Vísir - 24.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 24.07.1916, Blaðsíða 4
VISIR -- ----- , i . ■----imm—nrm nm írska deilan. Samkomulag fengið, Pegar ófriðurinn hófst var svo ástatt fyrir Bretum, að borg- arastyrjöld stóð fyrir dyrum í frlandi. — Heimastjórnarlög fr- lands voru ný-samþykt en mikill ineirihluti íbúa í Ulsterhéruðun- um 6, þverneituðu að lúta þeim. Reynt var þá að miðla málum á þann hátt, að þessi héruð yrðu undanþegin lögunum fyrst um sinn, en Ulstermenn kröfðust þess að þeir yrðu undanþegnir um aldur og æfi. — »Þjóðernis sinnar« máttu ekki heyra það nefnt. — Ulstermenn drógu að sér vopn og Sir Edward Carson leiðtogi þeirra, ógnaði Bretastjórn opinberlega í þinginu með því að uppreist yrði hafin ef lögin in ýrðu iátin ganga í gildi. Um það leyti hófst ófriðurinn mikli,— Og vafalaust hafa Pjóð- verjar bygt á því, að þessar inn- anlandserjuryrðu til þess að Bret- ar gætu ekki veitt Frökkum og Rússum lið. En sú von brást. Ófriðurinn varð til þess að írska deilan var lögð á hylluna, ef til vill til þess að frelsa Breta frá ógæfu borgarastyrjaldarinnar. — Samkomulag varð um að fresta heimastjórnarmálinu þar til ófriðn um væri lokið. En með aðstoð Pjóðverja tókst Roger Casement að æsa æstustu þjóðernissinna á írlandi til upp reistar. Og þó að sú uppreist yrði bæld niður þegar í stað, þá sá stjórn Breta að við svo búið mátti eigi standa. Það, að eiga sífeldar óeirðir og óánægju yfir höfði sér á írlandi, hlaut að veikja framkvæmdaþrek ríkisins í ófriðn- um á meginlandinu og einkum að draga úr áhrifum Englands og áliti út á við og gera aðstöðu þess verri, er til friðarsamninga yrði tekið og farið að taka á- kvarðanir um forlög og réttindi smáríkjanna. Pví var það, að stjórnin fól Lloyd George að reyna að sætta írsku flokkana og leysa úr flækj- unni. — Greitt hefir það ekki gengið en nú er deilan þó til lykta leidd í bráðina. Þann 10. júlí skýrði Asquith parlamentinu frá samkomulags- grundvellinum í aðalatriðum. Irland fær sérstakt löggjafar- þing fyrir héruð þjóðernissinna og skipa það fulltrúar þeirra sem nú eiga sæti í parlamentinu. En Ulsterhéruðin lúta breska parla- mentinu eins og áður. Öll mál I er snerta landvarnir, her og flota verða alríkismál og alríkisstjórn- in hefir öll ráð yfir þeim. Þetta fyrirkomulag á að standa til ófriðarloka og 12 mánuði þar eftir, en þá má framlengja það þangað til ríkisstjórnin hefir kom- ist að endanlegri niðurstöðu um stjórnarfyrirkomulagið á Irlandi. Asquith skýrði frá því að báð- ir stóru stjórnmálaflokkar Irlands hefðu með yfirgnæfandi atkvæða- fjölda tjáð sig samþykka þessu fyrirkomuiagi og skoraði því á þingið að grípa tœkifærið, sem ef til vill gefist ekki aftur til þess að Ieggja grundvöll undir varan- lega lausn á málinu. Blöð íhaldsmanna fara þeim orðum um þetta fyrirkomulag, að parlamentið breska hafi látið 1 stjórnina gera margskonar tilraun- ir. Sumar þeirra hafi tekistágæt- | lega þvert á móti öllunv vonum. Ef til vill verður sú raunin á um sjálfstjórn Irlands. Veizlunarþing lorður- landa í ráði er að koma á fót árlegu verzlunarþingi fyrir öll Norður- lönd. Hafa fundir verið haldnir í Kristjaníu til undirbúnings, og gert uppkast að fundarsköpum. Er svo til ællast að hvert land sendi 25 fulltrúa á þingin, sem eiga að ræða og ráöa fram úr verzlunar- vandamálum, sem snerta hag allra landanna. Á bráölega að halda full- trúafund í Stokkhólmi til þess að ákveða hvar og hvenær fyrsta þing- ið verði haldið. Veikir herfangar f Danmörku. »Tidens T«gn« flytur þá fregn frá Kaupmannahöfn, að Þióðverjar muni ætla að koma veikum her- föngum fyrir í Danmörku. Segir fregnin að mjög Ieynt sé farið með þetta, en Rauðakross-félagið hafi leitað allvíða fyrir sér á gistihús- um og falast eftir húsnæði fyrir herfanga. — Er ekki ólíklegt að ráðstafanir þessar séu gerðar að til- stilli bandamanna meö milligöngu hlutlausra ríkja vegna þess að þeir óttist að fangarnir líði skort hjá Þjóðverjum. Bretahatur ÞjSðverja Svo innilega hata Þjóöverjar Breta, að nú, þegar þeir verða að viðurkenna að bandamenn vinni á Työ hundruð Þrátíu og níu tylftir enskar húfur á vesturvígstöðvunum, þá eigna þeir Frökkum allan heiðurinn af því, en segja að Bretar hafi unnið lítið eða ekkert á, þar sem þeir hafi verið einir. í öllum litum komnar í Yöruhúsið. Sprengikúla bjargar manni —o— Sú saga er sögö frá orustunni við Verdnn, að þýzkur hermaöur hafi í einni orustunni um Vaux- vígið lent í mýrarfeni og ekki get- að komist upp úr því. Hann sökk - altaf dýpra og dýpra og eftir 2 klukkutíma var hann orðinn von- laus, en þá laust þar niðnr franskri sprengikúlu rétt hjá honum, hún sprakk og þeytti honum upp úr foraöinu. Hann kom niður á þétt- an jarðveg og misti þar meðvit- undina, en fanst þegar og var flutt- j ur í sjúkraskýli. — Það kemur Iík- lega ekki oft fyrir að sprengikúlur bjargi manni. Leiðrétting. —o— Misprentast hefir í þriöja dálki á annari síðu í blaöinu í fyrradag. Stóð þar: »fyrsta friði< o. s. frv. en átti að vera : f i r t a friði o. s. frv. Loðnu hattarnjr (ekta) svartir og mislitir frá 7,50-18 kr., allar stærðir. Þ I fjarveru minni gegnir Kristfn Jónasdóttir, Ijósmóölr, Stýrimannastíg 8, störfum mínum, Þórdfs Jónsdóttir, Ijósmóöir. laltextrakt-öl, Central og Reform J»st \ Jt^öJxv. tmmmmmmmmm KAUPSKAPUR Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlendugötu 11 B. áður á Vesíurgötu 38- [447 Reyttur og óreittur lundi fæst í íshúsinu. Einnig lundafiður. [196 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást bestir í Garða- stræti 4. [25*3 2 dráttarhestar á góðum aldri til sölu. A. v. á. [255 Barnavagn til sölu á Grettisgötu 48._________________ [256 Reyktur rauðmagi fæst á Frakkastíg 14, á 50 aura bandið. [259 Herbergi með húsgögnum til Jeigu í Bárunni. [163 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. okt. næstk. fyrir fámenna fjöl- skyldu. Fyrirfram borgun um lengri tíma ef óskað er. A. v. á. [184 2 herbergi og eldhús óskast frá 1. okt. fyrii barnlaust fólk. helzt í Vesturbænum. A. v. á. [213 Stofa og eldhús óskast frá 1. október. A. v. á. [257 Einhleypur kvenmaöur óskar eftir herbergi frá 1. okt. A. v. á. [258 Kaupamann vantar. Gott kaup og Iöng vinna. A. v á. [252

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.