Vísir - 16.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á bverj- um degi. Inngangur frá Vallarstrætl. Skrffstofa á sama stað, lang. frá Aöalstr. — Ritstjórlnn tíi vífitals fri «. 3—4. Sítni 400.— P. O. Bos 367. ' Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur oy börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri, Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 Launanefndin og tillögur '"s hennar. Meðferöin á póstmönnum. —o— Frh. Menn kunna nú aö segja aö litl- ar h'kur séu tiJ þess, að aðstoðar- menn þurfi að bíða 12 ár til þess að veröa póstafgreiðslumenn. — En það er rangt. Kæmi það á annað borð fyrir að menn héldu þessum »stöðum«, sem auðvitað nær engri átt, er vísast að þeir þyrftu að bíða miklu lengur.vegna þess hve póstafgreiðslumennirnir eru fáir og mannaskifti í þeim flokki þaraf leiðandi ótíð. Aðstoðarmenn gætu því hæglega orðið fertugir eða fimtugir, áður en þeir komast upp úr þessum 1440 kr. Iaunum. Ognefnd- inni finst það víst ekki vera nein neyðarkjör. Hún segir berum orð- um að launin séu yfirleitt ákveðin svona rífleg, bæði hjá póstmönnum og öðrum, til þess að vissa sé fyrir að nýtir menn tolli við störfin. Svo aö frá hennar sjðnarmiði er það fráleitt annað en dauöi póstafgreiðslu- manns, heilsuleysi eða afbrot, sem opnar aðstoðarmanni veg inn í póst- afgreiðslumannstignina áður en ára- tugir eru liðnir. Laun póstafgr.m, eru aö dómi háttvirtrar nefndarsvo »rífleg« og »sómasamleg«,að nærri má geta hvort henni þykir líklegt að þeir fari frá þeim með góðu. En af þessari skoðun nefndar- innar leiðir aftur hittv að líta verð- ur svo á, sem hún telji laun að- stoðarmanna hæíileg og sæmileg hverjum fulltíðamanni, jafnvel æfi- langt, því að gera verður ráð fyrir að henni hafi skilist, að í slíku fá- menni sem hér er í þjónustu póst- málanna, eru líkurnar til þess að komast hærra (avancere) ákaflega litlar, og ólíkar því sem gerist í bæjum erlendia. Víða í öðrum lönd- um er póstaðstoðarmönnum trygt það með löguro, að verða teknir í hærri launaflokk eftir tiltekið árabil, en ekki hefir nefndinni hugkvæmst neitt í þá átt. Loks má nefna eina kynlega lil- lögu frá hefndinni, um stofnun póstfulltrúastarfs í Reykjavík. Sá maöur er uppáhaldsbarn nefndar- innar, því að hann á að komast upp í 3000 kr. Iaun á tiltölulega skömmum tíma. Er svo að sjá, sem þetta eigi að vera einn meiri- háttar umsjónarherra, býsna vold- ugur, sem spíksporar um með em- bæltissvip, ef póstmeislari víkur sér eitthvað frá. Á 213. bls. í nefndarálitinu er sagt, að þetta sé ný staða, en 13 bls. siðar er svo að sjá, sam þessi fagri fugl sé aðeins ný útgáfa af 1. póstafgreiðslumanni. Þar eru laun hans í (töflunni) talin fram- hald af núverandi launum 1. póst- afgreiðslumanns. Eg sé núhvergi i tillögum póst- meistara, sem prentaöar eru roeð álitinu. að þessi fulltrúi sé nefndur á nafn. Verður því að álíta, að póstmeistari telji sig vel geta kom- ist af án hans. Finst mér sem nefndinni hefði verið nær, að taka til greina tillögur hans óskorað, en að vera að spreyta sig á að skapa þetta fulltrúa-viörini. Nefndin talar mikiö um ábyrgð, peningaábyrgð, ábyrgðarmikil störf og fleira þessháttar og tekur þaö fram, að þeim mönnum, sem á- byrgðarmiklum störfum gegna, þurfi að launa vel. Nú er því einmitt svo háttað um póstafgreiðslumenn, og alla póstmenn í Reykjavík, að á þeim hvílir ákaflega mikil pen- ingaleg ábyrgð. Og sú ábyrgð eykst stórum árlega. Valda því einkum póstávísana- og póstkröfu- viðskifti. Frh. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. Frh. Bleik miðaði byssu sinni og skaut. Kúlan kom í brjóst mann- inum og hann féll áíram eins og dauður væri. Bleik kallaði til Tinkers og baö hann að gæta að Gonzalez, svo hljóp hann af svölunum og í áttina til mannsins. Hann hélt byssunni á lofti, því aö þessi skammi tími sem hann hafði verið á eynni hafði kent honum að vera var- kár. Pótt svo liti út sem maður- inn væri dauðskotinn, þá gat ver- að það væri að eins hrekkur af honum að láta líta svo út. En þegar hann nálgaðist hann þá sá hann að byssan lá nokk- ur fet frá honum og maðurinn var auðsjáanlega meðvitundar- laus. Hann gekk nú hiklaust til hans. — En alt í einu stansaði hann og horfði undrandi á mann- inn. Maðurinn var gulurá hör- und og þrekvaxinn. Hann var ekki með öllu ókunnur Bleik, þeir höfðu fyrr átt högg hvor f tl annars garð. Þessi maður hét San og var hægri hönd Wu Ling prins, er var foringi Bræðrafélags gulu mannanna. Bleik gaf sér ekki tíma til að brjóte heilan um hvers vegna Kínverjinn og Gonzalez hinn spænski væru saman á þessari litlu klettaeyju fyrir utan Pem- brókarsker. Hann sá að blæddi úr brjósti hans. Hann beygði sig niður og athugaði sárið. — Augun voju lokuð .og hann and- aði erfiðlega og óreglulega. Hann bærði ekki á sér þótt Bleik hreyfði við honum og var auðséð að hann var með öllu meðvitundar- laus. Bleik þurkaði blóðið með vasa- klút sínum en það rann stans- laust úr sárinu og sá hann að San mundi þegar blæða til ólífis ef hann tæki ekki til einhverra ráða að stansa blóðrásina. Þótt Kínverjinn væri þungur og mikill vexti tók hann hann í fang sér og bar hann sem barn væri til hússins. Þegar hann kom að veggsvöl- unum stóð Tinker þar enn þá á verði hjá Spánverjanum. Hann varð heldur stóreygður þegar hann sá hvað Bleik kom með í fanginu, en hann sagði ekki neitt heldur fylgdi husbónda sínum inn í herbergið sem næst var svölunum og lagði Bleik mann- inn þar á legubekk. — Að því búnu fóru þeir fram í eldhús náðu í vatn og handklæði. Bleik þvoði upp sárið og þeg- ar hann hafði stansað blóðrás- ina batt hann um sárið vel og vandlega eftir því sem kostur var á. Síðan sagði hann Tinker að binda Kínverjann á höndum og fótum. Hann var farinn að þekkja þessa austurlensku náunga og og kærði sig ekki um að eiga neitt í hættu. Að því búnu drógu þeir Spán- verjann inn í herbergið, skildu hann eftir í einu horninu og héldu af stað til þess að rann- saka húsið. Á fyrstu hæðinni urðu þeir einskis vairr. Þegar þeir höfðu leitaö af sér allan grun á neðri hæðlnni, héldu T 3 í. MINNÍS: Baöhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifit. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæiarfóg.skrlfst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bœjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4, K, F. U. M. Alm. sanik, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timl kl, 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn tit við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8l Utlán 1-3 Landssimlnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 1012 og4-7 Náttiirugrlpasafnlð oplð 1V.-21/, síðd. Póslhúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasaínið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætf 121 Alm. læknlngar á þriðjud. og fðstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fóstud, kl. 2—3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar i Lækjargðtu 2 á mlð- vikud. kl. 2—3. andsféhirðlr kl, 10—2 og 5—6. þeir upp á loft, því þeir mundu báðir eftir merkinu sem þeir höfðu séð í giugganum. Fyrsta herbergið sem þeir kotnu í var svefnherbergi. Var auðséð að þar hafði verið sofið um nótt- ina. Hurðin að næsta herbergi var Iokuð. — Þeir stönsuðu og Bleik barði að dyrum. Þeir heyrðu eitthvert ógreinilegt hljóð inni, eins og barið væri stígvélahæl í gólfið. Þetta var Bleik nóg. Hann gekk dálítið frá og hljóp svo á hurðina. Það kvað við hátt brot- hljóð í hurðinni um leið og hún lét undan og þeir fóru inn í her- bergið. Hvílík sjón! Á góifinu lágu tveir menn bundnir og keflaðir í »golf«- klæðum. Bleik sá strax aðann- ar þeirra, sem nóer lá veggnum var breski hergagnaráðherrann, er horfið hafði fyrir nokkrum dög- um. Förin eflir flugvélina á völlun- um hjá Westward Ho! höfðu komtð þeim á réttan veg. — Á meðan Bleik ieysti böndin af manninum, sem Bretland gat síst án verið, leysti Tinker hinn mann- inn. Þeir voru þrekaðir mjög, en samt sneri ráðherrann sér að Bleik og giampa brá fyrir í augum hans meðan hann talaði: Síðasti fundur okkar var dálítið öðruvísi. Þrátt fyrir það er eg mjög ánægður yfir að hitta yður. Leyfið mér að kynna yður Sir Hector Armstrong«. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.