Vísir - 21.03.1918, Síða 3

Vísir - 21.03.1918, Síða 3
V i SIR *L' *L Bæjaríréttir. \ k Afmæli í dag. Sigurlaug Indriöadóttir, húsfrú. Arndís Jósefsdóttir, húsfrú. Guúbjartur Ólafsson, skipstjóri. Hermann Hjartarson, prestur. Elías GuSmundsson, verkam. Haukur Thors, framkv.stj. Afmæli á morgun. Einar Jónsson, ökumaSur. Lára Pálsdóttir, húsfrú. Jakob Jakobsson, ökumaSur. Ólafur Þorleifsson, steinsmiSur. GuSrún HafliSadóttir, ungfrú. Dánarfregn. Hans Andersen verslunarstjóri, sonur H. Andersens sál. klæöskera, andaöist að heimili sínu hér í bæn- tun í morgun. Banameiniö var lungnatæring. „Frænka Charleys“ hefir nú verið leikin hér fjórum sinnum og alt af fyrir tro'Sfullu húsi. Þykir leikurinn afbragðs- skemtun, eins og fyr. Næst verður leikið á föstudag, en ekki á laugar- dag. ^óstar. Norðan- og vestan-póstar fara Gamla Bíó sýnir þessa dagana ágæta mynd. Þar sjá menn hina heimsfrægu leikkonu Söru Bernard, sem vafa- laust er frægasta leikkona heims- ins. Leikur hennar i mynd þessari er henni og frægð hennar samboð- inn, enda hefir myndin hlotið ein- róma lof, hvar sem hún hefir verið sýnd. Myndin sýnir manni, hvernig ó- hamingjan eltir konu nokkra, Je- anne að nafni. Hún er gift ástrík- um og góðum manni. En maðurinn hefir selt sig spilafýkninni á vald, og ræður sér að> lokum sjálfur bana. Konan ber missi sinn eins og hetja, en „sjaldan er ein báran stök“. Hún á son, sem á að verða ellistoð hennar, en forsjónin lætur hann verða ástfanginn af giftri konu, en sú ást leiðir hann út á glæpamannabrautina. En alt þetta ber gamla konan með sömu still- ingunni, alt til enda. — Hlutverkin eru öll afbragðsvel leikin, og ættu allir, sem leiklist unna, að fara og sjá myndina. x. Dýrtíðin. Öllum þeim mönnum, sem komu frá Danmörku nú með Botniu og Sterling, og Visir hefir haft tal af, kernur saman um það, að mun ódýrara sé að lifa í Kaupmantia- liöfn en hér í Reykjavík. héðan á morgun, með Ingólfi til Borgarness. 80 menn höfðu sótt um ráðsmannsstöð- una í Tungu, sem Dýraverndunar- félagið auglýsti á dögunum. Stöð- una hlaut Óskar Gíslason. „Botnia“ á að flytja póst héðan til út- landa, skilar honum af sér í Berg- en, og þaðan verður hann sendur til Englands. 377 Slys í leikhúsinu. I gærkveldi, þegar verið var aö leika „Frænku Charleys“ í leik- súinu, vildi það slys til, milli síð- ustu þáttanna, að „Iving-Storm“- lampi sprakk á leiksviðinu, en einn aðstoðarmaðurinn á leiksviðinu, Jónas Guðmundsson, gaslagning- armaður, greip lanmpann og hljóp út með hann. Brendist Jónas tals- j vert á annari hendinni, en lítill váfi i er á þvi, að hann hefir með snar- ræði sínu bjargað húsinu, og mörg- um mönnum frá meiðslum. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýnt samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför fóstursonar okkar og fósturbróður, Jósefs Jósefssonar. Gróa Guðmundsdóttir. Olafur Jónsson. Guðrún Ólafsdóttir. Hólmfríður Valdimarsdóttir. Slys við höfnina. Á þriðjudagskvöldið um kl. 6, vildi það slys til, að maður einn, Kristófer Magnússon frá Framnes- vegi i, féll út af hafnarbakkanum, niður á milli bakkans og skips, og lærbrotnaði. Hafði hann verið að líta eftir vélbáti, sem hann átti von á, en gengið tæpt á bakkanum og flækst með fótinn i keðjum eða köðlum. Samskotasöfnuninni handa manninum, sem misti fæt- urna, er nú lokið. Eftir að Vísir hafði skilað þvi af sér, sem safn- ast hafði hjá honum, færði Einar Jochumsson honum 20 krónur, og „Gestur“ 5 krónur, sem samstundis verður komið til skila. Hafa Reyk- víkingar brugðist vel við í þetta sinn, eins og oft áður, og hafa alls safnast fullar 3100 krónur. Maður- inn, Ásvaldur Magnússon, fer nú utan mcö Botniu og með honum ungfrú Þuríður SigurSardóttir, sem tekið hefir að sér að sjá um hann á leiðinni. „Njörður“ koin inn til Vestmannaeyja í gær, með laskað seglskip i eftir- dragi, sem hann hafði bjárgað. Seglskipið heitir „Skandia“ og fór, héðan fyrir nokkru siðan áleiðis til útlandá með fiskfarm. — Njörð- ur hefir aflað ágætlega síðan liann lagði út í síðara skiftið og lagði af stað til Englands með aflann, 1100 „kit“, í gær. lerðakistur stærri og smærri, mjög hentng- ar ffl sjéferða seljast mjög édýrt i Söölasrn í öa búöin D.i Laugaveg 18B. Sími 646. Fantið i tima Tjöld af ýmsum stærðum, eru áreiðan- lega ódýrust og best i Söðiasmíða búöinni Laugaveg 18 B. Sími 646. „Jón Forseti" átti að leggja út á fiskveiðar t gær, en rétt um það leyti sem hann var að leggja áf stað, kom skeytí frá Englandi til útgerðarinnap um að útflutningsleyfi væri ekki feng- ið á kolum handa skipinu til heim- ferðarinnar og var ráðið frá því að láta skipið fara fyr en það leyfi væri fengið. I 37S 379 um liann, en snúa allri athygli ykkar að ykk- ur sjálfum og því sem ykkur við kemur.“ Hann leit aftur yfir hópinn og litu þeir þá flestir til jarðar. „Frændi,“ sagði Navailles loks í hljóði, „öll orð ýðar hljóða sem ógnanir." „Jæja, orð mín eru þó mjög blátt áfram. Það er ekki eg, sem ógna ykkur, það eru for- íögin.“ „Hvað hefir þá komið fyrir?“ spurðu margir. . „Ekkert markvert: En nú erum vi'ð komnír aö leikslokum, og eg þarf á öllu mínu að halda.“ Þeir þvrptust nú saman um hann, en liann bandaði hendinni og bauð þeim að færa sig fjær, en sjálfur tók hánn á sig ræðumanns- snið og sagði: „Ættarráðið kemur á fund í kvöld og ríkis- stjórinn ætlar sjálfur að stjórna því.“ .,En hvers vegna áttum við þá að klæðast þessum skrúöa ? Ekki komum við á fund ætt- arráðsins þannig klæddir." „Þið eigið ekhert erindi á ættarfundinn. Þar sem þið eigið að yerða á hirðskrúðinu og skrautsverðið illa yið. ^laður einn hefir verið , dæmdur til dauöa, og böðullinn bíður hans.“ „Lagardere," sagði Nocé. „Eðá eg,“ sagði Gonzagua þurícga. „Þjer ! Þjer!“ yar hrópað úr öllum áttum. Paul Feval: Kroppinbakur. Peyrolles spratt óttasleginn á fætur. „Verið óhræddir,“ sagði furstinn. „Það er ekki böðullinn, sem gétur valið um. En meðan við eigum við þcnnan djöful að etja, er *viss- ara að vera við öllu búinn, þangað til hann er kominn sex fet niður í jörðina. Viö verð- um aö liafa gát á höfuðum okkar sjálfra." „Á höfðum okkar,“ sagði Nocé og rétti úr sér. „Nú er fulllangt farið,“ sagði Navailles. „Menn af okkar tagi gangast ekki fyrir ógn- unum. Verið þér sælir!“ „Verið þér sælir!“ kvað við úr öllum áttum. Gonzagua hló kuldalega. »Og þú líka,“ sagöi hann, þegar hann sá Peyrolles meðal þeirra, sem voru að fara. „En hvert er ferðinni heitið ? Það skal eg segja ykkur, og nú eruð þið á beinni leið í dyfliss- una.“ Navailles var kominn að dyrunum, en nam nú staðar og tók til sverðsins. Gonzagua hló. Hann stóð með krosslagða handleggi og var hinu rólegasti. „Geislar náðarinnar skína svo á mig, að viö sjálft liggur að þeir brenni mig. En ef illa fer fyrir mér, þá er ykkur tortíming vís', J)ví að eg hefi skrifaö nöfn ykkar allra á lista þeirra útvöldu,“ „Við lisettum á það,“ sagði Navailles, en- talaöi nú lægra en áður. '■ ' ' ’ Áugu Gonzagua leiftruðu. „Þið hafið fengið ykkar hluta af herfang- inu. Eg hefi híaðið undir ykkur og þið skul- uð komast hærra og hærra íneö mér, alla leið upp á höggstokkinn.“ Það fór hrollur um þá-alla og þeir störðu allir á Gonzagua. , ' Hann horfði á þá drembilega. „Hvað er það þá, sem við eigum að gera ?“ spurði Montaubert. Gonzagua rétti honum hendina og ávarp- aði hann mildilega: „Þannig á það að vera. Rétt í þessu er ver- ið að fara með Lagardere úr Chatelet-fang- elsinu til Bastmúníiar, þar sem síðasti þáttur- inn verður leikinn. En hann fer þangað ekki beina leiö. Hann a að koma við hjá grpf Ne- vers og færa þar fórn nokkra. Andstæðingar okkar eru tvær konur og einn prestur, og á móti þeim megna sverð ykkar ekkert. Þriðja konan er mitt á m'illi. Það er Donna Crúz. Henni treysti eg minst allra. Hún vill ólm komast í tölu heldra fólksins, en ekkj fyrir nokkurn mun láta liryggja vini sína. Hinár tvær konumar eru konan mín og þessi svo kallaöa ungfrú Nevers. Henni verð eg að ná á mitt vald, því þær ætla að leika sjónleik sém á að blíðka ríkisstjórann. Það er fyrsia lilutverk 3rðar.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.