Vísir - 14.01.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1918, Blaðsíða 4
VlSlL. Hross íalla. Þau tíöindi eru sögö austan úr jLandeyjum, að þar hafi tvö hross írosið í hel, standandi i haganum eina nóttina. — Hefir frostgrimd- in veriö þar miklu hærri þessa dagana en menn muna dæmi til, eins og annarstaöar á landinu, og hross þar óvanari miklum kuldum en t. d. nyrðra. Hér í Reykjavík gengur fjöldi hrossa úti dag og nótt, en þau geta leitað sér skjóls milli húsanna og má vera að það bjargi þeim sumum, sem ekki þyldu kuldann úti á víðavangi. Félagsprentsmiðjan færir út kviarnar. Núna um áramótin keyptu eigendur Félagsprentsmíðjunnar prentsmiðjuna „Rún“, og hafa nú sameinað þrjár prentsmiðjur sem áður voru sjálfstæðar eignir, því að í fyrrasumar keyptu þeir prentsmiðju Skúla sál. Thorodd- sens og sameinuðu hana - Félags- prentsmiðjunni. Verða prent- smiðjurnar framvegis reknar af sama félagi og undir sömu stjórn, en fyrst um sinn í tveim stöðum: é Laugaveg 4, þar sem Félags- prentsmiðjan hefir verið frá upp- hafi, og í húsi þvi, sem bygt var yfir prentsriiiðjuna Rún við Ing- ólfsstræti og með fylgdi í kaup- unum, en munu verða sameinað- ar í Ingólfsstræti í vor. Þessar sameinuðu prentsmiðj- ur eiga tvær setjavavélar, því auk þeirrar sem „Rún“ átti, keyptu eigendur Félagsprent- smiðjunnar aðra setjaravél í Am- eríku í sumar, og er hún hing- að komin. — Aðrar eða fleiri setjaravélar en þessar tvær, eru ekki til hér á landi. Vél „Rún- ar“ var sú fyrsta sem hingað jfluttist. En auk þess mun Félags- prentsmiðjan löngum hafa verið leturbirgasta prentsmiðja Jands- ins, og verður hún því framveg- is vafalaust afkastamesta prent- smiðjan á öllu landinu ef á reyn- ir, og mun geta fullnægt flestum kröfum, hvað leturgerð, letur- breytingu og tíjóta afgreiðslu snertir. — Hver setjaravél mun vinna 4—6 manna verk aðjafn- aði. Forstjóri fj rirtækis þessa er hr. Steindór Gunnarsson, sem áður hefir stýrt Félagsprentsmiðj- unni. Hann hefir skrifstofu á Laugaveg 4. Visir er, eins og kunnugt er, prentaður í Félagsprentsmiðj- unni. Lampaglös 8, 10, 14, 15 og 20 lína. Haskínnkveikir og fleira kom með „Geysir“ til Jóh. Ögm. Oddssonar Laugaveg 63. ErJríif} niyitt. Kl. »ft Baak. Póetb SterLpð. 15 50 15,70 16,00 Fre. 57,50 59,00 60.00 Doll. 3,28 3,50 3,60 2-4 skpd. af kolam óskast til kaups. Tilboð eendist afgreiðelu Visis hið fyrsta. jE1-\2s.320. ei.'w o? tvegKi* Fiöur, Dúun, Sængur- dúkur, Madressur. Vöirxi.la.'CLsiö Norðlenskt saltkjöt í l*rum, egta gott, miög ódýrt, fæst í verslun Simonar Jónssonar Laugaveg 13. Edik fæst hjá Jódí Hjartars. & Co. Nýtt kálmeti: Hvítká), Rauðkól, Selíerj, Rauðrófur, Gulrótur Jóq Hjartarson & Co. Talsími 40 Hafnarstr. 4 &*;.,.**&* ^ ^ f i > t , » iws í'ifit i! r. :: , Jólis. Þorkelss., Syðra-Fjalli, Þ. Guðrún G. Jónsdóttir, ungfrú. Valgerður Pétursd., saumakona. Sigurjón Hildibrandss., verkam. Óskar Lárusson, verslunarm. Guðj. S. Magnússon, skósmiður. Elín Stephensen, húsfrú. „Lagarfoss" kom inn á Fáskrúðsfjörð í gær um hádegið. Hann fór héðan á mánudaginn var, og sást fara fram hjá Djúpvogi á miðvilcudag, en síðan fréttist ekkrt til hans fyi en í gær. Hann átti að koma við á Seyðisfirði á noröurleið, en hefir líklega ekki fundið. hann fyrir dimmviðri og verið að velkjast fyrir Austurlandinu þessa daga.— Þegar hann kom til Fáskrúðsfjarð- ar, var hann að sjá eins og hafís- jaki. Það fréttist af honum í morg- un, að hann hefði verið orðinn svo íeaður, er hann kóm til Fá- skrúðsfjarðar í gær, að skipverj- ar hafi óttast að hann mundi sökkva. Voru fengnir menn úr laudi til að höggva ísinn af skip- inu áður en lengra yrði haldið. „Sterling“ losnaði loks úr ísnum við bólvirkið um kl. 5 í gærkveldi. Var unnið að því að brjóta ísinn frá skipinu frá því snemma um morguninn, og vanst lítt á, en að lokum gliðnaði ísinn svo i sundur, að skipiö gat sjálft rutt sér braut út úr honuin. Hélt skipið síðan rakleitt leiðar sinnar héðan. Hafnarstjórastaðau Umsóknarfresturinn um hana er nú útrunninn, og hafa þessir menn sótt um stöðuna: Skipstjórarnir Svbj. Egilsson, Þorst. Þorsteins- son, Hjalti Jónsson og Þorst. Júl. Sveinsson, og Þórarinn Kristjáns- son hafnarverkfræðingur. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. T u 1 i n i u s, Miðstræti. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10—11 og 12—2. Leikhúsið. Þar var Konungsgliman enn sýnd við allgóða aðsókn í gær- kveldi. En ekki mátti tæpara standa að gasið entist, því að um leið og tjaldið féll eftir síðasta þátt, sloknaði á ölltim lömpum og urðu talsveröir öröugleikar á því fyrir leikhúsgestina að ná í föt sín og fyrir þá, sem börn lröföu með sér að finna þau. Eftir nolvkra stund var þó hægt að bregða upp lampaljósum, svo að hver gat séð til að finna sitt og komast út. E.s. Geysir hefir verið að brjótast út úr ísn- um við bólvirkið í rnorgun, og mun eiga að fara héðan í dag á leið til útlanda. „John Storm“ var sýndur allur í Nýja Bíó í gærkveldi fyrir fullu húsi, og stóð sýningin til miðnættis frá kl. 9. Myndin verður sýnd öll aftur í kvöld og munu nær allir aðgöngu- miðar vera upppantaðir. Frostið var um 20 stig hér í gærmorgun en undir kvöldið tók loftið aL þykna og dró úr írostinu og um kl. 10 í gærkveldi var það að eins 14 stig á landsímamælirinn. — í morgun var frostið 15 stig hér, en um 20 víðasthvar annarstaðar á landinu. Biírestingar og Hlínverjar eru beðnir að koma ofan í Good- templarahús að drebka kaffi kl. 8‘/j í kvöJd. Nokkrir Hlínverjar. I SaWPSKAFÖB Keðjur, akkerisspil, vírar o. m. fl. til skipa selur Hjörtur A. Fjeld- sted. Sími 674. Bakka viö Bakka- stíg. (5 2 hesta mótor til sölu. Sveina Hjartarson. (128 Erfðafestuland til sölu í Reykja- vílc. Landið er rúmar 27 dagslátt- ur að stærð, því fylgir íbúðarhús, stórt fjós og heyhlaða. Frekari upplýsingar gefur Sveinn Hjartar- son, Bræðraborgarstíg x. (127; Til leigu herbergi með rúmum fyrir ferðafólk á Hverfisgötu 32. [20 Ágæt forstofu-stofa með hús— gögnum til leigu nú þegar A.v.á. (142: Úr tapaðist í morgun í Banka- stræti. Finnandi skili til Árna og Bjarna klæðskera gegn háum fundarlaunum. (153 —------------------í—------ Svört silkisvunta hefir tapast frá Tjarnargötu að Yesturgötu 27. Skilist í Tjarnargötu 8 gegn fundarlaunum. (154 Félagsprentsmiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.