Vísir - 15.11.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 15.11.1916, Blaðsíða 3
VI S J R ekki í hug að ætla áð hann hafi ekki vitað betur en hann hefir látið á bera! [Niðurl.] Frá Grikklandi. Bandamenn hafa nú um hríð haft her í Aþenuborg og heflr það vakið allmiklar æsingar meðal borgarbúa. — 1 fyrsta sinn sem franskt herfylki birtist á götum borgarinnar, varð uppþot á einni aðalgötunni þar sem það fór um (Stadium8træti) og múgurinn æfti að hermönnunum og hrópaði: „Niður með Fmkkland". Her- mennirnir réðust á þyrpinguna og tóku níu fanga. Héldu þeir síðan áfram göngu sinni. Af þessum níu föngum voru sex látnir lausir, en þrír settir í varðhald. Einn þeirra var dýra- Iæknir konungsins. Hann viður- kendi að hafa hrópað „niður með Frakkland". « Yfirleitt virðast Aþenubúar vera mjög fylgjandi konungi sínum. En Saloniki er athvarf bandamanna- vina og höíuðstaður þeirra. Lipton's the er hið besta i heimi. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G". EÍTÍkSS, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. Hálfa iniljón smálesta af hveiti heflr enska stjórnin ákveðið að kaupa í Ástra- Iíu, og á að verja til þess rúm- lega 70 milj. króna. Dóttir snælandsins. Effit Jack London. 104 , Frh. — Þú ert sannarleg hetja — jé, það eitu, Frona, tók hann aft" ur til niáls, mjög hrifinn. Og það var ekki nóg með að þú bjargaðir lífi þessa manns á isnum — þú bjargaðir líka lífi mínu með því að fá fyfirheyrslunni frestað. Ef að eins eitt einasta vitni í viðbót hefði verið yfirheyrt þann dag, þá hefði eg verið hengdur — hefði verið búið að hengja mig áðuren Gow kom til sögunnar. Pað er duglegnr drengur, þessi Gow! Það er reglulega slæmt að hann sknli vera komiun í andlátið. — Það gleður mig að eg gat orðið þér að liði, svaraði hún. — Og auðvitað er svo líka fylsta ástæða til að ðska mér til hamingju. — Mér finst engin ástæða til að oska til hamingju, hvað það snertir, sagði hún og horfði sem snöggvast' beint framan í hann. Birkistólar sterkir og vanðaðir, fást hjá Jön Halldórsson & Co. Notiö tækifæriö á meðan þaö gefst og kaupið sælgætið mesta: Smoked JHams I*icnic9s (Skinke) og Breakíast Smoked Bacon (reyktar svíns- siður) sem hvorttveggja er á förum. Versl. B. H. Bjsrnason. Maskínuolía, lagerolía og cylinderolia ávalt fyrirlipgiandi. Sími 214 Hið íslenska Steinolíuhlutafélag. Steinolíu geta menn pantað hjá Kaupfélagi verkamanna Laugaveg 7. „Frönsk sjöl", svo kölluð eru frá Indlandi, oít fluítust til Frakkland.s árið 1775. Á dögum Napoleoris mikla voru sjöl þessi einna mest tíðkuð. Voru þau svo dýr, að eingum þótti fært að eignast nema stðrauðugur væri. Kostuðu þau sjö þúsund krónur, hvert þeirra, og þar yfir. Allra fátækasti Jýðurinn á Indlandi býr sjöl þessi til; smápjötlur eru ofnai i ofurlitlum vefstólum, og fær hver vefari að launum 25 aura á dag; pjötJurnar eru síðan saumað- ar saman af svo mikilli snild, að samskeyti sjást hvcrgi; svo sein- iegur er vefnaður þessi, að einni fjölskyldu er ætlað, að vefa einn fjórða ár þuml. á dagy og^er eitt sjal £ekki ofið á skemri tíma en einu ári. Algengustu „frönsku sjölin" eru auðvitað ekki búin til á þenna hátt, þau eru véloínar eftirstæling- ar, en þó tíðum mjög dýr. Auðvitað gleður það mig að það fór sem fór, en þu getur ekki bú- ist við að eg geti óskað þér til hamingju. — Nú, sagði hann seinlaga, nú, það er þar sem skórinn kreppir. Hann brosti og bjóst tilaðsetjast niður hjá henni, en hún hliðraði ekki til fyrir -honum, svo hann settist ekki. — Auðvitað get eg útskýrt þetta alt saman. Ef um aðrar stulkur hefir verið að ræða — — Frona hafði setið kyr og hlust- að á hann, en þegar hann mælti þessi síðustu orð fór hún að hlæja. _ Stúlkur, sagði hún, stálkur! Vertu uú ekki að flónska þig með þessu, Gregory. __ Bftir því að dæma, tók bann nú til máls, hvernig þú tðkst mál- stað minn a meðan á yfirheyrsl- unni etóð, þá hefði mér ekki kom- ið annað til hugar en------- — Ó, þú skilur þetta ekki, sagði hún með vonleysishreim í röddinni. Þú skilur þetta ekki. Horfðu á mig, Grregory, og Iáttu mig reyna að koma þér í skiln- ing um þetta. Nærvera þín kvel- nr mig. Endurminningin um kossa þína er mér hin mesta skap- raun, og mér finst þeir brenna á vörum mér, og að varir minar séu sanrgaðar. Og hvers vegna? Það er ekki vegna þessara annara stúlkna, sem þú þykist geta látið hverr'a úr sögunni. En hvað þú misskilur Bkaplyndi mitt! En á eg að segja þér það? Þau heyrðu nú mannamál niður á ánni og heyrðu áráglam. Hún leit snögglega þangað og sá Del Bishop Btýra bát forstreymig, en Corliss gekk eftir árbakkauum og teymdi bátinn. — A eg að segja þér orsökina, Gregory St. Vincent, hélt hún áfram. A eg að segja þér hvers vegna kossar þínir kasta rýrð á mig? Það er af þvi að þú hefir notið gestavináttu mann^, og síð- an horft á þennan mann berjast fyrir lífi sínu við ofurefl, án þess að þú hrærðir legg eða lið. Eg vildi heldnr ðska að tilraun þín til að bjarga lífi hans hefði orðið þér að bana. Þá hefði minning þín verið mér dýrmæt! Já, eg vildi jafnvel heldur að þu sjálfur hefðir drepið hann. Það hefði þð að minsta kosti borið vott um að ærlegt blóð rynni í æðum þínúm. — Nú, nú! Það eru þá þessar og þvílíkar tilfinningar sem þú kallar ást, sagði hann og fðr að þykkna í honum. Ást, sem slokn- ar fyrir fyrsta vindblæ! En — hamingjan góða! Svo má lengi læra sem liflr! — Nógu lærður hélt eg nú að þíi væiir í þeim sökum, þu — með allar binar stúlkurnar! — En hvað hefir þu hugsað þér að taka til bragðs, spurði hann, án þess að gefa gaum &ð orðum hennar. Eg er ekki þannig gerður, að það sé hyggilegt að egna mig. Og óhegnt vísarðu mér ekki á bug! Eg ætla mér ekki að þola það, skal eg segja þér! Þú hefir dirfst að aðhafast ýmislegt það hér um slóðir, sem mundi eyðileggja mannorð þitt, ef það yrði lýðum ljðst. Eg hefi bæði augu og eyru, og þú skalt komast að raun um að það sé eng- inn hægðarleikur að réttlæta ým- islegt það, sem þú máske kallar ósaknæmt. Hún leit á bann og brosti svo kuldalega og háðslega, að hann misti alla stjórn á sjálfum sér. — Eg er lítilsvirtur maður nú og ailir líta tii min annað hvort með meðaumkun eða þá háðslega. En það segi eg þér, sð sú iítiis- virðing skal sneita þig líka. Nú, jæja! Kossarnir mínir eða endur- minningin um þá eru þér tilvan- virðu, segir þú. En hvernig leið þér þegar þú gistir í Happy Camp á Dyea-brautinni á leiðinni hingað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.