Vísir - 09.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 09.09.1916, Blaðsíða 3
V ISIR »Ef þú kemur til að eyða tfma hans með þarflausu hjali þá mun hann verða hvasseygður og þú munt falla eins og strá fyrir vindi, fyrir augnaráði hans«, »Eg leita ekki Hans Hátignar án þess að hafa gilda ástæðu til. Farðu og segðu honum frá mér«. Frh. G-uðmundur Eamban. hafði framsögn íWinnip.áíslendinga- dnginn (2. ágúst) eins og tii var stofnað, og láta vestanbtöðin mjög vel yfir og segja framsögninni í löngum greinum. í Lögbergi er þó sagt frá því, að kona ein hati látiö illa af framsögninni: «0, mér líkaði það afleitlega«, sagði hún. »Stundum hafði hann svo hált.stund- um svo lágt, stundum lá svo vel á honum og stundum var hann aðskæla, hann lét alveg eins og fífl. Það hlýtur að vera ósköp mislyndur maður þessi Kamban!* Ræðu hélt Kamban líka á ís- lendingadaginn og er hún birt í Lögbergi. Kristjana Markúsdóttir hefir fengið nýtísku vetrarkven- hatta, hattasktaut og hattaefni. Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916; Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 62 ---------------- Frh. — Fimtíu? Kvikasilfrið í mæl- irnum hefir verið frosið í marga klukkutíma og síðan hefir frostið hert mikið. Fimtíu, endurtók hann fyrirlitlega. Eg þori að veðja nýju vettlingunum mínum móti gömlu skónum yðar um að frostið er ekki undir sjötíu stigum. — Haldið þér það ? — Eigum við að veðja? Corliss játti því. — Hvort meinið pét Celsíus eða Fahrenheit ? spurði Bishop, sem alt í einu fór að verða tortrygginn. — Ó, ef yður langar endilega svo mikið til að eignast gömlu skóna mína, sagði Gorliss gletnis- lega, þá getiö þér gjarnan fengið þá án veðmáls. Bishop fnæsti hryssingslega og fleygði sér upp f fletið gagnvart Corliss. Reiflli. Anflerson, Bankastræti 9. Begnkápur (karlmanna) Harðir og linir HATTAR, enskar HÚFUR og FATAEFNI, sterkt og gott í hversdagsföt og blátt CHEVIOT er lang ódýrast hjá REINH. ANDERSON, Pantanir afgreiddar á 1-2 dögum. DRENGUR óskast nú þegar til að bera Vísi út um bæinn. CAILLE PEBFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—21/* hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolfu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig íjósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: Det kgl. oetr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- aiskonar. Skrifstoíutími8-12 og 2-8. Austurstræíi 1. N. B. Nielsen. Hið öfluga og velþekta brunabótafél. MT WOLGA (Stofnað 1871) tekur afi sér alskonar brunatrygglngar Aðalumboðsmaður fyrir ísland Halldór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) O. Ellingsen. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar A^V. Tulinius, Miðstraeti 6 — Talsími|254 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaSur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Bogl Brynjólfsson yflrréttarmólaflutningsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Skrifstofutími frákl. 12—1 og 4—6 e.m. — Talsími 250 — ^^LÖGMENN^J Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaQur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 J&ez-V a3 au$t^sa \ \ s V. —- Þér haldið víst að þér séuð fjarskalega findinn, eða hvað? Þegar Corliss svaraði engu snéri Bishop sér til veggjar og einblíndi upp í ræfrið. En ekki undi hann sér við það nema nokkur augna- blik. — Eignm við ekki að fá okkur slag áður en við förum að sofa, sagði hann við Corliss. — Vertu ekki aö gera þér ó- næði mín vegna, sagði Corliss um leið og hann teygði úr sér og flutti steiuolíulampann frá hillunni og á borðið. En ætli það sé nú nóg á Iampanum? Bishop leit á lampann ogsagði: — Eg gleymdi víst að láta á hann, og nú er það oröið um seinan Eg skal muna eftir því á morgun. Það endist á meðan við spilum eitt spil. Corliss tók spilin og stokkaði þau, en hætti svo við alt í einu, — Viö eigum langa ferð fyrir höndum, Bishop, hér um bil að mánuði liðnum — í miðjum marz, að eg held — upp eftir Stewart- ánni til McQuestion, uppeftir Mc- Question og aftur til baka niður að Mayo, svo landveg til Mazy May og svo er Henderson Creek tak- markið og endastöðiu. — — En Indian-áin ? — Nei, sagöi Corliss, um ieið og hann fór að gefa spilin, nei svo til baka ti! Dawson áður en hlánar. Augu gullnemans tindruðu. — Þá komum við til með að færa okkur, — já, þetta verður fyrirtaks ferðalag. — Eg hefi fengið fréttir frá Parker við Mayo og Therson við Henderson Creek. Þeir eru rólegir þar, og viiaskuld er ekki hægt að segja neitt ákveðið, en------- , Bishop skildi hvað hann fór, en í þessu heyröu þeir mannamál úti fyrir og var því næst barið harka- lega að dyrum. — Kom inn! öskraði Bishop, og veriö ekki meö þennan hávaða. Corliss stökk á fætur og ■Bishop leit við. Þrjár klunnaiegar persón- ur — tveir kvenmenn og einn kari- maður — gengu inn í kofann. Ljósbirtan skar þeim í augu og þau staönæmdust við dyrnar. — f herrans nafni og fjörutíu, Corliss, hrópaði Bishop og þreif í hönd karlmannsins og dró hann nær. Corliss ! Munið þér ekki eftir Cornell ? honum Jake Cornell frá 3772 í Eldorado. — Því skyldi eg hafa gleymt honum, sagði Corliss og tók í hönd hans. Það var ljóta veðriö í fyrra- haust þegar þér hýstuð okkur. Veðriö var álika slæmt og elgs- dýrakjötið var gott sem við feng- um hjá yður í morgunmat. Jake Cornell, sem var slrýhærð- ur og grindhoraður útlits játti þessu öllu og dró um leið upp hjá sér bumbumikla brennivínsflöskn, sem hann setti á borðið. Því næst hummaði hann við og góndi í allar áttir. Hann kom þá auga á ofninn, gekk að honum og lyfti upp lokinu, spýtti út úr sér munnfylli af tóbaksiög. Svo snéri hann sér við og stað næmdist beint fyrir framan Coriiss. — Já, eg man daginn þann, tautaði hann og klakadröngiainir- í skegginu á honum glömruðu þegar hann fór að tala. Og mér þykir skolli vænt um að hittaykk- ur, — já, það þykir mér. Hann bandaði með höfðinu til kvenmannanna, að þær skyldu koma nær. _ =» »Blanche, góða stúlkan mín, — herra Corliss — hm — þaö — hm. Mér er ánægja að kynna ykk- ur hvort öðru. Caribou Blanche, herra Corliss, Caribou Blanche. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.