Vísir - 16.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 16.09.1916, Blaðsíða 3
VISIR N ýko miðí Regnkápur — Vetrarfrakkar — Sokkar Nærfainaður — Skyrtur Ódýrtl Fallegt! Vandaö! að versla i jfatabúðinni í Jafnarstrœti 18. liími 2 6 9. Atvinna. Við niðursuðu geta kvenfólk og unglingar fengið atvinnu frá 20. september til ársloka. Menn snúi sér á Hverfisgötu 46 eða í Niðursuðuverksmiðjuna Norðurstíg 4. REGNKÁP PR fyrir konur og karla. Stórt úrval nýkomið í Verzl. M. Einarssonar Laugaveg 44. Til sölu 2 íbúðar og verslunarhús við Laugaveg, ennfremur íbúðarhús við Pingholtsstræti. Við stóra verslun á Norðurlandi geíur ungur ókvæntur versíunarmaður, sem er fær um að stjórna versluninni í fjarveru kaupmannsins, fengið atvinnu! Gott kaup í boðL Umsóknir, auðk. »VERSLUN«, sendist Vísi fyrir næstu helgi. CVATRYGGINGAR | mm mmmm Hið öfiuga og alþekta brunabótaféiag wolga (Stofnaö 1871) tekur að sér alskonar brunatryggingar Aöalumboösmaður fyrir ísland Halldór Eiríksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatrygglngar, sæ- og stríðsvátrygglngar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 Talsími-254 Det kgl. oetr, Brandassuranee Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-!2 og 2-8 Austurstræti 1. N. B. Nietsen. aS \ T)\ \ S \. Prentsmiftja Þ. Þ. Clementz. 1916 Hinir margeftirspuröu hjólhestar eru nú aftur komnir til Jóhs. Norðfjörðs, í Bankastræti 12. LÖGMENN Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Oddur Gfsiason yflrréttarmélaflutnlngsmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 ____________5imi 26__________ Bogi Brynjóifsson yflrréttarmélaflutnlngsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppij. Skrifstofutimi frá kl. 12— 1 og 4—6em — Talsími 250 — *}Caup\S AD\svx, Dóttir snælandsins, Eftir Jack London. 69 ----- Frh. Þetta haföi nú áhrif á Córliss, sem stóö hjá, kaldur og teinréttur, Hann leit hvorki til hægri né vinstri. Hersirinn var að útliti til eins og hann væri orðinn tuttugu árum yngri, og Fronu fanst nú, þegar hún gaetti betur aö, að þaö væri ekki svo ójafnt komið á með þeim brúðhjónunum. Henni varð ósjálfrátt á aö fara að bera þá saman, Corliss og hersirinn. Og hún komst að þeirri niðurstöðu, aö þó hersirinn sýnd- ist tuttugu árum yngri nú, þá stæöi Corliss honum ekki að neinu leyti að baki. Síðan þau sáust seinast hafði hann rakað af sér yfirskeggið, og útlit hans var bæði hraustlegt og unglegt, og að öllu leyti hinn karlmannlegasti var hann að sjá. Hin stutta embættisþjónusta var nú á enda. Frona kysti Lucile, en hersirinn greip tækifærið til þess að tala í einrúmi við Fronu á rneðan Alexander og Corliss voru að óska hinni nýgiftu frú til ham- ingju. — Hvað gengur að yður, Frona? sagði hann undir eins, hispurslaust. Mér þykir það leitt, ekki samtyðar vegna, því þér eigið það ekki skil- ið, heldur vegna Lucile, að þér ekki breytið sanngjarnlega gagn- vart henni. — Það hefir verið titfinnanlegur skortur á ráðvandlegri aöferð í öllu þessu máli, sagði Frona, og skalf röddin lítið eitt. Eg hefi gert mitt bezta, — en eg held að eg myndi geta gert betur, en eg get ekki gert mér upp tilfinningar, sem eg hefi ekki til að bera. Mér þykir þaö slæmt, en eg — nei, þetta voru mér sönn vonbrigði. Nei, eg get ekki útskýrt það frekar, að minsta kosti ekki fyrir yður, — Við skulum nú vera hrein- skilin, Frona. Það er Vincent, sem þér eruð að hugsa um. Hún hneigði höfuðið. — Og eg get sagt yður, alveg nákvæmlega, hvaö það er, sem þér eruð að hugsa. í fyrsta lagi er það nú ekki lengra síðan en í vikunni sem leið að Lucile barm- aði sér viö yður út af Vincent. í ööru lagi, og sem bein afleiö- ing af hinu fyrra, hugsið þér að hjarta hennar og þetta hjónaband séu ekki í samræmi hvort við ann- aö, og að hún ekki kæri sig vit- und um mig, — í stuttu máli að hún giftist mér til þess að bæta aðstöðu sína í mannfélaginu og njóta góðs af því, Er það ekki rétt? — Já, en — er þetta þá ekki nóg? Ó, þetta eru mér sorgleg vonbrigöi, herra Trethaway, bæði hvað hana snertir og yöur og sjálfa mig. — Verið þér nú ekki með nein heimskulæti, Frona. Mér þykir alt of vænt um yður til þess að mér ekki falli illa að sjá yður haga yður bjánalega. Þetta hefir gengið lítið eitt of fljótt fyrir sig. Það er alt og sumt. Þér hafið ekki fylgst með. En heyrið þér nú! Við höfum haldið því leyndu, hingað til, aö hún er ein af þeim útvöldu sem á námalóð á French-hæðinni, og þessi lóö lítur út fyrir að verða auðugust allra lóðanna þar af gulli, — eftir Iauslegri áætlun er hún að minsta kosti hálfrar miljón- ar virði. Og sú lóð er hennar eign, og óskert aö öllu leyti. Gæti hún nú ekki tekið þessa peninga og fariö eitthvað þangað þar sem henni veitir auðvelt að njóta sín? Þér megið gjarnan ímynda yður að eg hafi gifzt henni vegna peninganna. En, Frona! Eg get trúaö yður fyrtr því að henni þykir vænt um mig, og að hún er alt of góö handa mér. En eg vona að ókomni tím- inn slétti yfir alt þetta. En þaö er nú þaö sama — við höfum ekki tíma til að tala um það núna. Yður sýnist að þessi ást hafi vaknaö nokkuð skjótt. Er ekki svo? En eg get sagt yöur að hún hefir farið smávaxaudi síðan eg kom hingaö til lands, og þar sem við erum nú að gera gerum viö með opnum angum. Og Vincent! Já, svei! Eg hefi nú altaf vitaö um það. Henni fanst nú að hann allur saman væri ekki eins mikils viröi og litli fing- urinn yðar, og svo reyndi hún að eyðileggja fyrirætlanir hans. Þér munuð aldrei fá að vita hveinig hún lék með hann. Eg sagði henni að hún þekti ekki Jakob Welse og hans fólk. Og hún játaði síöaraö það væri satt. Já. Þetta er nú alt sem eg hefi að segja. Og þér getið nú gert hvort sem þér viljið, trúað þessu, eða látið vera að trúa því. — En hvað er þá yðar álit á Vineent?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.