Vísir - 19.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 19.09.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Nú átti hann ekki að komast undan. Höndur hans voru marg- vafðar með traustum strengjum og fœtur hans voru heftir með stálspennum. Wu Ling stóð upp og ávarp- aði samkomuna: »Hér er maðurinn komínn. — Horfið á hann, þér sem ekki hafið séð hann áður. — Hér stendur maðurinn sem barist hefir með oddi og egg gegn félagi voru og hefir hvað eftir annað gert ráðagerðir vorar að engu. Framh. Uppboð. Fimíudaginn 21. sept. kl. 4 verður selt á iúninu fyrir sunn- an »ísbjörninn«, hestar, vagnar, sleðar, reiðiýg', byssur, húsgögn, eldhúsgögn, girðingavír, staurar o. fl. Petersen frá Viðey, Iðnskólanum. Hús til sölu í austurbænum með g 6 ð u m kjörum. Uppl. á Njálsgötu 22. \ \ s \. Húsnæðisskritstofa bæjarstjórnarinnar. Opin kl. 3--6 síðdegis á virkum dögum í bæjarþmgstofunni. Óskað er eftir að allir húsaeigendur og húsaráðendur bœjarins, er enn hafa óleigðar íbúðir, stærri eða smærri, gefi sig fram við skrifstofuna sem allra fyrst. Skrifstofan tekur einnig á móti upplýsingum um geymsluhús, kjallara eða húsloft sem innrétta mætti til í búðar. L.OGMENN _____I s.x Pétur Magnússon, yflrdómsIögmaOur, Hverfísgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . öddur Gfsiason yflrróttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogl Brynjéffsson yflrréttarmálaflutningsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppi]. Skriistofutimi frákl. 12—1 og 4—6e.m — Talsími 250 — VATHYGGINGAR Hið öfluga og alþekta brunabótafélag Vandaðar vörur Odýrar vörur VEFN 4ÐARVARA, aSlsk. Nærfatnaður, karla og kvenna. Fatatau Regnkápur Regnhlífar Gólfteppi YerzL Björn Krstjánsson Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916 WOLGA tö* (Stofnað 1871) tekur aO sér alskonar brunatrygglngar Aöalumboðsmaður fyrir fsland Halldór Eiríksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatryggingar, sse- og stríðsvátryggingar A. V, Tulinius, Miðstræti 6 Talsími 254 Det kgf. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- elskonar. Skrifstofntíaii8-12 og 2-8. Auðtursíræfí i. N. B. Nieisen. Dóttir snælandsins, Eítir Jack London. 71 ---- Frh. Og þessir menn áttu konur, sem smátt og smátt fóru svo aö slást í förina. Og mynduðust þannig tveir flokkar, meö tilliti til hersis-hjón- anna. Annar sem fylgdi Jakob og hinn, sem hélt sig að frú Scho- ville. — Og heimili hersising hafði líka annaö og betra að bjóöa en dauft tevatn og veigalítið mas. Á þetta heimili komu verkfræð- ingar, fréltaritarar og ýmsir »fínir Umrenningar*, auk gullkonganna, sem auðvitað létu mest á sér bera. Og smátt og smátt varð heimili hersisins sá staður, þar sem þeir, er mest áttu undir sér, hittust og réðu ráðum sínum um ýmsa hluti, og óx heimilið því brátt í áliti. En svo fór, eftir því sem tímar liöu, aö margir af áhangendum frú Schoville sáu að það borgaði sig betur að öllu leyti að yfirgefa hana og sameina sig hinum flokknum. Alexander var æðsti embættismað- urinn á staðnum, og til þess varð að taka tillit, og Jakob og »verzl- unarfélagiðc voru eitt og það sama, og þaö var sannreynd manna þarna að það væri ekki viturlegt að hafa »verzlunarfélagið á móti sér. Afleiðingin af öllu þessu varð sú, að ekki leiö langur tími þang- aö til ekki voru eftir nema eitthvað fimm eða sex af hópnum hjá frú Schoville, og voru þeir álitnir af hinum fáráðir og fráviltir sauðir. 21. k a p í t u 1 i. Með vorinu fór fólk að flytja sig í stórhópum frá Dawson. Sumir fóru vegna þess að þeir voru orðn- ir stórríkir, aðiir af þvf þeir höfðu ekki orðið það, en þeir hinirsömu keyptu alla þá hunda, sem þeir gátu fengiö og óku á hundasleð- um til Dyea, eftir hinum veiku vor- ísum. Við þetta tækifæri kom það í Ijós, að Davíð Harney átti flesta hundana. — Ætlið þér líka að leggja af staö? spuröi Jakob hann einhvern daginn, þegar þeir hittust. — Nei, víst ekki, svaraöi Davíð. Eg græði þrjá dollara á hverju pari af skónum, sem eg keypti upp í vetur, að eg nú ekki tali um hvaö eg græði á stígvélunum. Jak- ob, heyrið þér nú! Eg segi það ekki af því að eg sé yður reiður, en fjandalega komuð þér fram við mig í vetur, hvað sykurviöskiftin snerti. Er það ekki satt? Jakob brosti. — En eg hefi samt náð mér niðri. 'Já, hamingjan veit að eg hefi gert það. En hafið þér til meira af gúmmí-stígvélum? — Nei, þau gengu öll upp í vetur, snemma. Davíö glotti. — Já, það var eg, sem galdraði þau í burtu frá yður, sagði hann. — Það er ómðgulegt. Eg hafði gefið mönnum mfnum sérstakar fyrirskipanir. Það mátti ekki selja þau í stórkaupum. — Það var heldur ekki gert, Hver maður fékk eitt par, og hvert par einn mann, en það var gull- duftið mitt, sem þeir borguðu með, og ekki annara. -- Hvort eg vilji í staupinu? Já, eg er tit í það. Stingiö þér þessum posa einhvers staðar afsíöis. Þér getið kallað það uppbót á verzlunina — eg hefi ráð á að gefa uppbót. — Hvort eg ætli í burtu? Nei, það verður víst ekkert úr því í ár. Nú fer bráðum að hiána. í miðjum apríl fanst gulf við Hendersonána. Og þar sem leitút fyrir að gull væri þar í jörðu í ríkum mæli, þá lét Vincent leiðast til að fara upp að Stewartá. Litlu siðar fór Jakob, sem átti ýmsar eignir, bæðr koparnámur og fieira þar um slóðir, ásamt Fronu af stað til þessara héraða. Corliss og Bishop, sem nú höfðu verið á feröalagi í meira en mán- uð voru nú komnir tíl Henderson- árinnar þar sem fjöldi námalóða beið uppmælingar. Héldu þeir þar til hjá Pherson, sem hafði þar allgóðan bústað. Nokkrum dögum síðar kom Jakob og Frona þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.