Vísir - 10.12.1916, Blaðsíða 5

Vísir - 10.12.1916, Blaðsíða 5
VISIK 5 KristíE Þorleifsflóttír hjúkmnarkona irá Bjarnarhöfn. F. 11/t 1878. D. á Iloebro-sjúkrahúsi á Jótlandi 10. júní 1915. Hinsta kveðja frá vinstúlku binnar lótnu. TJm snauða sjúkrasali sem sumarblær um dali þú leiðst með ljós og yl; til bvers, sem meina kendi þú komst sem guð þig sendi, — þú gafst þar alt sem áttir til. Hve viðkvæmt var þitt hjarta, og víðsýnt augað bjarta mér himneskt undur er. — En best má brjóstið finna i bládögg tára sinna, hve ástrík vina varstu mér. Hver geisli, er yl mér gefur, og guði nær mig liefur, á þig skal minna mig. — Eg fann um hjartað hlýju af himinljósi nýju i hvert eitt sinn, er sá eg þig. í ást við ættargrundu þig unga trygðir bundu, sem barn við móðurbrjóst. Sem blóm i hennar högum, var hjartað öllum dögum — með hennar mynd í hug þú dóst. Á.H. Steinolia. w Án hjálpar dansk-íslenska steinolíuíélagsins, seljum vér Á G Æ T A S TjjE I N 01 í D, hvort heldur sem er í Vi tn., eður í smærri skömtum, að mun ódýrari en sambærileg- ar tegundir annara. Versl. B. H. Bjarnason. f Fyrir kaupmenn: ESTMINST heimsfrægu Cigarettur ávalt fyrirlig'gjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísiand, Auglýsiagar, ER Kaupið Visi. sem eiga að birtast i VÍSI, verðnr að afhenda í siðasta- lagi^kl. 10 f. h. útkomudaginn Dömuklæðið 16 arþjóðunum hverjar skyldur stjórn ríkisins telji sig hafa, er leiði af hlutleysi hennar. Nauðsynleg er slík yíirlýsing eigi. 1. Skilgreint hugtak hlutleysis var lengi ópekt í alþjóðalögum. Þótt ýms- ar tilraunir væri gerðar til þess að á- kveða afstöðu hlutlausra þjóða í ófriði og tryggja þær, þá vindur því máli fyrst al- varlega áfram 1780, þegar gert var hið „vopnaða hlutleysi“. Englendingar sýndu allmikinn ylirgang á hafinu, þá er þeir áttu í ófriðinum við nýlendur sínar í Vestur- heimi. Þá sendi Katrín II Rússadrotning yfirlýsing til stjórnanna í Lundúnum, Ver- sölum og Madrid 28. febr. 1780. 3?ar var 4il skilið: a. „Að hlutlaus skip mætti fara í friði úr höfn til hafner og fram með ströndum ófriðarþjóðanna. b. Áð óvinaeign í hlutlausu skipi mætti eigi hertaka (skip ótækt, farmur ótækur). c. Áð herbannvörur væriaðeins: Vopn, skotfæri, brennisteinn, saltpétur og herbún- aður. d. Að hafnbann væri eigi, nema þar sem herskip lægi svo nærri bannlandinu til framkvæmdar, að bersýnleg bætta væri að sigla þangað. 17 i e. Að eftir þessu fari um réttmæti her- fangs. H Átta flotariki féllust á þessa yfirlýsing og gerðu með sér hið vopnaða hlutleysi: Kússland, Danmörk, Svíþjóð, ' Prússland, Austurríki, Portúgal og Sikiley. En er friöur var saminn (1783) féll þetta niður og sömu afdrif höfðu samtök Danmerkur, Svíþjóðar, Itússlands og Prússlands 1800. Friðurinn í París 1856 tók aftur upp mál- ið og viðurkendi rétt hlutlausra þjóða. Á friðarfundinum 1907 voru gerðar tvær sam- þyktir um réttmæti og skyldur hlutlausra þjóða, önnur í landhernaði hin í sjóhernaði. En mest er vert um Lundúnasamþyktina 1909. Þar voru gerð ákvæði um herbann- vöru og þar að lútandi efnijJ’var niðurstað- an góð, þótt ekki væri (málinu^ ráðið til fullra lykta. 2. Hlutleysi er ekkij^til d mismunandi stigum, en hvert riki hefir leyfi til að bjóða miVigöngu sína við friðarsamninga. 3. Ófriðarþjóðir mega engan fjandskap sýna hlutlausum þjóðum og engar hern- aðarframkvœmdir hafa á yfirráðasvceði þeirra. 4. Hlutlaus riki mega hvorugum veita og hvorugum tálma. Hlutleysi væri því 18 rofið, ef ríkið fengi öðrum hvorum lið, fé, vopn eða aðrar hernaðarnauðsynjar, selur þeim hersltip eða því um líkt. í orði má það láta í ljósi velvild eða óvild, en á borði má það hvorugum bjálpa, en verður að veita báðum það sem það veitir öðrum. Þessa skyldu hefir ríkið, en eltki hver einstakur ríkisþegn. Þó er oft vant að greina landamerki þar á milli, og ríkið verðurfstundum að bera ábyrgð á gjörðum þegnanna. Því er heppilegt að ákveða í ríkislöggjöfinni hverjar hlutleysisskyldur hvíli á þegnunum, svo sem England gerði (Foreign Enlistment Act 9/8 1870) og Norð- urlönd (yfirlýsing 30/4 1904). II. Skyldur og réttindi hlutlausra þjóða í landhernaði þarf eigi að nefna, því að það skiftir eigi máli fyrir oss Islendinga. En í sjóhernadi eru þetta helstu setn- ingarnar. a. Ófriðarþjóð má engan hernað fremja í landhelgi hlutlausrar þjóðar. 3?ví er bannað að hertaka skip í land- helgi annarar þjóðar og bannað er að rann- saka skip þar. Sé skip eigi að síður tekið í landhelgi hlutlausrar þjóðar, þá má og á hlutlausa þjóðin að taka herfangið af vík- ingunum, ef það er í landhelgi, þegar verks-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.