Vísir - 17.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1916, Blaðsíða 4
V I S I R Mótor-veiðiskip. a8 YÚmtega 52, totv, $em et \ sm\Bum \ JDawmöv&u o$ á á& oeta JuU5ú\t\t\ Zö. ma\ nsstli., Jast nú þegar meí ^anngjövnu vetí\ et 5\^ J^úr Veritas haesta flokk, et aUaB J\^w 3$lanös- oe\3\ o^ vetBut ovanalega vawöaí a<S öWu tejtt, Byggingarsamningur og teikningar til sýnis virkilegum kaupendum. Jón S. Espholin. pt Hótel Island. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ----- Frh. Bleik hneigði sig fyrir hinum þrekvaxna byssugerðamanni, sem rétti þegar fram hönd sína. Svo tók hann aftur til máls al- varlegri enáður: »Hvernig kom ið þér hingað, Bleik? — Með skipi ? Hafið þér náð í þrjótana ?« Bleik hristi höfuðið neitandi. Við höfum náð tveimur. En aðalmennirnir eru hér ekki. Við komum ekki sjóveg heldur loft- veg. En nú er best við komum niður og reynum að ná í ein- hvern matarbita, á meðan þér borðið mun eg skýra yður frá málavöxtum. Þeir héldu allir niður og með- an Tinker reiddi fram matinn sagði Bleik þeim alla söguna frá byrjun. Þegar hann hafði lokið sögunni tók ráðherrann til máls: »Þér haldið að »Hinir ellefu* og Bræðrafélag gulu mannanna eigi alla sök á þessu. Það skall hurð nærri hælum. í gærkveldi kom inn til okkar maður vel bú- inn og fyrirmannlegur, sem eg hygg að hafi verið þessi Bóre- mong barón, sem þér nefnduð. j — Hann sagði okkur látlaust og kuldalega, eins og hann væri að kalla á okkur til matar, að við yrðum líflátnir innan tveggja sól- arhringa og síðan mundi líkun- um verða sökt í sjó. Síðan höf- um við engan mann séð. »Við heyrðum skotin þegar þið komuð og lifnuðum við held- ur við það. Eg gat komist upp að glugganum og brotið rúðuna með höfðinu. Síðan náði eg í vasaklút Sir Hector Armstrong með tönnunum og reyndi að veifa honum út um gluggann. En þetta var mjög þreytandi og eg gat því ekki gert það nema litla stund. Svo heyrðum við íleiri skot og eins og ykkur er kunnugt fund- uð þið okkur skömmu eftir. En eg skiJ ekki hvað orðið hefir af bófunum«. »FIugvélin sem verið hefir að- al-lyftistöngin í þessum fram- kvæmdum þeirra, er ekki hér á eynni núna«, svaraði Bleik. »Þeir hafa vafalaust farið eitthvað til til þess að búa sig undir næsta skrefið. Svo munu þeir koma hingað til þess að koma hótun- um sínum við ykkur í framkvæmd. Þá verður maður að reyna að klófesta þá. »Eg býst við því að þér vilj- ið komast héðan sem fyrst. En því miður tekur flugvélin mín ekki meira en einn farþega svo eg verð að fara með yður til lands fyrst og fara síðan aftur' og Sækja Sir Armstrong. — Á meðan getur Tinker verið hér hjá honum. — Frh. Sigur Bandamanna. Alit Joffres hershöfðingja. —o— Fréttaritarar ameríkskra blaöa hafa fundið Joffre hershöfðingja aö máli í aöalherbúðum Frakke. Fréttarit- ari blaðsins »New-York American« hefir birt eftirfarandi ummæli hers- höfðingjans. Nú er svo komið, að hlutverka- skifti eru orðin í ófriönum. Hve- nær Þjóðverjar verða að fuliu brotnir á bak aftur, það get eg ekki spáð neinu um, en að þeir verði það, það veit eg. Ófriður- inn verður grimmari með hverjum degi, en allur heimur sér að nú þegar full samvinna er komin á milli hera bandamanna, að forlögin eru gengin í bandalag við oss. Hver og einn getur sjáifur séð hvað verða vill. Það sem nú ein- kennir ófriðinn mest, er að banda- mcnn eru samfaka á öllum víg- stöðvum. Her óvinanna er sóttur iátlaust frá öllum hliðum. Hið mikla manntjón, sem Frrkkar hafa beðið hjá Verdun, hefir veitt banda- mönnum vorum næði til að afla sér allra nauðsynja og vér höfum á meðan ráðið ráðum vorum og tími unnist til aö fá full- komið samkomulag um framkvæmd- ir á öllum vígstöðvum. Nú geta bandamenn beitt öllum kröftum sínum samtímis. Þó að óvinirnir berjist nú af meiri ákafa en nokkru sinni áöur, þá vitum vér meö vissu að þeir ern senn að þrotum komnir. Hingað til hafa þeir viðhaft þá aðferö, að senda varalið siít úr einum stað í annan, en þegar þeir nú eiga að mæta óskiftum kröftum bandamanna, samtaka á öllum vígstöðvunum, sjá þeir að það er ómögulegt. Og í framtíðinni munu þeir sjá að það verður æ ómögulegra að beita þeirri aðlerð. Þær fregnir fáum vér úr öllum áttum. Þér megið ekki ætla, að nú þeg- ar sé farin að sjást þreytumerki á Þjóðverjum á vesturvígstöðvunum. Enn eru tveir þriðju hlutar af á- gætustu hersveitum þeiria hér and- spænis oss. Bretar og Frakkar eiga að mæta 122 beztu herdeildum þeirra (2 til 2y* milj. manna), og á rússnesku vígstöðvunum hafa þeir 50 herdeildir (um 1 milj. manna) og þar við bætast hersveitir Aust- urríkismanna. Vér höfum meiri her nú á víg- stöðvunum en í upphafi ófriðarins ; Ijósari vott þess, hve máttarmiklir Frakkar eru, er þeir eiga réttan málstað að verja, get eg ekki hugs- að mér. Bandamenn berjast ekki að eins fyrir sínum hag, heldur fyrir frjálsræði alls heimsins, og þeir hætta ekki fyr en frjálsræði heimsins er fullkomlega trygt. Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnaföfum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum), [217 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aðjr í Lækjargötu 12 A. [30 Barnakerra óskast í skiftum fyrir barnavagn. A. v. á. [80 Falleg gluggablóm fást á Lauf- ásvegi 27 uppi. [81 2 sleiholíubrúsar, 50 litra, ó- gallaðir, óskast keyptir í Ingólfs- stræti 7. [82 H A N A R, hvítir ítalskir, til sölu. Einar Helgason. Herbergi^til Ieigu fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 Til Ieigu handa kyrlátum karl- manni eða kvenmanni eru tvö samstæð herbergi í góðu húsi með fagurr^ útsýn. A. v. á. [84 1—2 herbrrgi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast til leigu sem fyrst eða 1. okt. Borg- un mánaðarlega fyrirfram. Uppl. á Hverfisg. 41, bakaríinu. [64 Ung stúlka óskast f búð hálf- an daginn. A. v. á. [85 14. ágúst týndist íslenskt sjal á leiðinni inn að Elliðaám, Skil- ist gegn fundarlaunum í Túng. 6- [83 Margrét Guðmundssdóttir, ættuð frá Bjargi á Vatnsleysu- strönd óskast til viðtals sem fyrst ^við Guðrúnu Sigurðardóttur, Grettisg. 56 A. [84

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.