Vísir - 06.04.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 06.04.1918, Blaðsíða 2
,V X S i R Nokkra duglega verkamenn vantar enn við kolagröft í Stálfjaíli. Finnið 0. Benjaminsson (hús Nathan & Olsens milli kl. 5—7 síðd.). eykisvinnusi. Ijama lónssonaF Hverfisgöta 30 smíðar alt sem að beykisiðn lýtur, eftir pöntun svo sem: Lýsistunnur, Kjöttunnur, Síldartuanur. Tekur að eér uppsetningu á kjöt- og síldartunnum úr tilbúnu efni. — Hefir á lager bala og kúta; sömuleiðis nokkur hundruð nýar síldartunnur. Vöndnð vinna. Lágt verð. Fljótt og vel af hendi leyst. Virðingarfylst Bjarni Jóhssod, beykir, Reyktóbak fæst í Levís tóbaksverslnnnm Austurstræti 4 og Laugavegi 6. Göður seljari. Reglusamur og áreiðanlegur verslunarmaður getur fengið at- .vinnu sem aðalafgreiðslumaður í hægri sölubuð hér í bænum frá 1. maí þ. á. Framtíðaratvinna ef reynist vel. Verslunarskólamenn ganga fyrir, nema góð meðmæli frá fyrri húsbændum só um að ræða. — Umsóknir með kaupkröfu leggist inn á afgreiðslu Vísis, merkt Göður seljarl fyrir 10. þessa mánaðar. Innilegustu þakkir færum við hér með öilum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekning við útför sonar okkar, Oskars Gr. Magnússonar. Katrin Magnúsdóttir. Magnús Einarsson. Vesturgötu 64. Sókn Þjóðverja og friðarhorfurnar Þó að það hafi verið sagt í skeytum, að sókn Þjóðverja á Amiensstöðvunum hafi verið stöðvuð, þá er of snemt að draga af því þá ályktun, að sókn Þjóð- verja að vestan sé meS öllu lok- ið. Það er enginn efi á því, að þýska stjórnin hefir gert sér góðar vonir um að geta yfirbug- að bandamenn nú í vor, og þó að þær vonir hafi ekki rætst í fyrstu atrennunni, þá munu Þjóð verjar þó ekki enn „af baki dottnir11. En af þvi, hvernig þessari fyrstu atrennu reiddi af, má nokkuð ráða um það hver endirinn verði. Mark Þjóðverja var auðvitað að rjúfa fylkingar bandamanna, •og skilja breska herinn á norður hluta vígstöðvanna algerlega frá franska hernum. Ef þetta átti að takast, þá varð það að ger- ast á skömmum tima, áður en bandamenn gátu dregið að sér nægilegan liðsafla á sóknarsvæð- ið, til þess að standast áhlaupin. En það tókst ekki. Og nú hafa bandamenn á þessum stöðvum svo mikinn herafla, að engar lík- ur eru til þess að Þjóðverjar geti unnið bug á þeim. Enda standa þeir nú að því leyti bet- ur að vígi en áður, að yfirher- stjórn þeirra er orðin sameigin- leg. Aftur á móti hafa Þjóð verjar vafalaust beðið ógurlegt manntjón í sókninni. Þeir eru komnir þarna i nýjar stöðvar og ótryggar, sem þeir verða að hafa talsvert lið til að verja og eiga þeir þvi örðugra með að hefja nýja sókn á öðrum stað. Þó að Þjóðverjar hefji ný áhlaup á nýjum stöðvum, þá eru því altaf líkur til þess að það fari á Kömu leið. En það gera þeir þó væntanlega, því að svo hátt hefir verið talað um það, að nú eigi til skarar að skríða, og jafnvel látið svo heita, að keisarinn sjálfur stýri sókninni. — Varla geta þeir þó hald- ið svo áfram í marga mánuði, áður en þeir sannfærast um það til fulls, að þeir muni ekki geta sigrast á óvinum sínum. Og á hmn bóginn er ekki ósenni- legt, að bandamenn læri það líka á þessari liðureign, að þeim muni lika gaDga það seint að sigra Þjóðverja. En úr því ættu allar ófriðarþjóðirnar að geta byrjað að tala um frið í alvöru. Frá því var sagt í símskeyti, að Czernin, utanríkisráðherra í Austurríki, hefði nú á ný lýst þvi yfir, að hann gæti fallist á tillögur Wilsons Bandaríkjafor- seta um samningagrundvöl]. Áð- ur höfðu þeir báðir, hann og Hertling, kanslari Þjóðverja, látið það í veðri vaka, að þeir væru samþykkir sumum tiliögum Wil- sons, en bandamönnum þótti það vera meira í orði en anda. Vera má, að sá sé þegar orðinn árangurinn af sókn Þjóðverja, að tillögur Wilsons hati skýrst enn betur fyrir utanríkisráðherr- anum í Austurríki, svo að hann sé nú jafnvel fús til þess að semja frið nú þegar á þeim grunvelli. En það sést ekki á skeytinu, og væntanlega er þessi fregn of óljós, til þess að byggja neinar vonir á um friðarsamn- inga einstakra þjóða eða allra aðilja. En fremur eru nú líkur til þess, að nær sé að draga ófriðarlokum. Rvenna- Karla- Barna- Regn- hlífar nýbomnar Egill Jacobsen Gasstöðvar- branðgerðin. Frá því var sagt i blaðinu í gær, að bæjarstjórnin hefði samþykt að láta reisa brauð- gerðarhús við gasstöðina nú þeg- ar. Tillöguna um það bar borg- arstjóri fram og gerði hann í allýtarlegri ræðu grein fyrir sögu málsins og horfum. Einum eða tveim dögum eftir að grein sú birtist í Vísi, sem. áður hefir verið getið um, sagði hann að g a s nefndin hefði rætt uppástunguna um að nota hit- ann i gasstöðinni til brauðabök- unar og hefði þegar litist vel á hana. Fekk nefndin síðan þrjá menn, byggingameistara, múrara og bakara til þess að athuga alla aðstöðu og voru þeir sammála um að þetta mætti takast. Gas- stöðvarstjórinn óttaðist, að ef bökunarofn yrði settur á gas- ofnana, þá mundi það verða til þess að gera þá ónothæfari til gasframleiðalu, en samt var ákveðið að gera tilraunina og byggja ofn ofan á minsta gas- ofninn. Eldfastur steinn var nægilegur fyrir hendi og hurðin fyrir ofninn var smíðuð í smiðju hafnarinnar. Ofninn var gerður með öðru lagi en hér tíðkast. í honum er tvöfaldur botn og má draga efri botninn, sem brauðin eru á, út. Milli botnanna er loftrúm og má hleypa þar inn köldu lofti eftir vild ef biti er of mikill í ofninum. í þessum eina ofni má baka 100 Vs brauð á 8 klt., og með því að baka 6 sinnum má þannig baka helming þess rúg- brauðs, sem bærinn nú þarfnast. Og full vissa er fengin fyrir því, að gasofninn er alveg jafngóður til sinnar uotkunar eins og áð- ur. En þó að bygt verði ofan á annan gasofn, þá verður þó ekki hægt að baka að staðaldri i tveim ofnum, vegna þess að alloft er að eins einn gasofn í notkun og ofnarnir notaðir á víxl. Bærinn getur því ekki tekið að sér alla rúgbrauðagerð- ina, þó álltur borgarstjóri, gas-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.