Vísir - 26.11.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 26.11.1916, Blaðsíða 3
VISIR Símnefni REYKJAVÍK Iielir f'yrirliggjaBdi Þnrkaðir ávextir Sveskjur, Rúsínur, Apricósur, Epli. Venns svertan Mjðlk i dósnm: BORDGN’S Evaporated milk, ósæt. Flagg mjðlk. Niðnrsoðnir ávextir Perur 2 teg. ,Apricósur 2 teg. Ferskjur 2 teg. Ananas, Jarðarber 2 teg. Epli, Plómur, Tomater, Baunir. NIÐURSOÐINN LAX. í Kössum, Skipskex, Mixed o. fl í dunkum, Dinner, Star o. !1. ávalt fyrirliggjandi. Orænsápa og Krystalsápa frá A.s. Noma. Rio Kaffi Tork Imperial EPLI. LljOS MJOG MARGAR TEG, Vasaljós & Lugtir. skilvindan ið. Voru um 400 á þeim fundi. — Bænarefni vikunnar voru tekin úr Efes. 6, 10—17 um hina andlegu baráttu ogalvæpni guðs. Þessi sami kafli var les- inn upp á hverju kveldi og svo fóru sambænir fram á eftir. í»að var mikil þátttaka í þessum samkomum og voru um 200 að meðaitali á hverri samkomu. Milli 10 og 20 báðu hátt á hverju kveldi. — Það sem beðið var um kvöld eftir kvöld má innifela í þessari yfxrskrift: Kraftur frá Jiœðum. Það var beðið um kraft frá hæðum yfir líf vort, hið kristilega líf, hið daglega líf og félagslífið. Það var beðið um kraft til þess að geta barist góðri baráttu, yfirunnið freist- ingar, sigrað hindranir og niður- brjótandi öfl. Það var beðið um kraft til þess að vort unga fólk gæti lifað í hreinleika, trúmensku við guð og menn, i karlmensku og styrkleika o. s. frv. Hið hreina og heilaga guðsorð biblí- unnar var lagt til grundvallar fyrir öllum sambænunum. Bænarvikan hefir æfinlega haft aukna blessun í för með sór og þess væntum vér enn að verða muni. Það er sem sáningartími er gefur góða uppskeru á sinum tima. Ekki er það svo að aðeins sé beðið í félögunum þessa einu viku, heldur eru fastir sambæna- flokkar, sem koma saman í kyr- þey á hverri viku til þess að biðja fyrir áhugamálum félags- ms. — Fr. Friðriksson. Gnla dýrið. [Pramh.] -----Það var áliðið kvöldsog flestir voru gengnir til hviln. Bleik var einn nppi á þilfari. Hann hallaðist yfir borðstokkinn og horfði út á sjóinn sem glitraði í tungl- skininu. Hann var að hugsa um alt sem komið hafði fyrir síðustu dagana. Honum fanst það alt hafa verið draumur. Var það ekki draumur? Gat það verið, að hann væri í þann veginn að fremja þá glópsku að kvongast? Einu sinni hélt hann að slíkt gæti ekki kom- ið fyrir, en h&nn þekti ekki kon- urnar nógu vel þá, Þær eru ekki allar þar sem þær ern Eéðar. Hann fann að komið var létt við ðxl sér. Hann sneri sér við. Yvonn stóð brosandi fyrir fjraman hann. E>að fór titringn? um hanu allan. ,Um hvað varstu að hugsa?" spurði hún. „Eg var að hugsa um þig“, svaraði hann um leið og hann greip hönd hennar og bar hana að vörnm sér. „Eg var að hngsa um þig. Eg bélt einu sinni að konurnar væru bara leikfang handa þeim, sem væru nógu barnalegir að hnfa gaman af því. En ef að þær eru allar eins og þú, þá beygi \ eg rnig í auðmýkt og skal kyssa ,! klæðafald þeÍTra alíra“. klæðafald þeirra“, sagði húubros- andi um leið og hún lagði hend- ur um háls honum. „Kystumig“. Hann Iagði handlegginn um mittið á henni og dró hana að sér þangað til varir þeirra mætt- ust, svo kysti hann hana löngum heitum kossi. E>á fann hann fyrst hve sælt er að kyssa fallegar konur. * * * Skömmn eftir að skipin Iétu í haf frá eynni, stóð Wu Ling á marmarapallinum hjá vatninu helga og ákallaði hinn mikla guð, Mó, til hefndar, til hefndar gegn hin- um hvltu óvinum, sem höfðu leik- ið hann sjálfan grátt og lagt hí- býli bans i rústir. Hann sór að hefna sin og ennþá var ekki öll nótt úti fyrir gnla dýrÍBu. [Endir]. Blöð Hearsts. Canedastjórnin hefir bannað inn- flutning á öllum hlöðum, sem gefin eru út af blaðakotiginum Hearst í New-Yorb. Eru háar sektir við lagðar ef brotið er á móti banni þessu. Grískimi skipum sökt. Nýiega hafa þýskir neðansjáfiir- bátar sökt tveiro grískum fiutn- ingaskipum, Angeliki og Kilki er voru i þjónnstu Venizelosar. Kilki var herflutningaskip og og fórust af því margir menD. Skipunum var báðum söbt skamt frá Piræus, og að þvi er virðist í Jandhelgi. — Gríska stjórnin Ueíir mótmælt þessu, en ósköruglegö, að því er sagt er í enskum blöð- um. 20000 dalir fyrir fæturnar. StúJka ein í Bandaríkjnnum hö?ð- aði nýlega skaðabótamál á móti járcbrautarfélagi nobbru fyrir þuð, að hún varð fyrir járnbrautarslysi og misti báða fæturna. Atvinna stúlkunnar var dankskensla, en fótalaus getur engin kení að dansa og krafðist stúlkan því 100 þús. dala skaðabóta. En dómar- inn dæmdi henni aðeins 20 þús- undir. Hús til sölu nú þegar eða 14. maí. Semja ber við Gísla Þorbjarnarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.