Vísir - 14.07.1917, Síða 5

Vísir - 14.07.1917, Síða 5
VISIR Til skálðsins Stephans 6. Stephanssonar. við komu hans til íslanðs í júní 1917. (Höfundur skrautritaði kvæði þetta og færði skáldinu.) Heill sért þú, sem galst oss hinn andlega arð í orðum og snild þinna ljóða! Vor ættjörð þór fagnar, er gengurðu’ í garð, hún gest sinn mun velkominn bjóða. Og verði þér sumarið sæluríkt hór, er svanir í loftinu kvaka, og vaggar sér blævakin bára við sker, en blómskrúð sitt hlíðarnar taka. í álfunni vestra — við annir og strit —, þú auðgaðir skáldmálið dýra. og sannreynt er það, að þú sveikst aldrei lit, þá sögnina kvæðin þín skýra. — Þar blasir við margbrotin myndanna fjöld frá mannlífsins hvikula sviði. — Þeim daprast ei útsýn um dimmviðris kvöld, sem dagroðinn tók sér að liði. — Svo þigðu nú. skáld, þetta lágfleyga ljóð, þar leiftra’ eigi glitstafir háir, hér eru’ aðeins glampar af ylríkri glóð, en aflvana, daufir og smáir. — Pétur Pálsson. Mjólknrverðið og hvað það kostar að fram- leiða mjólkina. Eftir Guðm. Jöhannsson bústjóra í Brautarholti. Eg veit vel að það er ekki á neinn veg þakklátt verk að verja verðhækkun á þessum tímum, en allra síst er þó hægt að bú- ast mð samúð Reykvíkinga þeg- ar verja á verðhækkun á ffijólk. Þó allar vörur stígi stöðugt í verði, sem fluttar eru til lands- ins og með hverri nýrri skips- komu komi ný verðhækkun, þá er því tekið með þögn, sem eðli- legt er; en þegar mjólkurverðið liefir verið hækkað, hefir að jafn- aði, hvert ópið öðru hærra goll- ið við um hve óverjanlegt slikt athæíi væn. Þó munu þessi óp samt fyrst hafa náð hámarki þegar mjólkursalan var stöðvuð í fyrra haust, að m. k. ef satt er, að einn af helstu embættism. Reykjavíkur hafi þá kallað mjólk- urframleiðendur barnamorðingj- ana fyrir það eitt, að þeir neit- uðu að láta með yfirgangi neyða sig til að selja vöru sína lægra verði en þeir gátu framleitt hana fyrir. Slik gífuryrði koma sjald- an miklu til vegar og eru síst prýði í munni mentaðra manna. En jafnvel þó eg efist ekki um að viðkomandi embættism. hafi fullkomlega þekt hverja þýðing mjólkin hefir fyrir ungbörnin, þá geri eg ráð fyrir að hann hafi haft jafnlitla þekking á hvað í raun og veru kostaði að fram leiða mjólkina. En sökum þess að mjer er kunnugt um, að all- margir Reykvíkingar hafa þá skoðun að mjólkin þurfi ekki að vei’a eins dýr og hún er og hafa heldur ef til vill ekki tæki- færi til að kynna sór hvað það kostar að framleiða hana, þá langar mig til að gefa þeim svo- litia hugmynd um hvað það i raun og veru kostar. Eg ætla þá fyrst að sýna hvað fóður og mjólk kúrma í Braut- arholti kostaði í aprílmánuði s. i. Eg tek það fram að hér er ekki um neina áætlun að tala, heldur upp á eyri raunverulegan til- kostnað og tekjur af kúnum þenn- an mánaðartima. Utkoman aðra vetrarmánuði varlík. Mjólkvar send suður fyiir kr, 2151,88 en fóður kxlnna kostaði sama tíma: a> Hey . . . . kr. 1492,40 H Maís .... — 1591,20 c- Sild og gota . — 312,00 Alls kr. 3395,60 k óðrið kostaði þannig kr. 1243,72 meira en mjólkin. En auk þess kostaði fóður v. g. kálfa 307 kr. °g fóður hesta kr. 457,20,, Taða Gr kér reiknuð á 12 aura pund- ^ en maís, síld og gota samkv. mnkaupsverði; en auk þess kostn- aðar legst á mjóikina flutnings- °g ^ólukostnaður. kaupgj. verka- fólks, fæðispeningar, rentur af höfuðstól þeim er í búinu liggur, öll opinber gjöld o. s. frv. Kaup- gjald og fæði kaupafólks í fyrra- sumar er þó að sjálfsögðu inni- falið í heyverðinu. Bændur hafa hingað til kvart- að um að mjólkurframleiðslan bæri sig ekki. Þeir hafa ekki fundið beint hve stór skekkjan var, því flestir hafa fjárbú sam- hliða kúnum, en aðeins örfáir hafa ennþá sundurliðaðar bú- skýrslur, er þeir geti sóð af hvernig hver einstök tegund fram- leiðslustofnsins ber sig. En þeir hata fundið að sama framhald gat þó ekki gengið án skaða, og kvartað, en þeim hefir ekki ver- ið trúað, sbr. raddir blaðanna og ýmsra Reykvíkinga. En hver á að bera hallann, sem alstaðar hefir orðið á mjólk- ursölu í vetur? Ekki getur sum- armjólkin það með sama verði. Á hór undir lagayfirskini að kúga bændur til að láta vöru sína af hendi lægra verði en þá kostar að framleiða hana? Og hvað á það að vera lengi? Þar til bændur hafa étið upp þann höfuðstól, sam þeir með erfiði og sparsemi hafa safnað saman alt Hfið? Ber ekki að beita lög- um þannig að hagsmunir allra stétta þjóðfélagsins njóti sömu verndar. En nú finst mörgum að hagsmunir landbúnaðarins sóu farnir að lúta í lægra haldi fyr- ir hagsm. sjáfarútvegsins. Eða er samræmi í því, að meðan ver- ið er að kúga bændur til að selja afurðir sínar lægra verði en fram- leiðsla þeirra kostar, að hlaupið sé undir bagga með vélbátaút- gerðinni með þvi að leggja tals- verðan hluta af verði steinolí- unnar, sem kom með Bisp, á ' landssjóðinn? Og hver á svo að bera þann halla? Eftir líkum að dæma getur sjávraútv. það ekki, því ósennilegt er að verið væri að styðja hann svo ef hann gæti staðið á eigin fótum og verður það þá ekki landb. sem á að bera hallann? I öllum tiifellum verð- ur hann að bera sinn hluta. Og hvað fær hann svo í staðinn? .Tií, útvegurinn á að vonum hægra með að hleypa kaupgjaldinu upp og lxrifsa verkafólkið frá bænd- um. En bændur mega síst af öllu láta undir höfuð leggjast að íhuga hverja þýðingu það kynni sð hafa ef sjávarútvegur- inn næði föstum tökum á verka- lýðnum, því þá fyrst væri land- búnaðurinn í verulegri hættu, og þeir mega ekki undir neinum kringumstæðum líða að höfuð- keppinautur þeirra (útvegurinn) sé styrktur af því opinbera til að bjóða þeim sjálfum byrginn. Yæri nú vara bænda í því verði, og afstaða þeirra svo góð, að hvortveggja hefði gert þess- ar gerðu ráðstafanir réttmætar, væri ekkert að segja. En eg hef hér að íraman bent á hvernig hagsmuna mjólkurframleiðenda hefir verið gætt i vetur. Og mai’gir hugsandi bændur spyrja hver haíi gætt hagsmuua bænda- stéttarinnar at sendiherrunum, sem fóru til Lundúna í vetur. Það hefir víst aldrei verið gefið upp og samningarnir bera það því miður heldur ekki með sér, að bændur hafi átt þar neinn málsvara. Þó hefði efalaust verið hægt að finna mann, sem hefði verið fær um að mæta þar fyrir hönd bænda, svo sem Halldór Yilhjálmsson skólastjóra og ef til vill fleiri. Ennfremur, hverra hagsmuna var verið að gæta, þegar útflutningsbannið var sett á rjúpurnar og síðan sett á þær hámarksverð, 35 aurar? Það var þó alkunnugt að margir kaup- menn höfðu verið búnir að kaupa þær á 45—46 aura Og hvaða sanngirni var í að láta þá bíða 10 aura skaða á stk? Auðvitað var þetta áður svolítil tekjugrein fyrir bændur, en skotfæri og vinnulaun er nix hvortveggja svo dýrt, að viðbættu skóleðri og fæði, að spursmál er hvort það borgar sig að ganga á rjúpu fyrir þetta verð. Hór var held- ur engri sjáanlegri nauðsyn til að dreyfa. Kétleysi var ekkert í landinu, sem sést best á því að altaf er verið að auglýsa það, enda var útflutningur á kéti’ ekki bannaður. Ekki gat það heldur verið fiðurþörfin, því fið- ur er sent út eftir sem áður og enginn hörgull á því í landinu. Á hverju bygðist svo þetta út- flutningsbann? Já það er nú það, sem margur er að reyna að grufla út i, án þess þó að botna í því. Því enginn getur látið sér koma til hugar, að það sé ástæða þó Reykvíkingum kunni að vera þægilegra að kaupa rjúpuna fyrir 35 en 45 aura. Jeg minnist ekki hér á smjör- verðið, því það kvað vera í ráði, eða þegar afgert að leiðrétta það. Eg bið menn afsökunar á þess- um xitúrdúr frá aðalefninu og sný mór þá aftur að mjólkinni og mjólkurverðinu. Eg tók þar dæmi frá Brautarholti, sökum þess að þar er aðeins rekið kúa- bú og þar af leiðandi er það mjólkin, sem verður að beraali- an kostnað af búinu. í öðrulagi hef eg þaðan ábyggilegar skýrsl- ur tiJ að fara eftir. Eg hef hér að framan sýnt fram á að mjólk- in hefir verið seld með stórskaða í vetur, og sumarmjóikin getur ekki bætt upp það tjón. Kaup- gjald, matvara og alt efni er komið í það afskapaverð, að jafn- vel yfir sumartímann er ekki hægt að búast við að mjólkin geti, með sama verði, borið þann kostnað sem á hana legst. T. d. má gera ráð fyrir að dagleg útgjöld í Brautarholti verði rúm- ar 100 kr. um sláttinn í sumar. Eitthvað verður að koma þar á móti. En auk þess mismunar, sem verður á mjólkurtekjum og hinum ýmsu útgjaldaliðum, sem eg hef bent á hér að framan, þá ber að aðgæta það að bú- skapurinn verður ekki fremur en annað rekinn án áhættu, og síst stórbú. Skepnur geta mishepn- ast af sjúkdómum ogþessagætir ávalt nokkuð í stórum hóp. Eins geta komið grasleysur, óþurkar o. s. frv. Fyrir slíku getur hvorki verðlagsnefnd nó aðrir séð á ann- an veg en með því að ætla eiu-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.