Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Nýir kaupendur óskast til að bera YISI út um bæinn. Vísis fá blaðið ókeypis fyrst um sinn til mánaðamóta* Krone Lageröl er best mmmmmmmmmmmm ^^LÖGMENN Oddur Gíslason yflrréttarmölaflutninKsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heirna kl. 11-12 og 4-5 ____________Síuii 26__ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflulnlngsmaður, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u pi]. Srif stofutimi frá kl. 12— og4~6 e. — Talsími 250 — StYl&Æ au§t^svtv$%Y ttmatiUga á hentugum stað í bænum óskast til leigu 1. okt. nk. Tilboð mrk. ,Búð‘ Ieggist inn á afgr. Vísis fyrir 27. þ. m. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr> Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen, Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 19 — Frh. McOregor skipstjóri kom inn og staðnæmdist á gólfinu fyrir framan stól húsdónda síns. Hann var Skoti og var auðséð á honum að hann haföi oft átt misjöfnu að mæta um dagana. En hver dráttur á andliti hans bar vott um drenglyndi og göfuga sál. Gráhærður var hann orðinn töluvert. Hrukkur voru komnar á andlitið. Stórt ör var þvert yfir enuið. — Við förum af stað eftir einn klukkutíma. Eg er því kominn til þess að taka við síðustu fyrirskipun- um yðar. — Það er ágætt, sagði Jakob Welse og snéri stólnum í hring, — McGregor skipstjóri! - Já. — Eg hafði nú hugsað mér að láta yður hafa nokkuð annað fyrir stafni í vetur. En mér hefir snúist hugur. Eg sendi yður nú af stað með »Lauru«. Getið þér núgizkað á hvers vegna eg geri það? McGregor brosti gletnislega. Það er máské von á einhverjum gaura- ganginum, muldraði hann. — Og á betri manni en yöur á eg ekki völ. Bally mun gefa yður nákvæmari fyrirskipanir þegar hann kemur um borð. En eg vil aöeins segja þetta: Ef við ekki nú getum hrætt allmarga til þess að fara nú, þá verður nóg að gera með hverja ögn af mat í Yukon, og meira tii. Skiljið þér þaö? — Já, eg skil. — Þess vegna verðið þér Ifka að halda spart á öllu. Þér takið þrjú hundruð farþega með yður niöur eftir ánni, og það er vel lík- Iegt að miklu fleiri bætist við undir eins og ána leggur. Það veröa þá um þúsund manns sem þarf a£ fæða yfir veturinn. Þér verðið að vigta þeim út matinn. Einnig að sjá um að þeir vinni eitthvað. Þér getið látið þá höggva eldiviö. Sex dollara fyrir faöminn, upphlaðinn á ár- bakkanum, þar sem skipin gefá'lagzt að. Þeir sem ekki vilja vinna fá engan mat. Skiljiö þér það? — Já, eg skil það. — Þúsund manns geta orðið erfiöir viðureignar ef þeir hafa ekk- ert fyrir stafni. Og jafnvel þó þeir hafi það. Gætið vel að þeir ekki ráöist á forðabúrin. Ef þeir taka það fyrir — þá vitið þér hvað er skylda yöar að taka til bragðs. Hinn laut höfðinu til samþykkis og svipurinn varð ískyggilegur. # — Það ern fimm gufuskip í ísnum. Gætið vel að þeim unz ís- jun leysir í vor. En það veröur að byrja á því að flytja alla farm- ana yfir í stóra vöruhúsiö. Það er hægara að verja þaö, ef á þarf aö halda, og gætið vel að því að það sé vatnshelt. Sendiö boö til Burr- virkisins og biðjið Carter að lána yður þrjá af mönnnm sínum. Hann þarf þeirra ekki meðsjálfur, Áleið- inni niður eftir skuluö þér koma við hjá Burdwell og fá helming- inn af mönnum hans. Það verður nóg vinna handa þessum öllum. Það verður nóg að gera við fjölda af byssum. Og þér megiö alls ekki láta undan. Látið þá bara hafa hit- ann í haldinu, þegar frá byrjun. Og munið það vel að sá sem verð- ur fyrri til að skjóta sleppur án meiðsla. Um fram alt þá gætið vel að forðabúrunum. — Og byssunum líka, tautaði McGregor, um leið og hann fór út. — John Melton — herra Mel- ton — er hér. Getur hann fengið að tala við yður? — Heyrið þér mér nú, Welse. Hvað á þetta að þýða? hrópaði Melton óður og uppvægur, sem nú ruddist inn á hælana á skrifaran- nm. Hann rak pappírsörk þétt upp að augunum á Welse. Lesið þetta! Hvað á þetta svo sem að þýða? — Jakob Welse leit sem allra snöggvast á skjalið. Og svo leit hanh til mannsins, og lét sér nú hvergi bregða. — Eitt þúsund pund. — Já, það er það sem eg segi. En þessi kumpán sem þér hafið í vöruhúsinu segir nei. Hann segir að þessi ávísun gildi ekki fyrir meira en fimm hundruð pund. — Það er líka alveg rétt hjá honun. — Hvað þá? — í raun og veru gildir hún fyrir eitt þúsund pund, en út á hana fæst ekki nema fimm hundruð. — Er ekki þetta yðar undir- skrift? spurði Melton og rak skjal- ið enn á ný framan í Welse. — Jú, víst er svo. — Hvernig ætlið þér þá að fara að því að hreinsa yður af þessu? — Eg læt yður fá fimm hundr- uð pund. Og hvað svo? — Eg bara neita að taka við þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.