Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 3
VISIR leiðsögumaðurinn opnaði dyr á öðrum veggnum og komu þeir út í langan gang. Svo fóru þeir herbergi úr herbergi og fór Kín verjinn þar um eins og hann væri daglegur gestur þar. Peir komu inn í lftið herbergi. í því voru nokkrir Kínverjar, sem töl- uðu saman í hálfum hljóðum.— Bleik hrylti við návist þessara manna sem gátu tekist á hendur hvert myrkraverk, hversu svart sem það væri. Þeir héldu áfram ferðinni og komu loks í reykingastofuna. Á löngum strigadýnum lágu Kín- verjar þétt saman, Peir lágu á ýmsa vegu og nutu eitursins — eitursins sem étur merginn úr Kínversku þjóðinni. Út úr skugganum á einu horn- inu kom Kínverji og mælti leið- sögumaðurinn nokkur orð lágt við hann, svo sneri hann sér að Bleik. Frh. LÖGMENiM ► l— ilii Oddur Gíslason yflrréttarm&laflutntngsmatSur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heiirií k! 5—6 . Bogi Bí'yívjóifsssvon yflrréttarmfelafiutr Srígsn'-eCur Skrifstofa i Aöalstræti 6 [u pi). Skrifstofutimi frá kl. 12—1 og 4 -6 e.m. — Talsinii 250 — Húsgögn ijl sö!u, Karlmannsskrifborð og skritborðs- stóll úr eik, salonskápur úr hnot- viði, 2 gólfteppi 6x7 álnir og 3x4Va al> og kringlótt borð úr hnotviði. Slýrimannasiíg 15. Bæjargjöid. Hérmeð er skorað á alla þá gjaldendur, bæði konur og katla sem eiga ógoldið áfallið gjald til bæjarsjóðs, hvort heldur er auka- útsvar, fasteignagjald eða annað, að greiða það nú þegar. Óll gjöld til bæjarsjóðs eiga að vera goldin innan mánaðar hér frá. — Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 61 -------------- Frh. Vincent sleit sig frá umhugsun- arefninu og varö þess nú var hve fast og alvarlega Matt blíndi á hann. — Eruð þér hugrakkur maður, Vincent? Augnablik horfðust þeir í augu. En það var nægilegur tími fyrir Matb Hann sló hnefanum í borðið svo fast að brakaöi íþví og sagði: — Þaö veit guð að það erúö þér ekki! Og gott er nú það, því það máske kemur í veg fyrir að eg þurfi inna leiöinlegt starf af hendi. Vincent! Þetta barn, sem nú er orðin fullorðin stúlka, sefur í nótt í Dawson. Ouð hjáipi okk- ur báöum, því aldrei getum við lagst til hvíldar jafn óspiltir og ó- saurgaðir eins og hún! Vincent, lofið mér að gefa yður holt ráö: Réttið aldrei út hendina til þessað ná í hana — hvorki með né án kirkjunnar samþykkis og blessunar. En djöfull sá, sem Lucile haföl talaö um að í Vincent byggi fór nú að láta bóla á sér. — Mér geðjast ekki að yður, hélt Matt áfram. Ástæðuna fyrir því segi eg ekki í þetta sinn,sem einu gildir. En takið nú vel eftir þvf sem eg segi: Ef þér nokkru sinni verðið svo heimskur að giffast henni þá skal yöur það þess mest iöra af ölium hlutum. Já, maður! Eg skyldi þá steindrepa yður með einu einasfa hnefahöggi, ef til kæmi, og á þyrfti að halda. En þó vil eg vona að mér auðnist að koma yður út úr veröldinni á einhvern virðulegri hátt. En verið þér nú rólegur, — eg skal Iofa yöur því aö reyna þaö! írska svínið þitt! hrópaði Vin- cent. Og hafði nú djöfull sá, er í honum bjó, slitið af sér öll bönd fyr en varði og Matt sá í einutn svip miðað á sig marghleypunni sem Vincent dró upp í skyndi. — Er hún hlaðin ? spurði hann. Já, eg trúi yður til þess. En þvf hikið þér ? Takið þér f gikkinn. Fingurinn, sem um gikkinn hélt, hreyfðist örlítið. — Svona! Skjótið þér nú! Skjót- ið þér, segi eg> En þér mynduð ekki hæfa, — augnaráðiö er svo óstöðugt. DRENGUR óskast nú þegar til að bera Vísi út um bæinn. Krone Lageröl er best Prentsmiðja Þ. Þ. Ciementz, 1916. Vincent reyndi til að snúa höfð- inu og Iíta undan. — Horfið á mig, maður! sagöi Matt. Horfið í augu mér meðan þér framkvæmiö þetta. Mót vilja sínum varð Vincentað snúa höfðinu og augu þeirra mætt- ust. — Nú, nú, sagði Matt. Vincent gnísti tönnuni og þreif í gikkinn, — eða réttara sagt hélt hann að hann gerði það, alveg eins og menn halda í draumi að þeir geri eitt og annað. Hann hafði reyndar fullan vllja á að gera það, en hræöslan í sál hans hamlaði því. — Hann er þá máttlaus, er ekki svo, þessi veslings litli, skjálfandi fingur, sagði Matt glottandi. Svóna, bendið nú marghleypunni í aöra átt og leggið hana frá yöur, gæti- lega, — svona — gætilega, gæti- lega. Um leið og Vincent slepti gikkn- um féll marghleypan úr hendi hans. Hann stundi lágt og hneig, örmagna, niður á stói. Hann reyndi til að rétta sig upp, en f stað þess hné hann á grúfu fram á borðið og huldi andlit sitt með skjálfandi höndum. Matt horfði á hann meðaumk- unaraugum á meðan hann lét á sig vettlingana. Hann fór síðan út og læsti hurðinni gætilega á eftir sér. 19. k a p í t u I i. Vance Corliss lauk við að þvO og þurka af seinasta tindisknum sínum, og láta hann upp á hilluna hjá hinum búsáhöldunum. Að þvf búnu kveikti hann í pípunni sinnr og fleygði sér aftur á bak upp f fletið og blíndi upp í ræfrið á mosaþakta kofanum sínum á French- hæðinni. Þessi kofi hans stóð f brekkunni sem lá niður að Eldo- radolæk, rétt við alfaraveginn. Og ljósiö i glugganum hjá honuin blasti beint við öllum vegfarend- um þar um slóðir. Þaö var sparkað í hurðina svo hun hrökk upp. Bishop staulaðist inn með eldiviðarbyrði á bakinu. Skegg hans var svo klakað að hanti gat ekki lokið upp munninum til þess að segja neitf. Honum þótti það ætíð mesta mein þegar þetta kom fyrir. Hann flýtti sér að ofn- inum til að þýða klakann, Og þeg- ar hann var langt kominn með það spurði Corliss: — Hvað ætli frostið sé mikið, Bishop ? Ætli það séu fimtíu stig ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.