Alþýðublaðið - 23.04.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1928, Blaðsíða 3
^í»-'*Mwr ****-&>» aíKB'ÝÐUBlíAÐIÐ l?1 -> n~’ rr B Bœtingsefni: Vanilju-, sítrónu-, möndlu- og súkkulaðibæting. Gerduft í bréfum méð íslenzkum texta. Dr. Oetkers vörur! rié hawiið. Purfi barnsmóðir á -styrk að haMa rimfrarii sjúkra- styrkánin, á hún kröfu til styrks úr bæjar «sjóði eða sveitar. f Karipmamnahöfn ákveður bæjar- stjórn styTk þenna, og er hann greiddur sjúkrasamlagi viðkorn- andi konu, sem endurgreiðir hann konunni, eða hún fær hann fyrir milligöngu Jíknarfélags; utan Kaupmannahafnar greiða hjálpar- sjóðirnir styrk þenna, en þá er hann endurgreiddur af viðk. bæ eða sveit. — Styrkur þessi telst ekkl til sveitartfyrks. Um fram þessar áður , töldu skyldur samlaganna, hafa þau heimild til að veita fólögum af frjálsum vilja hjálp eðá fullan styrk til að leita sér lækna (svo sem augnl., háls-, nef- og eyrna-, tannlæknis o. s. frv.), til hjúkr- unar 1 heimahúsum, alt að % m meðala, tii veru á heilsuhæl- um (til hressingar eftir sjúkleika), alt að 3 kr. á dag til Jeguá hælum fyrir gigtveika, til að afla sér tilbúinna lima, til kaupa á umbúðum o. s. frv. Samlögin noita mörg þessa heimild og hafa nánari ákvæði þar um í lögum sínum. — Félagar njóta fullra réttinda í samlögunum 6 vikum eftir upp- töku; verði samlagsmenn fyrir Alp'íSnprentsmitjaii,] Hverfisaotu 8, tekur að sér alls konar tœkifærisprent- I un, svo sem erflljóð, aðgðngumiða, bréf, | relknlnga, kvittanir o. s. frv., og af- ! grelðir vinnnna fijétt og vlð réttu verðl.J| slysi rétt eftir upptöku, njóta þeir þegar styrks. Konur öðlast rétt til sængurkonustyrks 10 mánuð- um eftir upptöku í samlagið. Félagar eiga rétt til dagpeninga 26 vikur á 12 mánuðum (örkumla- menn þó að eins 13 v.). Hafi fé- lagi notið sjúkrahjálpar í sam- fleytt 3 reikningsár samlagsins í 60 vikur, missir hann allan rétt til frekari hjálpar frá samlaginu; hefir þá meðlimur um tvent að velja, fara úr samlaginu eöa halda við rétti sínum með það fyrir augum, að sér kunni að batna, og greiðir hann þá iðgjöld sin áfram. — Ákvæði í fátækralög- unum (6. maí 1921) heimila slík- um mönnum styrk af opinberu fé (bæjarstjórn) til kostnaðar við nauðsynlegustu hjálp til sjálfs sín og fjölskyldu sinnar, sé hann eða verði þess styrks þurfandi 12 mánuðum eftir að sjúkrasamlagið hætti allri hjálp. Þorf. Kr. Erlend símskeytl. Kböfn, FB., 21. apríl. Ófriðurinn i Kína. Frá Shánghai er símað: Ræðis- menn Bretlands og Bandaríkjaima hafa ráðlágt útlendingum að flytja frá Tsinan vegna ófriðar- ins. Japan hefir sett her sjóliðs- manna á land í Tsingtau og lýst yfir ófriðarástandi þar. (T&inan er höfuðborgin í Shan- tringbéraðJ. 300 000 íb. Þaðan er 450 km. löng járnbraut' til Tsing- tau.) Landsskjáiftarnir i Búlgariu. Frá Berlín er símað: Á annað hundrað menn hafa farisl í land- skjálftunum í Búlgariu. Tvö þús- und hús hafa gereyðdlagst. Marg- ir íbúanna í Sofia flýja óttaslegn- ir frá heimilum sinutm. Persar ögra brezka auðvaidínu Frá Lundúnum er sínrað: Sairn- kvæmt fregn frá Basra hefir (stjórniin í Persíu beimtað, að toll- gæzlumenn frá Irak flytji frá Ábadan á bakka Sjattelarabíu- fljótsins. Enn fremur neitar Per- síustjórn því, að brezk herskip hafi rétt til þess að varpa akk- erum við Abadan. Búast menn við, að þetta muni hafa óheppi- legar afleiðingar fyrir sambúðina á miilli Persa og Breta. Enska orðabókin mikla fullbún. Oxford-orðabókin enska („The Oxford English Dictionary“), sem á að verða alisherjar-orðábók enskrar tungu og byrjað var á fyrir sjötíu árum, er nú aö verða fullbúin. Lokabindið er í prentun. 19. apríl (á sumardaginn fyrsta Sími 249. (tvær línur), Reykjavik. Okkar viðurkendu niðursuðnvörur: Kjöt i 1 kg. og x/2 kg. dósum Kæfa í 1 kg. og Vs kg. dósum Fiskabollur í 1 kg. og V2 kg. dósum Lax í V2 kg. dósum fást í flestum verzlunum, Kaupið þessar islenzku vörur, með því gætið þér eigin- og alpjóðarhags- muna. Kaupið Alþýðublaðið að okkar tímatali) átti heildor- verkið að korna út, og verður Bretakóngi afhent fyrsta eintakið með viðhöfn. Þessi orðabók á að vera hæstiréttur um öll vandaat- riði enskrar tungu, og má kalla útkomu hennar, sögulegan við- burð í orðasafns-bókmentum heimsins. Hafa ekki færri en sex forstöðumenn útgáfunnar og mörg hunidruð sjálfboðinna hjálp- armanna unnið að þessu stór- kostlega riti, sem er í 12 bind- um, og eru talin að vera í orða- bókinni 418 825 orð, sem skýrö eru, og 1 827 306 tilvitnanir. All- ur koistnaður við útgáfuna er tal- inn nema um 300 000 sterlings- pundum. Á ritinu var byrjað í nóvember 1859 undir yfirstjórn Hartley Coleriáge. (Eftir Vorw.“) William le Queux: Njósnarinn mikli. indalega. „Þér leggið af stað til Lundúna í fyrra málið!“ „Já. En með því að ég hefi að því, qu mér skilst, frjálsar hendirr, ætla ég ekki að láta utanrikisráðuneytið brezka vita neitt um gerðir mínar að sinni. Foringi minn fær ekki að vita annað en að ég sé áfram hér í Rómaborg. Á alþjóðarvitund verð ég hér kyrr. Þér skiljið, yða,r hátign!" „Ég er þessu fyrirkomulagi yðar samþykk- ur. Þér getið skýrt Cla.ucare lávarði frá þessu öllu ásamt skipun minni. Ég óska yður góðs árangurs!" Nú opnaði hans hátign hurðina og bað hans hágöfgi Claucare lávarÖ að koma inn til okkar. „Þér v’itið, góði vinur! að samtal mitt við Jardine foringja var þannig, að viðkunnan- iegast var, að það færi fram undir fjögur augu. Niðurstaða mín er þessi: Hann leggur af stað tíl Lundúna í fyrra málið. Þetta er ráðstöfuin min.“ „Henni skal hann hlíta, yðar hátign!“ sviar- aði Claucare lávarður. „Svo skal vera,“ endurtók ég og hneigði mig fyrir þeim báðum. „Ég læt yöar hátign daglega vita um), hvað gerist, eins og að undan förnu. Verði eínhver breyting, skal yður gert aðvairt um það tafarlaust," sagði Claucare lávarður. „Hvert er nafn hins leynilega óviinar miins bér í Rómabo,rg?“ spurÖi ég og horfði hvast á báða til skiftis. Hans hátign og hans hágöfgi horfðust í augu um stund. „Það er — ómögulegt að segja nú,“ sagði koinungurinn. „Alveg eins og hans hátign segir, — ekkert frekara unt að skýra það mál nú,“ sagði sendiherrann. „Er þaó karlmaður eða — stúlka ?“ spurði ég- „Get ekki, — má ekki segja neitt um það,“ sagði konungurinn og snéri upp á efrivarar- skeggið. Claucare lávarður át nákvæmlega sömu orðin upp eftir honum. „Má ég fá myndina af Cíare Stanway lánaða, yðar hátign?“ spurði ég. „Veikoimiið. En þér megið ekki sýna henni, og þér verðið að skila henni aftur, ef ég krefst slíks. Hiins vegar ætti yður ekki að vera of gott að góna á hana yður tijl af- þreyiingar á yfirstandandi tímabili," sagði konungurinn háðslega. „Þökk, yðar hátign!" sagði ég og hneigði mig auðmjúklega. Konungurinn snéri sér nú að Claucare lá- varði.. „Bæði Vizardelli ráðgjafi minn og íranski sendiherramn, de Suresnes greifi, eru boðnir til mannfagnaðar í höll minni annað kvöld. Þér eruð auðvitað einnig boðinn. En það færi betur á því, að þér, lávarður minn! höfnuðuð boðii mínu.“ „Þakkir fyrir, yðar hátign! Þakkir fyrir þá virðingu og þann heiður, er þér sýnið mér með þessu. Undir kringumstæðunum hafna ég boðiinu samkvæmt tillögum yðiar hát:ignar.“ Koniungurinn brosti og var nú Tíomimn í ágætt skap. Það var skringilegt að bjóða til stórveizlu og jafnframt hVetja þl þes,s, eigin- lega heimta, að boðinu væri þegar hafnað. En hér lá fiskur undir steijni, er fylliliega réttinætti þennan skopleik. Fjarveria Clau- cares lávaröar bar vott um óánægju Eng- iands yfir hinum leynilegu samningstilraun- um •nffli Frakklands og Itaiíu, — samnings- tilraunum, sem alþjóð vissi um að fóru fram bak v:ið tjöldin. „Á alþjóðarvitund verður Jardine foringi kyrr áfram hér í Rómaborg,“ skýrðf kon- ungurinn nú Claucare lávarði frá. „Hajnn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.