Vísir - 20.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISI R A f g r e i ö 8 I a blaðsius fi Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á Uverj- um degl, Inngangur frá Vaiiaratræti. Skrifstofa á sama stað, Inng. frá Aðalstr. — Riístjórinn til viðtsda ?rs kl. 3-4. Sími 400.— P. O. 3c>» 3S7. Gaivaniseraðar vörur; Þvottapottar Balar Yatnsfötur Brúsar ódýrast í Járnvörudeild Jes Zimsens Kolaverðið. —o— Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, þá hefir bæjarstjórnin nú ákveðiðaö kaupa koi, 1600—2000 smálestir. Hefir það rætst sem spáð var, aö bærinn rayndi ekki bíða tjón af biöinni, því bæði kol og skipaleiga eru að falla í verði. Fyrir 10—14 dögum síðan, var ekki hægt að fá kol hingað komin fyrir minna verð en 105 shillings smál., en nú er verðið 79 shiliings; fyrir það verð fær bæjarstjórnin kolin nú, fyrir milligöngu þeirra Ólafs Johnssonar & Kaabers. Hugsanlegt er að bæjarstjórnin I hefði getað komist að enn betri kaupum, ef hún heföi beðið. En ekki er þó hægt að segja, aö ráð- legt hafi verið að bíða lengur, því hugsaniegt er að verðið hækki aftur. Þaö er eiginlega alveg óskiljan- legt, hversvegna verðið lækkar nú, einrnitt undir veturinn. Eðlilegra virtist að hvorttveggja hækkaði, bæði kolaveröið og skipaíeigan, og svo hefir það verið í venjulegu árferði. — Það eru getur manna, að það muni valda nokkru um, aö tekin hafa verið til notkunar skip þau, sem Þjóðverjar hafa áít að- geröalaus í höfnum í Portúgal, síð- an ófriðurinn hófst. Var skýrt frá því nýlega hér í blaöinu, aö Bret- ar hefðu tekið skip þessi á Ieigu af Portúgalsmönnun.. Tjónið á Sigiufirði —o — Mismunandi eru sagnirnar um það, hve mikið tjóniö sé, sem orð- iö hafi af sjóganginum á Siglufiröi í fyrradag. Segja sumir að það nemi 100—200 þúsundum króna, en aörir alt að hálfri miljón. Mest tjón er sagt að þeir Gustav Evanger og Sören Goos hafi beðið; að sögn á annað hund.að þúsunda hvor. Evanger hefir mist 1500 tn. af síld, en Goos 800, og verður það samtals um 100 þús. kr. En ekki virðist ólíklegt að eitthvað af þeirri síld náist aftur. — Næst tjóni þessara tveggja manna, er talið að ganga muni tjón þeirra Ásgelrs Péturssonar, útgerðarmanns á Akur- eyri og Péturs J. Thorsteinssonar, á síldveiðarstöövum þeirra á Siglu- firði, en enga ágízkun hefir Vísir heyrt um það enn. Skemdir urðu víðar af sjógangi þennan dag inn með Eyjafirði. Er t. d. sagt, að fjórar bryggjur hafi brotnaö í Hrísey. Um skipatjón j StvaubottaY S^aupötvuur í miklu úrvafi í j Járnvörudeild Jes Zimsens. Kommóða og Etagier óskast tii kaups. ÞÚSUND ÁRA MINNINGAR- SPJALD ÍSLANDS ( B. Gröndal), og GÖMUL FIÐLA til sölu. — Uppl. á Óðinsg. 1, kl, 5—6Va til 21. þ. m. hefir ekkert frétst, en búist við að það muni vera eitthvað á mótor- bátum út með firðinum. Það er ætlun manna, að allir botnvörpungarnir héðan, sem eru enn ófarnir að norðan, hafi legið á Siglufirði þennan dag. En þess er ekki getið, að þeim hafi í neinu hiekst á. ^oUtvdets mototar. Hversvegna er þessi mótortegund víðsvegar um heim þ. á m. einnig í Ameríku, álitin standa öllum öðrum frarnar? Vegna þess að verksmiðja sú er smíðar þessa mótora hefir 20 ára reynslu í mótorsmíði og framleiðir einungis fyrsta flokks vélar. Hefir ein- göngu þaulvana verkamenn. Verksmiðjan býr til allskonar mótora fyrir báta og affstöövar og hverja aðra notkun sem er. Ennfremur hráolíumótora og flytjanlega mótora með 3 til 320 hestöflum. Bolinder’s mótorar eru ódýrasts, einfaldasta og ábyggilegasta atlsuppspretta sem til er. Verksmiöjan framleiöir einnig mótorspil og mótordælur. Bolinder’s verksmiðjurnar í Sfockholm og Kaliháll, eru sfærstu verksmiðjurnar á Norðurlöndum í sinni röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólfflötur þeirrar deiidar, er eingöngu framieiðir bátamótora 100.000 Q fet. Árieg framleiðsla 60.000 hestöfl. Yfir 10.000 Bolinder’s mólorar meö samlals 350.000 heslöflum eiu nú notaðir um allan heim, í ýmsum iöndum, allsstaðar með góöum árangri, Yfir 3000 fiskiskip nota nú Bolinder’s mótora. Stærsti skipsmótor smíöaöur af Bolinder’s verksmiðjunni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyðir aö eins ca. 260 grömmum af hráolíu á kl stund pr. bestafl Með bverjum mótor fylgir nokkuð af varahlutum, og skýringar um uppsetningu og hirðingu. Fengu Grand Prix í Wien 1873 og sömu viðurkenningu í París 1900. Ennfremur liæðstu verðlaun, heiöurspening úr gulli á Alþjóöamótorsýningunni í Khöfn 1912. Bolinder’s mótorar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 Heiðurspeninga, og 106 Heiðurs- diplómur, sem munu vera fleiri viöurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðurlöndum í sömu grein hefir hlotið. Þau fagblöö sem um ailan heim eru í meslu áiiti mótorfræðinga meðal, hafa öil lokiö miklu lofsoröi á Bolinder’s vélar Til sýnis hér á staönura eru m. a. ummæli: The Motor Boat, The Motor World, The Shipping World, Shipping Gazette, The Yachts- man, The Engineer, The Marine Engineer & Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir Bolinders’s vélar í skip sín, hrósað þeim mjög. Einn eigandi Bolinder’s mótors skrifar verksmiðjunni: »Eg er harðánægður með vélina. Hefi iátið hana ganga 4 þúsund nrilur í misjöfnu veðri, án þess nokkru sinni að taka hana í sundur eða hreinsa hana.« Fjöldi annara meðmæla frá vel þektum útgerö- armönnum og félögum er noia Boíinder’s vélar, eru til sýnis. Þeir hér á landi sem þekkja Bolinder’s mótora eru sannfærðir um aö þaö séu beztu og hentugustu mótorar sem hingað hafa fluzt. BoHnder’s mótora er hægt að afgreiöa með mjög sfuttum fyrirvara, og fleslar tegundir alveg um hæi. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar upplýsingar viðvíkjandi mótorum þessum gefur G. Eiríkss, Beykjavík Einkasali á íslandi fyrir J. & C. G. Bolinder’sj Mekaniska Verkstads A/B Stockholm. Útibú og skrifstofur í New Yoik, London, Berlin, Wien, St. Petersburg, Kristjaníu, Helsiugfors, Kaupmannahöfn etc. etc.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.