Vísir - 23.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1916, Blaðsíða 3
ViSIR i6x>a\t fæst nú ódýrast í ve*<X &WSm. ^^ssowar, £au§av, Vfc, Fljótír nú áður en það þrýtur! Krone Lageröl er best. jxtangaveiði fyrir eina stöng fæst leigð ' f Elliöaánum. Uppl. í verslun Sturlu Jonssonar. CVATRYGGINGAR | wsm twsæm Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Deí kgi. octn ESrandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgðgn, vðru- alskonar. Skrtfstofutími8-12 og -28. Austurstræii 1. N. B. Nielsen. "}CaupÆ "\J\5u Giiiiiiiiiiihmiiiwii 'ii im L.ÖGMENN Oddur Gfslason yflrréttarmálaflutningsmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sími 26 _____ *--------------------------------------------------------------7----------------------------- Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Brynjóifsson yflrréttarmál aflutningsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — ttmattteOja Drekkið CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir fsland Nathan & Olsen. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 15 Frh. — Jæja, fyrirgefið þér, sagöi hann um síðir. Hann horfði nú beint framan í hana. Þér eruð þá ein af hin- um mjög svo grannvitru konum, sem dreymir um gullið, en loka aug- unum fyrir öllum þeim hættum, sem veröa á vegi þeirra til gull- landsins. Það er ekki nema eölilegt og sjálfsagt aö þær konur, sem koma hingaö til lands, séu eitt af tvennu: annaðhvort konur eðadæt- ur gullnemanna, eða þá alls ekki þaö. Þessar síðarnefndu kalla sig svo sðngkonur, eða listakonur, og við hérna erum svo kurteisir, aö taka það fyrir góða vöru. Já, já, eg held eg kannist viö það. Og hugsið þér eftir því, að þeir kven- lueun, sem fylgja sleðunum og vögnunum eftir eru eitt af þessu tvennu, það er enginn millivegur þar á milli, og hver sem vill reyna að vera þar mitt á milli verður undir í þeim viðskiftum. Ogþess vegna eruð þér mjög svo fávís, ung stúlka að únynda yður að það sé mögulegt og ættuð því að snúa við aftur á meðan enn er tími til. Og ef þér viljið skoða það sem lán, veitt af velviljuðum manni, þó hann sé yður ókunnugur, þá skal eg borga fyrir yður ferðakostnað- inn aftur til Bandaríkjanna, og eg skai senda Indíána með yður á morgun til Dyea. Frona hafði við og við reyntað þagga niður í honum, en hann hafði ekki skeytt neitt um það. — Eg þakka yður fyrir, tókhún nú fram í, en hann svareði: — Onei, það er ekki neitt þakk- lætis vert. Hreint ekki það. — Jú, eg þakka yður fyrir, end- urtók hún. En þaö vill nú svotil að þetta er misskilningur hjá yður. Eg kem beint frá Dyea. Og eg bjóst við að hitta menn mína hér í Happy Camp. Þeir lögðu af stað mörgum klukkustundum á undan mér, og eg skil ekkert í því hvar eg hefi komist á undan þeim, — en bíðum við, nú dettur mér nokk- uð í hug. Þaö rak á land bátvið vesturströndina á vatninu í dag. Og þeir hafa verið í þeim bát. Á þann hátt hefir mér sézt yfir þá og orðið á undan þeim. Hvað þvf viðvíkur áð snúa við, þá skil eg svo vel ráðteggingar yðar í því efni, en faðir minn er í Dawson og eg hefi ekki séð hann í þrjú ár. En af því eg kem nú alla leið frá Dyea í dag þá er eg þreytt og þarfnast hvíldar. Og ef gestrisni yðar nær nú enn Iengra en komið er, þá vildi eg nú gjarnan fá að leggja mig. — Það er ekki hugsanlegt, sagði hann, sparkaði ábreiðuuum frá, settist á mélsekkinn og horfði á hana. Svipurinn var vandræðalegur. — Er ekki — er máske eitthvað af kvenfólki í einhverju af hinum tjöldunum, spurði hún hikandi. Eg varð ekki vör við það. En það er máske ekki að marka. — Það voru þar ein hjón, en þau Iögðu af stað í morgun. Nei, það er ekkert kvenfólk í hinum tjöldunum, nema í einu tjaldinu eru tvær eða þrjár -*- sem ekki er verandi með fyrir yður. — Haldið þér að eg sé smeyk við að nota mér gestrisni þeirra, spurði hún með ákafa. Þér segið að það sé kvenfólk í einu tjaldinu? — Já. En eg sagði líka að þér gætuð ekki farið inn í það tjald, sagði hann utan við sig. Hann hlustaði um leið eftir hvernig vindurinn hvein og þaut f tjald- stögunum. Hverjum manni væri dauðinn vís að fara út í þetta veð- ur. — Það vill nú líka svo til að eg veit að hin tjöldin eru troðfull af fólki, bætti hann við hugsandi. Þeir bafa látið allan farangurinn inn í tjöldin, sökum rigningarinnar. Þeir gcta varla þvcrfötað þar inni. Þar að auki eru hér nú margir gestir veðurteptir. Einn eða tveir komu hér og spurðu hvort þeir gætu fengið að hreiðra um sig hérna, ef þeir ekki gætu komið sér niður annars staðar. Og þeim hefir víst tekist það. En það sann- ar ekki að nú sé um nokkurt rúm að gera. Og þar að auki — — Hann þagnaði nú alt í einu og Virtist vera í mestu vandræðum. — Get eg náð til Djúpavatns í kvöld? svurði Frona, sem gleymdi sínu eigin ástandi vegna þess hvað aumingja maðurinn var vandræða- Iegur. — En í myrkrinu gætuö þér ekki komist yfir ána, Og svo eru engin tjöld eða mannabústaðir á Ieiðinni. — Eruð þ é r nú orðinn smeyk- ur, sagði hún með háðkeim f rödd- inni. — Ekki sjálfs mín vegna, svar- aði hann. — Jæja. Eg held þá að eg fari að leggja mig, sagði hún. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.