Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR Afgrelðsla blaðslns á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degf, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, Inng. frá Aðalstr. — Ritstjórlnn tll vlðtala frá kl. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚOINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldrl sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Skýrsla Jellicoes um sjóorustuna miklu. Sóknin var altaf af hendi Breta. Þ. 7. þ, m, var birt skýrsla Jelli- coes aðmíráls Breta um sjóorust- una miklu í Noröursjónum, þar sem liann segir sögu orustunnar, eitis og húu fór fram frá því kl. 2,S0 síðd. þ. 31. niaí og þangað til kl. 1)15 e. H. þ. 1. júní, þegar brezki flotinn hélt heimleiðis ög sá þýzki var flúinn til hafnar. — Segir hann að aðalflotinn hafi verið á rannsóknarferð um Noröursjóinn þ. 31. maí. Flotadeild Beattys admír- áls var send norður á bóginn. Be- atty mætti fljótlega léttisnekkjadeild- um þýzka flotans og hrakti þær suður Norðursjó, þangað til aöal- floti Þjóöverja kom á vettvang. Þá lagði hann þegar til orustu viö Þjóðverja og teymdi þá á eítir sér norður á bóginn, í áttina til megin- flota Breta, En þegar til hans sást lögðu Þjóöverjar undan, en Bretar gátu ekki elt þá vegna þoku og myrkurs. Það kemur skýrt fram í skýrsl- unni, að enski flotinn hefir altaf sótt á, jafnvel meöan flotadeild Be- atlys átti ein í höggi við stórkost- legt ofurefli liðs. Hann hugsaöi um það eitt að hanga sem lengsf í þýzka flotanum og vinna honum sem mest mein. Enski flotinn hélt kyrru fyrir á vígvellinum allan fyrri hluta dags þ. 1. júní meðan nokk- ur von var til þess að þýzki flot- inn sýndi sig aftur. Kl. 4 um morguninn átti hann í höggi við þýzkt loftskip, sem áreiðanlega hefir fært þýzka flotanumfregnirafhonum. Og þó kom þýzki flotinn ekki fram úr fylgsni sínu. Kl. 1.15 hélt enski flotinn heim á leið og náði til stöðva sinna 2. júní. Þar tók hann kol og skotfæri og var búinn til orustu á ný kl. 9.30 um kvöldið. Um skipatjón Þjóðverja segir Jellicoe, að þeir hafi mist 2 orustu- skip (dieadnought) 1 orustuskip (»Deutschland«-flokks)5 »Iétt« beiti- skip, 6 tundurspilla og 1 kafbát. Þessi skip sáu Bretar sökkva. Auk þeirra voru stórskemd: 2 bryn- varin beitiskip, eitt orustuskip og 3 tundurspillar. Eitt af þessum skipum, brynv. beitiskipið Lutzow hafa Þjóðverjar viðurkent að hafi sokkuð. Skipatjon Breta var eins og áður hefir verið skýrt frá : Queen Mary, Indefatigable, Invincible, Defence, Black prince, Warrior og 8 tuudur- spillar. Um hugrekki Þjóðverja segir Jellicoe, að þeir hafi barist af þeirri hreysti sem búist hafði veriö við. «Einkum dáðumst vér að einu léttu beitiskipi, sem sigldi gegnum brezku «eldlfnuna« og sneri aftur meö að- eins eina fallbyssu nothæfa. Skýrslu sína endar Jellicoe meö því aö lýsa aðdáun sinni á dugn- aði og hugrekki brezku hermann- anna og liðsforingjanna. Um Beatty segir hann að stjórn hans hafi verið snildarleg og borið vott um afburða hæfileika, snarræði og herfræöilega yfirburði. Hvirfilbylur. Wieriarblöðin skýrðu frá því 11. júií, að hvirfilbylur hefði gert mik- ið tjón í útjaðri Wiener-Neustadt. Svifti hann þökum af húsum og sópaði burtu verksmiðjubyggingum og smáhysum. 100 manns meidd- ust meira og minna, en 31 mistu lífiö. / Hjálpræðisherinn Og húsnæðisleysið. —o— Húsnæöisvandræðin eru mikil í borgum um öll Norðurlönd, og horfir til vandræða eins og hér Hershöfðingi Hjálpræðishersins ei nú á ferð um Noreg, Svíþjóð og Finnland og hefir sagt norskum blööum að erindið sé að bæta út húsnæðiseklunni með því að láta byggja bráðabirgðaskýli (Brakker) yfir húsnæöislausa fátæklinga. Gula dýrið. Ley n i lögregl u saga. --- Frh. Bóremong dró upp úr sitt og sneri sér að Wu Ling. »Það var skynsamlega gert af okkur að koma svona snemma. Nú er klukkan tíu mínútur í sex og það lítur helst svo út, að okkur hafi hepnast að komast niður án þess að nokkur hafi orðið var við«. Eg hafði séð fyrir að komast hjá klípu, þótt einhver hefði séð okkur«, sagði Wu Ling. »Eg hefi skjöl í vasanum sem mundi lægja allan grun hjá hverjum strand- verði. En nú skulum við færa flugvélina á þann stað, sem eg hugsað mér að fela hana. Við erum ekki lengra en hundrað stikur þaðan«. Þeir byrjuðu að ýta vélinni á undan sér þangað til þeir komu að þykkum skógarrunni. Þangað drógu þeir hana í skjól trjánna. og þeir bjuggu svo um hana að hún sást ekki nema komið væri alveg að henni. »Eg hefi verið í Kardiff í marg- ar vikur«, tók prinsinn til orða. Og hingað hefi eg komið nokkr- uin sinnum á gufubát til þess að útbúa stað þenna fyrir flug- vél, því eg vissi að verk þetta var ekki hægt að framkvæma nema flugvél væri höfð til að- stoðar. Eg þori að fullyrða, að enginn strandvörður rekst á stað þenna. Það verður að vísu ekk- ert skemtilegt að þurfa að dvelja hér í tvo daga, en leikslaunin eru samt þess verð. Við höfum nógan mat og við munum reyna á einhvern hátt að stytta okkur stundir«. Bóremong brosti. »Við skulum taka það alt með ró. Er ekki maðurinn vœntan- legur í kveld?« »Já, á morgun mun hann leika »golf« á árbökkunum hér rétt hjá og þá verðum við að reyna að klófesta hann. Ef það hepn- ast ekki- verðum við að reyna aftur á sunnudaginn. Hérna er uppdráttur af árbökkunum, sem þér getið athugað*. Bóremong kveikti sér í sígarettu og fór að athuga uppdrátinn. En Kínverjinn settist niður og starði út á sjóinn. Þannig sat hann hreyfingarlaus hvern tíman eftir annan eins og gulur steingerv- ingur, rólegur og þegjandi. All- an daginn sátu þessir tveir menn í fylgsni sínu, en um kveldið fór baróninn úr flugmannsklæðunum, gekk niður í fjöru og baðaði and- Iitið úr sjónum. Þégar því var lokið hélt hann upp nieð ánni þangað tii hann kom til þorps nokkurs sem heitir Westward Ho! — Þaðan hélt hann áfram þangað til hann kom til Northam T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Boigarst.skrlfjt. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbank! opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8*/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglatigt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, siðd. Pósthúslð oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið optð sd. þd. ftnd. 12-2 Ókeypis lækníng háskólans Klrkjustræti 121 Alm. læknlngar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstiid. kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjnd. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar með ágælishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. og eftir tilvísun Wu Ling hélt hann út á veg, sem lá að land- setri Grindley Morrison, eins stærsta bóndans í héraðlnu og fyrrum þingmanns. Það var þessi staður sem ráðherrann ætl- aði að koma á, eftir sögn Wu Lipg. Bóremong faldi sig þar skamt frá og beið þangað til seint um kveldið, að stór bifreið kom og stansaði fyrir framan aðalhliðið á garðinum. Á meðan mennirnir í bifreiðinni biðu eftir að hiiðið væri opnað, læddist baróninn fram með bifreiðinni til þess að koma auga á menn- ina sem í henni voru. — Hann læddist sjðan rétt strax í burtu aftur og hélt sömu leið til baka og hann hafði komið, ánægður yfir niósnárföi sinni. Hann hafði séð hergagnaráðherrann í bif- reiðinni. Daginn eftír földu þeir sig, Bóremong og Wu Ling, f runna rétt hjá leikvellinum. Snemma um morguninn sáu þeir ráðherr- ann og annan mann leika dálitla stund en þá gafst þeim ekkeit tækifæri til að koma fyrirætlun- um sínum í framkvæmd. Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.