Vísir


Vísir - 01.08.1916, Qupperneq 1

Vísir - 01.08.1916, Qupperneq 1
Utgefandi HLUTAFÉL A.G Ritstj. JAKOB IMÖLLER SÍMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla í Hitel fsland SÍMI 400 6. árg. Þrfðjudaginn 1, ágúst 1916. 207. tbl. Ganrtla Bíó Þriðjud. 1. ágúst kl, 9 síðd. Hijómleikar. Frú Asta Einarsson leikur á hið nýja Hörpu-Píanó sem Oamla Bió hefir íengið. Það er alveg ný uppfynding af Píanó, sem innifelua hörpu- tóna. Þetta er hið fyrsta hljóð- færi af þeirri gerð, sem komiö hefir til Norðurlanda. |í hléinu verða sýndar fall- egar og skemtiiegar kvik- myndir. Tölusett sæti verða seld í Gamla Bíó kl. 2—4 og frá kl. 8 síðd. og kosta 1 kr. Jarðarför mannsins mins, Her- manns Einarssonar frá Brekku, fer fram fimtudaginn 3. ágúst, frá heim- ili hans, Brekkugötu nr. 3. Húskveðja kl. 11 */2. Rvik, 1. ágúst 1916. Sigriður Jónsdóttir. Bæjaríréttir Skófatnaður nýkominn í skóverzlun Stefáns Gunnarssonar Austurstræti 3. Barnastígvél, brún og svört af öllum stærðum. Strigaskór í miklu úrvali. Ennfremur Skóhlífar. Karla og kvenna Skór og Stígvél margar teg. — Komið meðan birgðir eru nægar. Simskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 31. júlí, Miðveldin viðurkenna að her þeirra hafi orðið að hörfa undan á austurvígstöðvunum. Rússar eru á leið til Lemberg. Afmæli á morgun: Filippus Ámundason, verkm. Guðjón Jónsson, dyrav. Guðm. Jónsson, trésm. Guðm, Þorsteinsson, prentari. Hans Hoffmann, verzlunarm. Marta Pétursdóttir, húsfrú. Pálmi Pálmason, verkam. Afmællskort með íslenzk- um erindum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helga Arnasynl í Safnahúslou. Eriend mynt. Kaupmhöfn 31. júlí. Sterlingspuud kr. 16,80 100 frankar — 60,25 100 mörk — 64,00 Dollar — 3,57 Rey kja vík Bankar Pósthús Sterl.pd. 17,00 17,00 100 fr. 61,00 61,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,50 1,50 Dollar 3,70 3,75 Frá útlöndum komu nokkrir ísiendingar með íslandi og þar á meðal Matthías Þórðarson erindsreki Fiskifélagsins Óskar Clausen frá Stykkishólmi, 5 Jón Brynjólfsson kaupm., Jón Norð- mann píanóleikari, Geir G. Zoega og systir hans, Vilhelm Jokobsson, Hannes* 1 Jónsson dýralæknir, L. Bruun veitingamaður o. fl. Mjólkurverðið, Mjólkurframleiöendur hafa nú hækkaö mjólkurverðið upp f 30 aura. Hækkunin frá því dýrtíðin hófst eöa í ófri öarbyrjun netnur 40»/0. Launamálið. Skýrslur og tillögur launanefnd- arinnar eru nú komnar út. Er þaö allstór bók, 380 bls. í 4°. Gamla Bíó. Þar vetður hljómleikur í kvöld. Frú Ásta Einarson Ieikur þar á hijóðfæri, sem ekki hefir þekst hér fyr, það er píanó, sem einnig gef- ur frá sér hörputóna, þegar leikiö er á það. Vafalaust verður Ijölment í Gamla Bíó í kvöld. Helt niður. í gæi var öliu áfengi, sem upp- tækt helir verið gert síðan bann- Nýja Bíó Kona os dóttir Átakanlegur sorgarleikur í 3 þáttum, eftir skáldsögu Carl’s Muusmann’s Fáir eða engir rithöfundar hafa verið jafn gagnkunnir lífi leikara eins og Carl Muus- mann, og engum tekst að Iýsa því jafn vel. Vegna þess, hvað myndin er löng, kosta aðgöngumiðar 50, 40 og 30 aura. lögin gengu í gildi, »helt niður«. Hafði athöfn sú farið hátíðlega fram, og verið framkvæmd af Ólati Jónssyni Iögregluþjóni. Síldveiðin hefir gengið afbragðsvel nyrðra. Hefir aldrei verið komin jafnmikil síld á land og nú við Eyjafjörö á þessum tíma. Trúlofun. Skafti Davíðsson trésmiður héð- an úr bænum og Marie Hansett í Stavanger, hafa nýlega birt trúlof- un sína. Njörður kom að norðan í gær til að sækja kol og salt. Mestu vandræði nyrðra vegna salt- og tunnuleyeis. Frá Flóru. Landlæknir hélt fyrirlestur á Seyðisfirði í fyrrakvöld og sagði þar frá ferðalagi Flóru. Var hún stöðvuð fyrir sunnan land af vopnuðum botnvörpungi, sendi hann loftskeyti til annars varð- skips en það aftur til Lundúna um tökuna, og fékk það svar að Flóra skyldi tekin og farið með hana beint til Leirvíkur. Skip- stjóri Flóru kvaðst hvorki hafa Kaupakonu vantar að Breiðholti. Talið við Sigurgísla Guðnason hjá Zimsen. kol né matvæli til svo langrar ferðar með yfir 100 farþega. Kom þá til tals að Flqru yrði leyft að fara til Seyðisfjarðar, en þó var ákveðið að rannsaka fyrst birgðir skipsins og kom þá í ljós að þær voru nægilegar. — Varð við þetta 12 tíma töf, en að rannsókninni lokinni var hald- ið beint til Leirvíkur. þegar til Leirvíkur kom gáfu brezku yfirvöldin samþykki sitt til þess að Flóra færi þegar aftur til íslands, en skipstjóri þorði ekki að fara í óleyfi útgerðar- innar og símaði því til hennar fyrirspurn. En áður en svar kæmi, gáfu yfirvöldin út skipun um að fara með Flóru tll Leith og afferma hana þar. i Farþegunum hafði liðið vel í Flóru og ekki síður í Goðafossi. I Til dægrastyttingar höfðu þeir i gefið út dagblað er kom 16 sinn- ! um. I Landlæknir telur sennilegt að 1 Bretar muni borga farþegum skaðabætur og byggir það á því að þeir hafi borgað ferðakostnað þeirra til Seyðisfjarðar og með því viðurkent að þeir hafi verið órétti beittir. — Landlæknir fékk einn farþega leyfi til að vera í landi í Leith frá kl. 9—9 daglega og átti tal við marga um skips- tökuna og kom öllum saman um að dæma hana fljótfærnisverk.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.