Vísir - 19.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 19.08.1916, Blaðsíða 4
VISIR Skepnufóður til vetrarins, Eg hefi verið aö vonast eftir að sjá getið einhverra ráðstafana af hálfu landstjórnarinnar, um útveg- un á síld frá Norðurlandi til fóö- urs handa skepnum hérsyöra. Þaö sem af er, hefir heyskapurinn, eins og kunnugt er, gengið svo, að ekki er annaö fyrirsjáanlegt en aö menn verði neyddir lil að stór- fækka fénaði sínum. Það sem varð þess valdandi aö eg rita þessar línur, er einkar þörf hugvekja eftir Gísla lögmann Sveins- son, er slóð í ísafold síöastl. laug- ardag. Aftan við ' hana er sú at- hugasemd frá ritstjóranum, að land- stjórnin hafi þegar gert ráðstafanir til að útvega fóðurbæti frá útlönd- ura og síldarmjöl að norðan. í þessu sama blaði er enn fremur auglýsing frá stjórnarráðinu þar sem það óskar eftir tilboði um sölu á ýmsum vörutegundum frá Ameríku. Þar á meðal eru 400 smálestir af maísmjöli og eru þær að sjálfsögðu eingöngu ætlaðar til skepnufóðurs. , Fyrst ér þá að athuga ráðstaf- anir stjórnarráðsins um kaup á síldarmjöli. Eg hygg að landstjórn- inni sé óhætt að spara sér ómak og peninga fyrir mikið af þv/. Flestir eða allir, sem eg hefi átt tal við, og uotað hafa síidarmjöl til skepnufóðurs vilja ekki við því líta. Oæti stjórnarráðiö að sjálfsögðu fengið upplýsingar um nothæfi síldarmjölsins, frá þeim mönnum er keyptu síldarmjöl þess áriö 1914. Og líklega er sú fóðurtegund ekki ódýr í ár framar öðru. Mafsmjöl hefir reynzt hér gott kúafóöur. En að það borgi sigað gefa mikiö af því, þegar 63 kg. sekkur kostar 20 krónur og þar yfir, tel eg vafasamt. Þá hygg eg aö bænduf — minsta kosti þeir, er fjarri búa kaupstöðunum — taki heldur þann kostinn að farga kúm sínutn, en treysta mikið á maísgjöf. Svo kemur síldtn. Eins og allir vita hefir hún fengist nyrðra í sum- ar fyri 4 kr. tunnan. Verksmiöj- urnar naumast haft við að taka á móti henni fyrir það verð. Setjum nú svo að Iaudsstjórnin keypti 2000 —2500 tómar steinolíutunnur, en þær taka kringum tvær tunnur síld- ar hver, léti hreinsa þær og keypti svo sild í þær. Gerum ennfremur ráð fyrir að síldin í hverja tunnu kostaði 10 krónur, saltið 4 kr., söltun 1 kr„ flutningur 5 krónur. Verða það samtals 20 kr. Mætti þannig sennilega fá fulla steinolíu- tunnu af stld komna til Reykjavíkur fyrir sama verð og 63 kg. af maís — tunnuna sjálfa relkna eg ekki, því hún ætti að vera í sínu fulla verði, eftir sem áöur. — Það hygg eg svo að flestir muni viöurkenna, að betra sé að fá eina vel fulla steinolíutunnu af síld til skepnu- fóðurs, en 126 kg. eöa 2 sekki af maís, og munar þó helmingi verðs. Væri nú þetta gert, sem vel er kleift, ef undinn er aö því bráður bugur, en slept 300 smálestum af maíspöntuninni, frá Ameríku mundi landið græða alt að 50 þúsundum króna. Nú kann því að verða haldið fram, að orðið sé of seint aö senda tunnumar norður. En má þá ekki fá einhverja 2 togarana til þess — um það leyti, sem þeir hætta veiö- unum nyrðra — að fiska síld, salta hana í sig og koma með hana hingað suður? Sölu hennar hér mætti síðan haga eins og hentast þætti. Mér finst nauðsynlegt að lands- stjórnin eða einhver framkvæmdar- samur maður, með hennar aðstoð geri gangskör að umræddri síldar- útvegun, því það er víst að víða er hægt að fóðra sauöfénað á síld meö útibeit, þar sem óhægt er aö koma vjð maisgjöf. Eg vænti þess fastlega að ein- hver sem er mér æfðari við ritstörf verði málefni þessu að liði. En það þolir enga bið. Setbergi 17. ágúst 1916. Jóh. J. Reykdal. Fangar Tyrkja. Tii útgerðarmannsiiis sem eirn á tunnurl Út af grein yöar í Vísi í gær »Bjargvætturinn" og tunnuleysið*, skora eg hér með á yður, aðsegja til nafns yðar í næsta tölublaði »Vísis«, því það er leiðinlegra að þurfa að elta ólar við þá menn, sem fela sig í skúmaskotum og eru svo kjarklausir, að þeir þurfa ávalt að skríða á bak við aðra og fela sig þar. Eg vona, aö þér veröið við' þessari áskorun minni, þó yður máske þyki það leitt að þurfa að kannast við greinina, sem er full af j ósannindum og óhróöri í minn ;' garð. Eg mun svo tala við yður seinna, piltur minn, og athuga nánar þetta »sveinsstykki« yðar. Rvík 18. ágúst 1916. Elías Stefánsson. Þegar Townshend hershöfð-' ingi Englendinga í Mesopotamiu varð að gefast upp fyrir Tyrkj- um í Kut-el-Amara, tóku Tyrkir þar um 9000 fanga með honum. — Townshend var fluttur til Konstantinopel. — Hershöfðingi Tyrkja, sem tók hann til fanga, var gamall skólabróðir hans, hafði gengið í skóla með T. í Eng- landi. Fréttir hafa komið af Towns- hend heim til Englands og læt- ur hann hið besta yfir sér.— En Bretar eru yfirleitt hræddir um að óvinir sínir fari illa með fanga og þá ekki síst Tyrkir. Þótti þaö engin sönnun fyrir vellíðan hihna fanganna þó að vel væri farið með Townshend, þess var jafn- vel getið til, að hann mundi látinn nióta slíks atlætis einmitt til þess að leiða athyglina frá hinum föng- unum. Sendiherra Bandaríkjanna í Konstantinopel hefir verið falið að grenslast eftir því, hvað orð- ið hafi af þessum 9000 föngum frá Kut - en þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir hjá Tyrkjastjórn hefir hann ekkert svar fengið. j Ræðismaður Bandaríkjanna í ' Bagdad hefir ekki fengið að hafa orð af föngunum, þrátt fyrir mikla . eftirgangsmuni sendiherrans og því barið við að þeir hefðu ver- ið sendir norður yfir eyðimörk- ina. 26. júní voru 1000 fangar í Bagdad sem voru of veikir til að, ferðast og 40 breskir liðsforingj- ar voru í Adana veikir af blóð- kreppusótt. — Hvað hinum líð- ur veit enginn heima í Bretlandi og veldur sú óvissa miklum á- hyggjum, því viðbúið þykir, að þeir hafi illa þolað flutninginn yfir eyðimörkina á þessum tíma árs. r VINNA 1 Stúlka óskar eftir að komast að afgreiðslu í bakaríi frá 1. okt. Uppl. hjá Margréti Ouðmundsd., Vesturg. 40. [100 I TAPAfl—FUNDI H Ljós regnfrakki hefir tapast. Skil- ist á afgreiösluna. [91 Stafur hefir tapast mrk. E. K. Skilist gegn fundarl. til E. Krist- jánss., Orettisg. 44. [91 LítiII barnaskór hefir tapast úr svörtu glansskinni. Skilist áafgr. ____________________________[92 Lítil hjólhestapumpa töpuð.— Skilist í Smjörhúsið. [93 I KAUPSKAPUR 1 [ HÚSNÆÐI 1 Herbergi^til Ieigu fyrir feröafólk í Lækjárgötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 íbúð, 1—3 herbergi ásamt eld- húsi óskast 1. okt. Jón Hafliða- son, Vallarstr. 4._________ [94 Til leigu handa kyrlátum karl- manni eða kvenmanni eru tvö samstæð herbergi í góðu húsi með fagurri útsýn. A.v.á. 95 Þrifin stúlka sem hefir fasta atvinnu óskar eftir herbergi 1. okt. Uppl. gefur Stefán Ólafsson, Völ- undi. [101 Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 ígengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást beztir í Garöa- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aðjr í Lækjargötu 12 A. [30 Gott piano til sölu. A v. á. [86 Til sölu: huröir og gluggar. Uppl. í Tjaruargötu 8. [87 Falleg gluggablóm fást á Laufás- vegi 27 uppi. [88 Brúkað orgel óskast til kaups. Sama í hvaða ástandi það er. Páll Guðmundsson, Bergstaðastr. 1 [9ö Lítið hús með óbygöri hornlóð til sölu. Upplýsitigar á Greltisgötu 38^_____________ [97 Snemmbær kýr til sölu. Sig. Halldórsson i Þingholtsstræti 7 [9S Steinbítsriklingur til sölu á Lauga- vegi 67 (niðri). [99 Vandað íbúðarhús við Laugaveg til sölu. Uppl. hjá STEINGR. GUÐMUNDSSYNI, Amtmannsstíg 4. * Leverpostej ] nýkomin í verzlun £\t\a*s jlvnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.