Vísir - 15.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 15.09.1916, Blaðsíða 3
VISIR Húsnæðisskrifstoía tojarstjórnarmnar var opnuð fimtudaginn 14. september og veitir Sigurður Björnsson kaupmaður henni forstöðu. Skrifstofan verður fyrst um sinn í bæjarþingstofunni og opin kl. 3-6 sd. á virkum dögum Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. sept. 1916. K. Zimsen. ósltav a5 Já % stúltiuY Ul ársovslav yáU tiaup \ óo3v\ Nánari upplýsingar gefur Jón Ólafsson, Miðstræti 8, Reykjavík. Hiö öfluga ojg alþekta brunabótafélag 0gr wolga im (Stofnað 1871) tekur aö sér alskonar brunatryggingar Aðalumboðsmaður fyrir fsland Halldór Eiríksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími;254 Det kgl. octr* Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar, Skrifstofutírai8-12 og 2-8. AusturstrætS 1. N. B. Nielsen. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916 Bogl Brynlólfsson yflrréttarmélaflutningsmaöur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppij. Skrifstofutimi frákl. 12—log4— 6e.m - Talsími 250 — Qddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaöur Laulásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og4-5 Simi 26 Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 68 --------------- Frh. — Bishop! Eruö þér vakandi? kallaði nú Corliss. Bishop umlaði við. — Það var þrælslega gert — að reka þau út í fönnina. Eg húð- skammasi mín fyrir það. — Auðvitað, svaraði Bishop. Svo varð löng þögn. Bishop barði öskuna úr pípunni sinni og rétti úr sér. — Eruð þér sofnaöur? sagði hann við Corliss. Hann fékk ekkert svar og stóð SVO upp og hagræddi brekánunum ofan á verkfræðingnum. 20. kapítuli. Þeir sátu saman í kofanum hans Corliss, hann og Trethaway. Corliss sat geispandi. Hann hafði verið úti á sleðaferð um daginn og langaöi nú til að leggja sig og hvílast. — Já, sagði Trethaway. Hér er eg að flækjast, farinn að eldast, hraustur og heilbrigður, aðnjótandi viröingar meöbræðra minna, og eigandi aö svo miklu fé að eg þarf ekki framar að leggja neitt á mig. , Og samt sem áöur held eg áfram að dragnast um hér, þreyttur og sárleiður, og vinn með þeim ákafa sem væri fullsæmandi hverjum manni í fullu fjöri. Og livert er svo tak- markiö ? Og er ekki þessi hali ver- aldarinnar, sem nefndur er Alaska, einhver sísti bletturinn á allri jörð- inni, að því er öll lífsþægindi snertir ? — En það eru þessir heilbrigðu lífernishættir hér, sem halda yöur föstum, sagði Corliss. Trethaway ypti öxlum. Og eftir nokkra þögn lét hann svo uppi leyndarmálið, sem honum lá á hjarta. — Eg ætla að kvongast, — hneyksla allan söfnuðinn hér með því. AUir söfnuðir kunna því vel að eitthvert hneyksli komi fyrir. — Og það er ekki nema ein einasta kona, sem eg get hugsað mér að þér hafið augastað á — — Og þaö er sú, sem þér haid- ið, — þér eigið kollgátuna. Þaö er Lucile. — Auövitað. En þaö er svei mór ekki vöflulaust sem þér kann- ist við þaö. « * • * * • * • • Ef f nauðir rekur má fyrirliöi í lögregluliðinu í noröurhluta Ame- rfku sem embættismaður landsstjórn- arinnar, gefa saman hjén, auk þess sem sú skylda hvflir á hans herð- um að halda uppi lögum og reglu í landinu. Af þessum ástæðum var það að Trethaway heimsótti nú Alexander lögreglufyrirliða og urðu þeir ásáttir um aö hjónavígslan skyldi fara fram næsta dag, fyrri hluta dags. Svo Iagði brúðguminn af stað tii þess að hitta Fronu, Hann tók það undir eins fram að það væri ekki Lucile sem sendi hann til hennar, en það stæði nú svo á að Lucile þekti engan kvenmann þar á staðnum, eu hann vissi vel sjálfur hverjum hún myndi vilja bjóða í brúðkaupið. Þess vegna sagðist hann nú, upp á sína ábyrgð, og af því hann vissi að Lucile myndi verða það til ánægju, hafa komið til þess að biðja Fronu að vera viðstadda. Fréttin kom Fronu svo á óvart, að henni varð orðfall. Fyrir skömmu síðan hafði Lucile sjálf beðið hana að taka ekki Vincent frá sér. Og nú ætlaði hún að giftast Trethaway hersir! Hér hlaut eitthvað að vera bog- ið, frá einhverri hlið. Þetta, og fleira þvílíkt flaug henni í hug á augabragði, en hún vissi aö hún þurfti að gefa hersinum ákveðið svar samsfundis. Hún játaði því boðinu. Það var samt einhver drungi og hula yfir þeim öllum fjórum, senj mættu þarna í skrifstofu Alexanders daginn eftir. Það lá við sjálft að Lucile gæti ekki stilt sig um að gráta, og Frona gat ekki, hvað fegin sem hún vildi, bælt niöur kalann sem ósjálfrátt var milligerö miili þeirra. ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.