Vísir - 09.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR V1SI R A f g r e 1 ð a i a blaösíns á Hótel Island er opln frá kl. 8—7 á bverj- um degl, Inngangur frá Vallarstrætl, Skrífsfofa é sama staö, Inng. frá Aðalstr. — Kiístjórlun tll vlðteis frá kl. 3-4. Síml 400. P, O, Bo* 367, Best að versla í FATABÚOINNII Þar fástRegnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldri sem yngrl. Hvergi betra að versla en í FATABUÐSNNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Frá bæjarstjórnarfundi 7. þ. m. Frh. Ben. Sp. kvað alt of mikiö gert úr þeirri hættu, aö stööin yrði ekki reist hér. Þingiö gerði ráð fyrir að hún yrði þar sem þörfin er mest fyrir* hana, og hefir alis ékki getað vænst þess að fá ókeypis Ióð. Þó stöðin þyrfti ekki að vera eins »sterk« eystra, þá yrðu örðugleik- arnir á því að reisa hana þar í haust miklu meiri, og því óvíst að hún yrði ódýrari þar. Og ef skóla á að hafa í sambandi við stöðina, þá er óiíklegt að nokkur landstjórn sé svo illa skipuð að hún selji hana austur á Eyrarbakka. Hvernig sem á væri litið væri það. óverjandi að setja stöðina annarssfaöar en hér. Og ekki hægt að segja að bæjar- stjórn geri erfitt fyrir, þó hún selji ióðina helmingi ódýrari en hún myndi selja einstökum mönnum. Jörundur Brynjólfsson og Jón Þorláksson vildu leigja Ióðina, en ekki selja. J. Þ. kvað bæinn hafa mikla þörf fyrir lóð á Melunum til annars en bygginga, t. d, til íþrótla- æfinga. Bænum því enginn bagi í því, að undanskilja þetta svæði frá byggingum, ef hann hefir annan afnotarétt á því, og landið fellur aftur til bæjarins, ef hætt verðurað nota það, En Ieigan mætti vera hærri en fjárhagsnefnd legði tii, TiIIaga frá Þorv. þorv. um að vísa málinu til fasteignanefndar til rækilegrar íhugunar var feld. TiIIaga Ben. Sveinssonar um að selja lóöina fyrir 1 krónu fermeter, að áskildum afnotarétti, eins og fjár- hagsnefnd gerði ráð fyrir, var feld með 7 atkv. gegn 3. Tillaga frá Jör. Brynjólfssyni og Jóni Þorlákssyni um að leigja lóð- ina fyrir 300 kr. á ári að áskildum sama afnotarétti bænum til handa, var samþ. meö 9 atkv. gegn 1 (Ben. Sv.). Gasmál. Borgarstjóri skýröi frá því að Carl Francke hefði tjáð sig fúsan að ganga að því að greiða að hálfu upphæö þá, sem Ratke gas- stöðvarstjóri hafði haft af stöðinni, og sem Francke haföi fært bænum til skuldar, ef bærinn greiddi hinn helminginn. Gasnefnd lagði til að að þessu yrði gengið, því ekki væri alveg víst að gerðardómur félli bænum í vil, en kostnaður yrði þó altjend töluverður við slíkan gerðar- dóm. — Bæjarstjórn samþykti til- löguna. Ko'anefndin sem kosin var í maímánuði tíl að gera tillögur um kolakaup fyrir bæ- inn, lagði fram tillögu í þá átt, að bœjarstjórn ákveði að leita tilboóa um kaup á 2000 smálestum af kolum, er síðan yróu seld bœjarbá- um eftir reglum, sem síóar yrðu ákveðnar. Borgarstjóri skýrði frá því, að það vekti fyrir nefndinni, að kol þessi yrðu seld bæjarbúum meö einhverju tapi. Kol væru nú svo dýr, að fátækt fólk ætti erfitt með að kaupa þau, en of mikill sparn- aöur á kolum gæti orðið hætluleg- ur heilsu manna. Málið yrði að ræðast í sambandi viö fjárhagsá- ætlun næsta árs, eftir að tilboð væru fengin og væri því ekki unt að á- kveða reglur fyrir kolasölunni enn. 2000 smálestir myndu ekki nægja bænum í vetur. Auk þess sem bæj- armenn væru þegar búnir aö birgja sig upp meö, myndi ekki veita af 3—4 þús. smál., en 1000 smál. yrðu ef til viil feknar af sjáfarbotni úr sokknum skipum hér á höfninni. Þorv. Þorvaröarson á- lasaði netndinni allmikið fyrir sein- virkni og taldi líklegt að bærinn myndi bíða raikiö tjón af drætti þeirn, sem orðið hefði áj málinu, vegna þess hve kol hefðu hækkað í verði síðan nefndin var skipuð. — En nefndarmenn (Jör. Br. og borgarstj.) færðu nokkur rök fyrir því að það tjón mundi lítiö vera. Skip hefðu verið algerlega ófáanleg til flufninga, þangað til í ágústmán. en nú væru líkur til að hægt yröi að fá jafnvel ódýrari flutning en áður, og tíminn nú því ef til hent- ugasli tíminn til koiakaupa síðan í maí. Þyngd bakaríisbrauða. B e n. Sveinson bar fram till. um að skora á borgarstjóra að koma á framfæri við landsstjórnina frum- varpi til laga um ákveðna þyngd bakariisbrauða, Tillagau var sam- þykt. Frh. á 4. síðu. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. »Jæja, láttu mig hafa andvirði tveggja pípna, eins og þú lof- aðir«. Bleik vissi vel hvað ein pípa kostaði á svona stöðum og rétti Kínverjanum því að eins andvirði einnar pípu, og þegar hinn sá að hann mundi ekki fá meira úr þeírra viðskiftum, þá greip hann peningana og lagðist á eina dýn- una. Umsjónarmaðurinn spurðiBleik hvort hann vildi reykja og ját- aði hann því. Síðan fór hann út í horn, lagðist þar og Ieit í kringum sig meðan verið var að útbúa pípuna. Herbergið var nærri fult af Kínverjum. Sumir voru með ó- ráði og töluðu hátt við sjálfa sig, eitrið var farið að svífa á þá. — Þeir voru komnir inn í ópíum- draumalandið og höfðu auðsjá- anlega verið þar heilan sólarhring, Sumir voru komnir miðja vegu en aðrir voru að byrja á ferð- inni. Loftið í herberginu var þungt og þrungið af tóbaksreyk. í mörg ár hafði aidrei nokkur dagsgeisli komið í þetta herbergi. Hlerar voru negldir fyrir giuggana og þykk gluggatjöld voru að innan, svo að engin birta gat komist inn. Þegar umsjónarmaðurinn kom með pípuna lagðist Bieik náðu- lega niður og byrjaði að reykja. Hann vissi að honum var nauð- ugur einn kostur, að reykja, til þess að vekja engan grun, en hann varaðist að láta áhrifin fá vald yfir sér. Eftir því sem hann hafði kom- ist næst þá var Wu Ling í sama húsi og hann, og í þetta hús var hann kominn til þess að finna Wu Ling. En þótt dirfska Bleiks vaeri mikil og þótt hann gœti talað kínversku eins og innfæddur Kín- verji, þá varð honum það að litlu gagni. Kínverjinn sem sá hann ganga út úr gistihúsinu með Tin- ker grunaði hann um græsku. Þegar Bleik drakk vínið með Kínverjanum hafði þessi njósn- ari verið á gœgjum og veitt hon- um athygli. Þegar Bleik var far- inn fór þessi Kínverji til veitinga- mannsins og spurði hann um, hvort hann þekti manninn sem var nýgenginn út. Þegar hann heyrði að maðurinn væri þar með öllu ókunnugur og samkvæmt hans eigin órðum væri nýkom- inn frá London, þá var Kínverj- T I L MINNISi Baöhúfiið oplö v. d. 8-8, Id.kv. tll 11 Borgarst.skrlfit. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrlfst, Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufáav. kl. 12-3og5-7v.d Islandsbanki oplnn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.Buund.81/. siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timl kl, 1(1-1. Landsbankinn 10-3, Sankastjórn til við- tais 10-12 Landsbókasaín 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Heiga tlaga 10-12 og4-7 Náttúrugripaaafniö opið Þ/,-21/, siðd. Pðfithustð opið v. d. 9-7, snnnd. 9-1 Samábyrgöin 12-2 og 4-ö; Stjórnarráössknfstofurr.ar opn. 10-4 v. d. Vifiisstaðahæiið. Hdmsóknartínii 12-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd, fmd. 12-2 Ó k e y p I s 1 ae k n i n g háskólans KirkjuBtrætl 121 Alm, iækningar á þríðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálsiækningar á föstud, kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækiiingar i Lækjargötu 2 á mið- vikudi kl. 2—3, Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Siikitau, margar tegundir, Silki í kápur, Silki f »dragtir«, Silki í slifsi, Silkí í svuntur, Silkíkögur, Silkisjöl, Skúfasilki nýkomið \ S'^vfcúBvna í Bankastræti nr. 14. Perlugarn nr. 5 DMC •v nýkomið í Bankastrœtl 14. inn enn tortrggnari en áður. — Hann stóð við veitingaborðið í nokkrar mínútur og var í þung- um hugsunum. Svo sneri hann sér að veitingam. og sagði: »Er Hans Hátign heima?« Veitingamaðurinn horfði fast á hann nokkra stund áður en hann svaraði. »Þú, merarsonurinn, — hvers vegna talar þú um Hans Hátign?« »Eg hefi orð að flytja Hans Hátign. Farðu og spurðu hvort eg megi beygja mig frammi fyr- ir augliti hans«. Veitingamaðurinn hallaði sér áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.