Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 4
VlSIR Frá bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarfulltruar mættu óvenulega stundvíslega og óvenjulega fjöl- mennir. Fundurinn var settur fyrir kl. 5V2 og þá mættir 11 fulltrúar auk borgarstjára, og skömmu síöar bættust tveir við. Á fundinn vant- aði Svein Björnsson og Thor Jensen. Um margt var skrafað á fund- inum og mikið skrafað, og því meira sem á Ieið. Byggínganefnd hafði ekki orðið sammáia um það, hvort veita ætti Gizuri Filippussyni leyfi til að byggja vélasmiðju á lóö- inni nr. 20 við Vesturgötu, — Höfðu húseigendur og búendur þar í grendinni skrifað bygginganefnd bænarskjal um að beiðni hans yrði synjaö, vegna þess að óhollusta og skarkali myndi stafa af slíkri vinnu- stofu, þar sem nota ætíi steinolíu- mótor við vinnnna, vátryggingar- gjald af innanstokksmunum myndi hækka, og eignirnar verða óút- gengilegri, bæði til sölu og leigu. Þ o r v. Þ o r v. studdi mál þeirra og bar fram þá tillögu, að reyna skyldi að útvega Gizuri aðra lóð ekki óhentugri til atvinnureksturs hans. B o r g a r s t j. taldi litlar líkur til aö þaö myndi takast, því Gizur væri búinn að ganga frá Heródesi til Pílatusar og sfn í lóðarleit, og i nýlega hefði honum verið neitað um að byggja vinnustofuna við væntanlega framl. Lindargötu (í Skuggahverfinu) á Arnarhólslóðinni. Jón Þorláksson kvað ekki , Vesturgötu hafa verið álitna svo fína hingað til, að ekki mætti byggja smiðju við hana því þar hefði til skamms tíma verið hver smiðjan við aöra; væri því varla hægt að ætlast til þess að menn vöruðu sig á því nú, og þar sem maöurinn heföi keypt lóðina í því skyni að hyggja einmitt þessa byggingu á henni, þá gæti bæjarstjórn ekki lagt slíka kvöð á hana á eftir að ekki mætti byggja á henni smiöju. Til þess hefði hún ekkert vald, að rýra þannig verðgildi lóðarinnar. — Málið horfir því þannig viö, að úr því verður að skera, hvort bæj- arstjórnin á að meta meira: verð- gildi allra lóðanna í grendinni eða verðgildi þessarar einu Ióðar. — Samþ, var till. Þorv. um að fresta málinu að sinni og reyna aö útvega Gizuri aðra jafn hentuga Ióð;segja fróðir menn að bærinn muni eiga kost á slíkri lóð þar í grendinni niður við sjóinn, — En hvort hún finst, þaö er eftir að vita. Simskeyti frá fréttaritara Vfsls Khöfn 7. september. Sendiherra Þjóðverja f Aþenuborg hefir verið kyrsettur. Rússar sækja fram f Karpatafjöliunum. Blóðug- ar orustur halda áfram á vesturvfgstöðvunum og hallar á Þjóðverja. Hattarnir ágætu (Plydshattar) eru aftur komnir í BANKASTRÆTl 11. Jón Hallgrfmszon. J&ot&sb$vMsa‘óatv Út 3<tafco|tiv, 1 Buffet, 1 borð, 1 Anretterborð og 10 stólar, eru til sölu nú þegar. — A. v. á. samþykkis yrði of langt aö bíða, því síöðina ætti aö fara að reisa í haust. Frh. Stórt Stúlka óskar eftir að komast á kaffihús. A.v.á. [66 Stúlka, vel að sér, óskar eftir stöðu við verslun. A.v.á. [54 Loftskeytastöðln. Fjárhagsnefnd haföi haft til meö- ferðar umleitun Iandsímastjóra um lóð undir loftskeytastöð á melun- um »með sem vægustum kjörum« V)g lagði fyrir fundinn tillögu um að landsjóður yrði látinn fá lóöina 250 X 80 fermetra ókeypis, þó þannig, að bænum væri heimilt að nota lóðina á hvern þann hátt, sem ekki kæmi í bága við rekstur loft- skeytastöövarinnar, fiskþurkunar, tún- ræktunar, Ieikvaila, alls annars en bygginga og lóðargjald skyldi borg- að af lóðinni eins og óbygðri Ióð. BenediktSveinsson vildi ekki láta það viðgangast oröalaust, að bærinn færi að gefa slíkt land- flæmi, landið mundi ekki fara á sveitina, þó það borgaði svo sem 1—2 krónur fyrir fermetirinn, eöa ef það þætti aðgengilegra mætti taka skák af Arnarhólslóðjnni í staðinn, Þá lóö yrði bærinn að i eignast hvort sem væri og óvíst að I landsjóöur yröi eins ódýr á henni og bærinn væri á melalóðinni. Borgarstjóri taldi hætt við því að stööin yröi ekki reist hér, heldur jafnvel austanfjalls, á Eyrar- bakka eða Stokkseyri, ef verös yrði krafist fyrir lóðina. Stöðin yrði dýrari hér, og yrði bærinn því eitt- hvað að vinna til að hún yrði reist hér, því hún myndi verða houum bcin og óbein tekjulind. Fyrst um siun væri aö vísu ekki ætlast tii að t \ hún «dragi til útianda, en útgerð- ' armönnum, sem ættu skip sín hér á fiskimiðunum yrði hún til mikilla þæginda, og bærinn yrði að gera sem mest til þess að hæna útgerð- armenn að sér. Meö tímanum yrði stöðin liöur í loftskeytasam- bandi viö útlönd, fyrst varasamband er sæsíminn bilaði, og síöar ef til vill sem aðalsamband. Tekjur fengi bærinn strax af stöðinni, lóðargjald- ið og gjald af mönnum, sem hefðu atvinnu við bana, og ennfremur væri í ráði að hafa skóla til aö kenna meöferð á tækjunum í sam- bandi við stöðina. — Þó að lóðin sé stór, yrði að eins bygt eitt hús á henni og tvö möstnr, en neðan- jaröar yrðu lagðir þræðir til að ná »jarösambandinu«, sem stöðinni væri nauðsynlegt, þess vegna yrði Ióðin að vera svo stór. En yfirboröið má nota til hvers sem vera skal, annars en bygginga og ekki einu- sinni ætlast til þess að Ióðin verði girt. — Margar sveitir yrðu að leggja tiltölulega meira í sölurnar til að fá síma til sín en þetta. —' Um lóöaskifti væri það að segja, að landstjórnin teldi sig ekki hafa leyfi til að láta neitt af Arnarhóls- lóðinni af hendi, nema fyrir ákveðið verð, án samþykkis þingsins. Þess matar- og kaffistelt fæst með tækifærisverði nú stiax. Uppl. f síma nr. 1. Bifreið heldur uppi ferðum milli Hafnar- fjarðar og Rvíkur. Fæst einnig leigð í lengri og skemri ferðir. Hringið í síma nr. 9 í Hafnar- firði eða 367 í Rvík. Egill Vllhjálmsson, bilstj., Hafnarfirði. Brúkaðar námsbækur, sögu og fræðibækur, fást með miklum af- slætti í Bókabúðinni á Laugav. 4. __________________________[31 Fallegur upphlutur til sölu á Laufásveg 27, uppi. [40 Ánamaðkur fæst á Frakkastíg 7. [60 augt^svivgav ttmautega Stúlka með eitt barn óskar eft- ir ráðskonustöðu eða vist. Uppl. á Vesturg. 24 uppi. [67 Einhl. r.iaður (sjóm.) óskar eftir herbergi frá 1. okt. A.v.á. [46 2- 3 herb. og eldhús óskast frá 1. okt. Borgun fyrirtram, ef óskað er. Afgr. v. á. [49 Loftgott herbergi óskast til leigu strax — handa einhleyp- um — yfir lengri tíma. Borgun fyrir tvo mánuði fyrirfram ef ósk- að er. A. v. á. [61 1 herbergi óskast tii leigu nú þegar. Elín Magnúsdóttir, Túng. 2. [63 Gott sólríkt herbergi, helst í Austurbænum, óskast 1. okt. nk. A. v. á. [64 Stór og vandaður fataskápur til sölu á Hvg. 32 B (uppi). [65 Herbergi vantar handa stúlku sem stundar nám á Háskólanum. Uppl. í síma 117. [68 Veðrlð í dag í Vm. loítv. 740 v. kaldi “ 7,7 Rv. “ 739 nv. sn.vind. “ 5,2 Isaf. « 749 na.sn.vind.« 8,2 Ak. „ 742 nv. kul “ 8,3 Gr. « 710 s. kul « 7,1 Sf. “ 743 sv. kul “ 8,1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.