síðar víst á sorgarstund þó sárt viö grafir barmar þér. Og geym þú vel þann ástar-yl, sem inst í þínu lijaria grær, á meðan hjarta annað enn í ást á móti þínu slær. Ef annar hneigir hug til þín, þú honum æ að skapi ver, og gleði honum hverja stund, en hugraun engu sinni ger. Og tungu þinnar gæt og geym, að gómtamt verði ei brigslið þér: »Það var ei mælt af heiftar hug«, en hinn er fár og barmar sér. Æ, unn þú, meðan unnað fær, og unn á meðan kostur er, þín síöar bíður sorgarstund, er sárt við gröf þú barmar þér. Þá krýpur þú við gengins gröf og grátin augun byrgir þar, — en aldrei hinn þau oftar sjá — í aftandögg *við grafirnar. Og segir: »Vinur, sjá, hvar eg nú sit og græt við kumlið hér; það var ei mæh af heiftarhug, en hugraun fyrirgef þú mérc. Hann heyra sfst né sjá þig má, um samfund nokkur von ei er. Frá Ijúflings vör ei láta má: »Æ, löngu fyrirgaf eg þér.c Hann fyrir löngu fyrirgaf, en feldi þó oft möðug tár, grét hermdaryrði þín og þig. Hér þá 'hann hvíld og greru sár. Æ, unn þú, meðan unnað fær, og unn þu, meðan kostur er, því síðar vfst á sorgarstund þú sárt viö grafir barmar þér. Bjarni Jðnsson frá Vogi þýddi. I Síldveiðarnar við Isafjarðardjúp. (Eftir Vestra). Eftir því sem ráðgert er munu síldveiðar verða reknar héöan í stærri stýl í sumar en áður. í hitt eð fyrra i/ar fyrsta tilraun gerö með herpinótum eða snyrpinólum af vélbát héðan og hepnaðist sú til- ráun vel. í fyrra gengu héðan 6 vélbátar á síldveiðar, og öfluðu samtals um 9200 tunnur. Var það betri afli en samskonar vélbátar fengu yfírleitt nyrða. — Þetta hef- ir leitt til þess að útgerðarmerm stærri bátanna hér hafa nú flestir fengið hringnætur og báta, og ætla að reka síldveiðar í sumar. Auk þess ætla og nokkur norsk að hafa bækistöðvar sínar hér vestra. Frá þessum slöðvum hefir Vestri heyit að síldveiðar verði reknar í sumar: Frá Hvalveiðastöðinni »HekIuc i Hesteyrarfiröi, af tveimur norskum gufuskipum. í Álftafirði, frá báðum gömlu - hvalveiðastöðvunum þar: Dvergasteinseyri, sem E. Rokstad í Rvík o. fl. hafa keypt, af einu eða fleirum gufuskipum, og á Lang- eyri af »Járlinum«, botnvörpuskipi Græðisfél. og vélbátum Sig. Þor- varðssonar og þeirra félaga. Nýjar bryggjur hafa verið smíð- aðará báðum síðastnefndu stöðum. Hér í bænum eru fjögur síld- verkunarpláss, bráðlega fullgeið með bryggjurn við. Tvö þeirra, á Grænagarði, voru að miklu leyti fullgerð f fyrra, en hafa verið endurbætt mikið í sum- ar. Annað þeirra á Magnús Magn- ússon kaupm., en hitt O. G. Syre. Tvö eða þrjú skip kvað ætla að ieggja þar upp síld í sumar. Innan við Gróðrarstöðina á Stekkjarnesi eru þeir Axel og Helgi Ketilssynir að láta byggja »planc, og er það nær fullgert. Vélbátarnir Gylfi, Sverrir og Rask munu eiga að leggja þar upp síld í sumar. Loks er stærsta »planiðc utanvert við Torfnesið, en ekki fullgert ennþá Eigendur: Jón A. Jónsson. Karl Olgeirsson, M. Thorberg, Arngr. Fr. Bjarnason og Sig. H. Þor- steinsson. Minnisbikar Eftir Johan Bojer, —o— Frh. / »Og hvað hafið þér þá gert fyrir yður?c læddist út úr skrif- aranum. »Oc, sagði eg og skelti í góm- inn, »eg var einu sinni aleinn inni í gullsmiðabúð — og eg var svo óheppinn að stinga dálitlum hlut í vasann — og þá kom gull- smiðurinn inn og iœsti hurðinni — og — og svo vildi það svo til að eg hafði hníf i vasanum »Uhf«, sagði skrifarinn. »Oj, Oj!« sagði sjómaðurinn, og litlu seinna bætti hann við: »Já hnífurinnc Þá varð samta! milli fótanna undir borðinu, þeir stigu hver ofan á annan og að lokum virtust þeir verða sam- mála. Og svo Iaust skrifarinn upp fagnaðarópi: »Við erum þá starfs- bræður — skál — ská!!« »Hvað?c Eg skildi ekkert. »Sjáið þér«, sagði sjómaður- urinn og hló við. — »við erum ekkert betri. — Við höfum líka verið fangarc. En nú vár komið að mér að vera tortrygginn. »Þið«, sagði eg og hristi höf- uðið. — »Þið — fangar! Nei, það þarf enginn að telja mér trú um það«. »Það er eins satt og við sitj- um hérna«, sagði skrifarinn.» Við strukum, meira að segja, burttír fangelsihu f fyrri nótt*. Að lokum lét eg sannfærast og varð frá mér numinnaf gleði yfir að hafa hift þarna félaga. — Við skáluðum og hlóum ög eg stakk upp á að við skildum þú- ast. Þeir sögðu mér líka frá glæpum sínum. Skrifarinn hafði verið svo óheppinn að kveikja í pipu sinni of nálægt rúmfötun- um og hálmi, svo að húsið og gömul auðug tengdamamma hafði brunnið til kaldra kola. Sjómað- urinn hafðt orðið að þola ilsku eins félaga síns á skipinu og eittn góðan veðurdag haft hnífinn heldur en ekki í lausu lofti, svo að það olli bana óvinarins; Báðir þ'óttust eiginlega vera saklausir og höfðu tekið þessa óréttiátu dóma mjög nærri sér. En þegar við sátum þarna f mestu makindum, heyrðist fóta- tak úti í snjónum og við hrukk- um í kút. Lögreglan? »Við skulum fela okkur«, sögðu þeir báðir og stukku upp. En eg þekti fótafakið og gat fengið þá til að setjast niður. Hurðin Tl L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. Id.kv. til 11 Borgarst.skrif Jt. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravltj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l1!,-?1!, siöri. Pósthúsjð opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. VifilssiaðahæJið. Hcimsóknartíini 12-1 Þjííðmenjasafnið opiö sd. þd. Imd. 12-2 Ólíeypís lækning háskólans Klrkjustræti 121 Alm. læknlngar i þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mlð- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 qg 5—6. Grænmeti, Rabarbari, Radísur, Salad, Græn- kál og Persille fæst daglega á Klapparstíg 1 B. Til ferðalaga er áreiðanlega bezt bezt að kaupa niður- soðið Kindakjöt í Mardeild Sláturfélagsins, Hafnarstræti — Sími 211 opnasí og konan mfn stendur þar með fult fangið af böglum. Hún stendur kyr eins og negld við dyrastafinn og bögglarnir velta niður á gólfið- »Þetta eru nú kunningjar mín- ir«, segi eg eins glaðlega og mér er unt. En hún þekti þá af myndunum í blöðunum. Htín varð náföl og eftir litla stund reikaði hún í gegnum borðstof- una inn í noasta herbergi og þar lét hún fallast niður á legubekk. Svo heyrði eg hann við og við andvarpa þar inni, Þegar máltíðinni var lokið sagði egJ »Jœja, vinir — nú skuluð þið koma með mér upp á loft. Það verður hitað þar í eldstœð- inu. Svo getið þið fengið spil og tvær ölflöskur og þið eyðið svo tímanum eins og ykkurbezt líkar þangað til fer að dimma. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.