Vísir - 17.02.1918, Síða 3

Vísir - 17.02.1918, Síða 3
VfSIR Friðarskilmálar franskra verkamanna. Á fundi, sem bandalag franskra verkamanna hólt nýlega, og stóð í þrjá daga, var samþykt fandarályktun, er mótmælti hin- um ieynilegu stjórnmálaviðskift- «m ríkjanna, og ennfremur lýst _yfir fylgi við friðarskilmála þá, sem Wilson Bandaríkjaforseti hefði látið uppi, og byltingamenn- irnir rússnesku hóldu fram, sem sé: engir landvinningar, „sjálfs- ákvörðunarréttur“ þjóða um for- lög sín, að lönd þau, sem her- tekin hafa verið, verði endur- reist og sjálfstæði þeirra trygt, skaðabætur greiddar fyrir hern- aðarspjöll, en engar aðrar hern- -aðarskaðabætur, engin versluuar- sfyrjöld eftir ófriðinn, Dardanella- sundin verði opin öllum og höf- in frjáls, gerðardómur skeri úr deilum þjóða og stofnað verði bandalag meðal þjóðanna. Þessir skilmálar eru mjög líkir skilmálum þeim, sem Lloyd ■öeorge lét uppi nýlega sem þá iriðarskilmála, ssm bandamenn væru fúsir að ganga að og sam- komulag virðist vera um meðal allra bandaþjóðanna, ekki að eins einstakra stétta þeirra, heldur yfirgnaafandi fjölda allra einstak- linga. —- Sem stendur má því segja, að allir bandamenn standi sem einn maður að þessum kröfum. Útlendingar i Danmðrko. Nýlega var birt skýrsla um það í Danmörku, hve margirút- lendingar hafa flutt til Kaup- mannahafnar síðan ófriðurinn hófst, og eru þeir als 5427. Þar af eru 2707 Svíar en ekki nema 402 Norðmenn, Þjóðverjsrnir eru næstflestir, eða 810, Bússar 710, Austurríkismenn 188, Breter 88, Hollendingar 68, Finnar 64 Frakk- ar 46, ítalir 32, Belgar 22. — Flestir eru þessir menn á aldrin- um 20—40 ára; af Bússum og Þjóðverjum er þó fjöldi barna. Af þessum mönnum eru 2679 verkamenn, 466 vinnufólk, 892 stórkaupmenn, 130embættismenn og 30 stórefnamenn. Meira en helmmgur fjölskyldumannanna eru verkamenn, en þeir eru flest- ir sænskir og innflutningur Svía er líkur því sem vant er að vera, Af annara þjóða mönnum, eink- um Eússum og Austurríkismönn- [ um, ber mest á stórkaupmönnum. Embættismannafjöldinn stafar að nokkru leyti af mannaskiftum í sendiherrasveitunum. — Flestir þessir menn búa í gistihúsum eða leiguíbúðum en margir Bússarnir hafa keypt sór hús. Piano tii solu. Giott piano til sölu fyrir sér- lega lágt verð. Upplýsingar á Laugaveg nr. 51 frá fel. 4—5 í dag- ______ Pétnr A. Jónsson éperusöngvari. Hann hefir nýlega sungið hlut- verk Siegfrieds í „óperu“ Wagners í sönghúsinu í Kiel og fær afar- mikiö hól fyrir söng sinn, í blöö- unum þar. Vísir hefir séö eitt blaöiö og er þar sagt, aö meðferö Péturs á þessu hlutverki, sem ekki er talið neitt „lamb aö leilca sér við“, hafi vakiö mesta athygli. Sönglega hafi meðferðin veriö ágæt, og söngmað- urinn hafi enn á ný staðfest þann orðróm, sem farið hafi af rödd hans langar leiðir ú± fyrir Kiel, og fer blaðið um það mörgum fögrum orðum, hve rödd hans sé hljómfögur og vel tamin. Um aðra; meðferð á hlutverkinu segir blað- ið, að með fleiri æfingum mundi leikarinn hafa getað notið sín bet- ur, en bæði vegna þess, hve ágæt- ur söngmaður hann sé, fallegur á velli og föngulegur, muni hann með frekari æfingu geta orðið einn hinn ágætasti Siegfrieds-leikari. leitisvGPta ágæt tegund, mjög ódýr. Versl. Vísir. Kex og kökup mest úrval í versl. Visir. SiMnlafli og syltntan fæst nú í versl Vísir. Kaffi og Export langódýrast i versL Visir. iveiti besía teg. 43 aura x/2 kg. (63 kg. pokar) 1 versl. Visir. Vísir er elsta og besta dagblað landsins. Samverjinn. N. N. færði Vísi í gær 5 kr., og ónefnd kona 40 kr. að gjöf til Sam- verjans. Haframjöl og Ris æUu allir að kaupa i versL Visir. 284 an, og eg held raunar, að eg ætti að leita mér að hollara loftslagi en hér er.“ Cocordasse Og Passepoil höfðu lofað aS gera ,alt, sem í þeirra valdi stæði, til að láta Gon- zagua ekki gruna neitt. Voru það piltar, sem vildu efna loforö sín og nú sátu þeir i veit- ingahúsi einu þar í grendinni og átu og drukku ;það sem í þá komst, en gleðin og ánægjan skein út úr þeim báðum. „Hamingjunni sé lof, að hann er ekki dauð- ur,“ sagði Cocordasse. „Nei, hann er ekki dauður,“ endurtók Passe- poil og drukku þeir síðan báðir skál riddar- ans Lagardere. Fóru þeir síðan að hugsa um hvað þeir skyldu segja og gera framvegis, -en ultu báðir út af sofandi frá þeim hugsunum. Kroppinbakur hafði verið meðal hinna fyrstu,^sem komu um morguninn undir eins og hallardyrum Gonzagua var lokið upp. Var í för með honum lítill bæjarsendill, sem bar fyrir hann stól og poka, kodda og dýnu. Var Kroppinbakur þannig að hreiðra um sig í hundakofa sínum og ætlaði sér eflaust að setjast þar að samkvæmt réttindum sínum, al- veg eins og Medór, sem verið hafði hlekkj- .aður þar. Annars voru kaupsýslumennirnir hinir á- fjáöustu og hefðu vist gjarnan þegið að dag- urinn væri helmingi lengri. Fanst þeim hver ■stundin dýrmæt. En jafnframt öllu verslunar- Paul Feval: Kroppinbakur. 285 braskinu varð öllum tíðrætt um dansleik ríkis- stjórans og fóru af honum ýmsar kynjasög- ur. Þó hafði enginn þessara manna verið þar viSstaddur. Esóp annar makaði drjúgum krókinn innan um alt þetta verslunaræði. Voru menn sí- skrifandi á kryppunni á honum og þakkaði hann sínum sæla fyrir, að slíkt þarfaþing var honum meðskapað. Ultu peningarnir stans- laust ofan í leðurpynju hans, en hann lét sem hann gæfi því engan gaum, rétt eins og hann væri alvanur okrari. Hann virtist þó ekki vera í essinu sinu þenn- an dag, og var fölur og veiklulegur útlits. En væri hann spurður hverju það gegndi, svaraði hann að eins: „Eg gelck alveg fram af mér í nótt sem leið.“ „Og hvar var það, Jónas göður?“ „Hjá ríkisstjóranum. Hann bauð mér nefni- lega í veisluna.“ Að þessu hlógu menn og hlédu áfram að skrifa og borga. Klukkan um tíu kváðu við óhemjuleg fagn- aöarlæti, svo að gluggarúðurnar nötruðu í höll Gonzagua. Menn æptu og öskruðu og klöppuðu lof í lófa. Stafaði allur þessi gaura- gangur af þvi, að ný verðbréf höfðu verið gefin út og komu nú rakleiðis frá hinni kon- -------------------------------;-----------* 286 unglegu prentsmiðju hálfrök af prentsvert- imni. Þegar þessi æðisgangur stóðsemhæst,gengu þeir Gonzagua og Peyrolles ofan hallarriðið. Hélt Gonzagua á stórum skjalabögli í hend- inni með þrem innsiglum fyrir. Þegar Kropp- inbakur sá þennan skjalaböggul, ætluðu aug- un út úr höfðinu á honum, og setti hann dreyr- rauðan, en alt af starði hann á þá Peyrolles og Gonzagua. „Hvað hafðist frúin að ?“ spurði Gonzagua. „Henni hefir ekki komið dúr á auga i alla nótt,“ svaraði Peyrolles „og þerna hennar heyrði hana tauta í sífellu: Eg skal leita um alla París og eg skal finna hana.“ „Það er nú svo,“ sagði Gonzagua, „en e£ hún skyldi rekast á þessa ungu stúlku frá Chantre-götunni, þá er úti um alt.“ „Líkist hún ættinni?“ spurði Peyrolles. „Eins og hver vatnsdropinn öðrum. Manstu nokkuð eftir Nevers ?“ „Já, liann var fríður rnaður og föngulegur,- „Þessi unga stúlka er nauðalik honum og er eflaust dóttir hans. Hún er frábærlega fríð og augnaráðið og brosið sver sig í ættina.“ „Er hún undir eins farin að brosa?“ „Hún er nú hjá Donna Crús. Þær þekkjast víst, og Donna Crúz hefir getað liuggað hana og komið henni i gott skap. Mér brá annars einkennilega við að sjá [icssa ungu stúlku.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.