Vísir - 02.05.1918, Page 2

Vísir - 02.05.1918, Page 2
IZL? Vantraust. Það hefir nú verið ákveðið á þingi, að láta fara fram sérstaka rannsókn á verslunarframkvæmd- um landsstjórnarinnar og sömu- leiðis hefir verið fyrirskipuð rann- sókn á fiármálastjórn hennar. Það má í sjálfu sér alveg einu gilda, hvort slik rannsókn er falin sérstakri, þar til kosinni ouefnd, eða nefnd, sem áður hefir verið kosin. Aðalatriðið er, að þingið telur ekki stjórnina þann- ig skipaða, að henni eða skýrsl- um hennar sé trúandi, án ná- kvæmrar rannsóknar af þings- ins hálfu. í ákvörðun um, að rannsókn skuli fara fram, liggur því megnasta vantraustyfir- lýsing, sem engin stjórn, sæmi- lega vönd að virðingu sinni, mundi láta bjóða sér, og leggja ekki níður völd. Og þrátt fyrir allar yfirlýsing- arnar, um að þessa nefndarskip- un beri ekki að skoða sem van- traustsyfirlýsingu, þá hlýtur þing- inu að vera það ljóst, að öðru vísi verður hún ekki skoðuð. Ef þingið bæri traust til stjórn- arinnar, þá mundi það einnig treysta henni til að „varast vít- in“ sem henni kynnu að hafa orðið á. Og hinn tryggasti og dyggasti fylgismaður stjómarinn- ar, háttv. þingm. Dalamanna, undirstrikaði einmitt þetta í um- ræðunum um rannsóknarnefnd- artillöguna. Hann hélt því fram, að slik rannsókn lægi undirbjarg- ráðanefnd, því að henni bæri að athuga, hvort heppilegar 1 e i ð- i r hefðu verið farnar, eða hvort aðrar mundu tiltækilegri. En framsögumaður málsins tók það ekýrt fram, hvert hlutverk rann- sóknarnefndinni væri ætlað, og það var ekki að rannsaka hvaða bjargráða 1 e i ð i r ætti að fara, heldur hvaða útúrdúra stjómin hefði farið frá þeim leiðum, sem henni var ætlað að halda og hver afglöp hún hefði drýgt. — Hann sagði það ekki með þess- um orðum, en meiningin var sú sama. Menn deilir ekki á um það, hvort stjórnin hafi orðið að leigja skip og kaupa og vá- tryggja þau, að ráða menn í sína þjónustu o. s. frv. Og þegar þingið ákveður að láta rannsaka hvernig þetta hafi verið gert, (sbr. orð framsögumanns), þá er það ekki vegna þess, að það haldi að ef til vill sé réttara að hætta öllu slíku, heldur af því, að jafnvel ekki hinn dyggasti og tryggasti * fylgismaður stjórnar- innar á þingi, né heldur félagi hans úr fossanefndinni, hefir kjark til þess að segja að slík rann- sókn sé óþörf, af því að stjórnin hafi gert alt vel. Afglöp stjórn- arinnar eru svo alkunn, að jafn- vel þessir menn þora ekki að bera þau af henni með því að mótmæla slíkri rannsóknar- nefndarskipun, sem hér er um að ræða og taka þannig á sig ábyrgð- ina með henni frammi fyrir þjóð- inni. En svo mikil nauðsyn som nú er talin á því, að verslunarráð- stafanir stjórnarinnar verði rann- sakaðar, þá liggur í augum uppi, að tilefnið til þeirrar rannsóknar getur alls ekki verið gefið að neinu leyti af fyrv. stjórn (Ein- ars Amórssonar), þó að stjórnar- blöðin reyni að láta líta svo út, sem rannsóknin eigi einnig að ná til hennar. Síðan Einar Arn- órsson lét af stjórn, hafa tvö þing verið haldin, og hefðu þau væntanlega rannsakað verslunar- framkvæmdirnar frá hans stjórn- artið (eða hafa gert það), of ástæða hefói þótt til, með því líka að kunnugt er, að hann var þá ekki í meiri hluta. Og það er vitanlegt, að það er einmitt E. A. og hans flokksmenn og nokkrir aðrir af þingsins bestu mönnum, sem knúð hafa fram þessa rannsókn á vandræðaráð- stöfunum núverandi stjórnar, en stjórnin og hennar sauðspökustu fylgismenn reyndu af fremsta megni að koma í veg fyrir hana. En þegar vonlaust var orðið um að komið yrði í veg fyrir að rannsóknarnefnd yrði skipuð, þá var alt kapp lagt á það af stjóm- inni, að nefndin yrði þannig mönnuð, að sem minst yrði úr rannsókninni. Og þess vegna ætluðu stjórnardilkarnir líka al- veg að tryllast, þegar Einar Arnórsson var kosinn í nefnd- ina. En með því sýna þeir ein- mitt, hve lítið traust þeir bera til stjómarinnar sjálfir og að þeir treysta henni ekki til að stand- ast fyrir nákvæmri rannsókn. Ella mátti þá einu gilda, hverjir skipaðir yrðu í nefndina. Frá Alþingi. örstuttir fundir voru í báðum deildum í gær. í Ed. var að eins eitt frv., um mjólkursölu á Isafirði, á dagskrá og var því vísað til 3. um- ræðu. í Nd. var frv. um sektar- ákvæði fyrir brot á reglugerðum um lokun sölubúða til 2. um- ræðu og vísað orðalaust til 3. Auk þess var frv. um stsekkim verslunarlóðar i Ólafsfirði, sem þm. Eyfirðinga flytja, á dagskrá, og varð heldur enginn til þesa að leggja stein í götu þess. Ekkert nýtt framkomið í þing- skjölum og alt „aðgerðalaust14 bak við tjöldin, að því er virðist. Stærstu j ár n vörubirgðir landsins ern nú i Járnvðrndeild Jes Zimsens, sem með síðnstu skipum liefir frá Ameríku og Norðurlöndum fengið afarmikið af ailskonar járnvörum, t, d.: Potta Pönnur Katla Könnur Bala Bittur Bollabakka Ausur Fiskspaða Skolpíötur Þvottagrindur Vatnsfötur Bala, ýmsar stærðir. Mjólkurbrusa, stóra og smáa. Kolaausur Rykausur Trektir Potthlemma Flautukatla Olíuvélar Peningakassa, marg- ar stærðir. Matskeiðar Teskeiðar Hnífapör Hamra Axir Sagir Skrúfþvingur Járnsagir Járnsagarblöð Laufskurðarsagir Hjólsveifar Tengur Hefla, stutta og langa. Þjalir, allar stærðir. Skrúflykla Lamir Lása Lokur Skrár Smekklása Skrúfur, aliar stærðir. Trélím Vírnet Hóffjaðrir Þaksaum Borðvigtir Decimalvigtir og Lóð, allar stærðir. Par eö dagblöö bæjarins ekki heföu rúm fyrir öll nöfn á vörum þeim, sem verslunin hefir, veröur hér staöar aö nema. Virðingarfylst Járnvörudeild

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.