Vísir - 02.05.1918, Page 3

Vísir - 02.05.1918, Page 3
VISIR atsveinn óskast á seglskip, sem fer til Spánar og hing- aö aftur, Menn snúi sér til E. Strand skipamiðlara. Tóbaksverslunin G. Kr. Guðmundsson & Co. sHlpamiðlar Hafnarstræti 17. Sími 744. Skipakaup — Skipaleiga — Vátryggingar. Skövinnustofan á Laugavegi 55 leysir allar viflprðir fljótt og veí alheMi. hefir nú fengið miklar birgðir af: Yindium Cigarettum Reyktótbaki Munntébaki Reykjarpípum fleiri teg. mikið úrval og ódýrar. Át-chocolade og Brjdstsykur o. fl. Stærsta úrval i borginni og hvergi ódýrara. Trúlofun. Ungfrú Maria W. Heilmann og Árni S. Böðvarsson útgertSar- maöur. Dýrtíðin. í nýútkomnum „Hagtiðindum“ er, eins og að undanförnu, skýrsla um smásöluverð i Reykjavík og sýnir hún að matvörur og aðrar uauðsynjavörur, sem þar eru tald- ar og nú eru fáanlegar hér, hafa hækkað i verði um 212%. Á mat- vörum einum er hækkunin igi%; hafa þær hækkað um 47% síðan í fyrra vor og um 12 °/o síðan í árs- byrjun. „Sterling" var á Eyjafirði i morgun, og var lagður af stað þaðan; en ísspöng ein mikil varð skipinu Þrándur i götu úti á firðinum hjá Hjalteyri. Eins og áður er sagt, brotnaði ís- inn á firðinum upp á dögunum og rak hann þá eitthvað út, og komst Sterling óhindrað inn að Akureyri, en í nótt rak spöng þessa aftur inn i álinn milli grunnanna, (Laufáss og Hörgár) og lá Sterling innan- vert við hana kl. 10 í morgun og beið færis að kornast út. »i. . Utf *ir \U vk Urf -ifcLr | Bæjarfréttir. Afmæli í dag. Marta Einarsdóttir. Afmæli á morgun. Ármann Jóhannsson verkam. Gunnlaug Thorlacius ungfrú. Þórunn Finnsdóttir ungfrú. Sigurður Ólafsson rakari- Guðlaug H. Kvaran ungfrú. Steindór Björnsson kennari. Kristján Jónsson prentari. Ragnar H. Blöndal verslunarm. 75 braut yfir annan almenning, sem nefndur er Tootingalmenningur eins og eg komst seinna að. Þessi eltingarleikur tók nú að gerast all- harðsóttur og var þeim mun æsingameiri sem eg ekki vissi fyrir vist, hvort vinstúlkan mín var í hinum vagninum eöa ekki. Viö voi-uin nú komnir hálfa leiö yfir al- menninginn og að járnbrautarbrú einni. Sáum við þá, aö fremri vagninn hægöi ferðina, því að nú varð rauða íjósiS skærara. Vgnstjórinn minn kllaði þá til hans, eins og eg hafði lagt fyrir hann, en þaö varö* ekki til annars en þess, aö hann jók hraðann jafnskjótt aftur, þótt undarlegt væri, og þá fyrst datt mér i hug, að hefði Xenia litiö út um bakgluggann á vagni sínum og oröið þess vör, að henni var veitt eftirför, þá gæti hún skilið það svo, sem þaö væru óvinir hennar á hælum henni, og léti þess vegna vagnstjóra sinn auka skriöinn sem mest til þess að komast undan. „Eftir hraðanum að dæipa, þá er þetta ein- hver hinn ferömesti vélarvagn, sem eg hefi séð Og það eru engar líkur til þess aö við náum honum a beinum og greiðfærum vegi,“ sagði vagnstjóri niinn. „En þaö verðum viö nú'samt aö gera, hvað sem tautar,“ svaraöi eg. „Haldiö þér áfram eins og þér hafið gert og það er líka hugsan- legt, aö hinn vagninn komist bráðum þang- 76 aö, sem umferðin er meiri og leiðin þess vegna torsóttari.“ „Viö skulum vona það,“ svaraði hann, „en eg er hræddur um, að steinolían sé á förum hjá mér, enda var eg ekki sem birgastur af henni, þegar þér kölluðuð á mig í Kensington.“ Þetta þóttu mér illar fréttir, ekki hvað síst, þegar eg sá þá líka, að fremri vagninn dró heldur undan jafnvel þótt við hröðuðum ferö- inni sem mest mátti verða og vagninn okkar hristist allur og nötraði- Þegar við voruin komnir yfir almenning- inn,- beygði fremri vagninn inn i mjóa og fá- menna götu í einu úthverfi borgarinnar og hægði nú ferðina aftur. „Hann er að leita sér að gatnamótum'.“ kallaði vagnstjóri minn, „og nú kemur til okkar kasta!“ Bætti hann þá olíu á vélina og fór nú svo hart yfir, að það var bæði stórhættulegt öllum þeim, sem þarna áttu leið um, og langt fram yfir það, sem leyfilegt var. Varð nú allmikil bugða á veginum, og þegar viö komum fyrir hana, sáum viö okkur til mikillar ánægju, að fremri vagninn haföi nutníö staðar við hlífðarstöpul eða randstein 1 gangstéttinni, en vagnstjórinn var að spyrja Stúlku, sem var að láta bréf í póstkassa þar hjá, til vegar. Okkar vagfn staðnæmdist þama líka við 77 hliðina á hinum og sá eg þá framan í fölt og óttaslegið andlit við vagngluggann. i?aö vai- Xenía og hún sat alein i vagninum. Eg var ekki lengi að stökkva út úr mínutn vagni og þá fyrst geröi hún sér grein fyrir, aö það var eg, sem hafði veriö aö elta hana. „Ja, hvaö er að tarna, Vesey læknir!“ hróp- aði hún. „Eruð það þér sjálfur! Ðæmalaus kjáni get eg verið — eg héit, að þetta væri ein- hver fjandmaður minn, sem væri að ofsækja mig og veita mér eftirför og eg hefi ekki haft augun af ykkur síðan við fórum frá Clapham- almenningi.“ „Þetta er alt saman mér aö kenna,“ sagði eg. „Eg fékk skeytið yðar of seint.“ Opnaði eg svo vagnhurðina fyrir henni, svo hún gæti stigið út úr vagninum. Við báöum vagnstjórana að bíöa stundar- korn og gengum síðan eftir hinni þögulu og mannauðu götu alt þar til að við héldum, að þeir gætu ekki heyrt, hvað við töluðum saman. „Dæmalaust getur þetta verið ólánlegt alt saman,“ sagði hún loksins. „En nú má eg ekkt standa neitt við til að tala við yður, því eg verð að vera kominn ofan á hafnargarðinn í Dóver klukkan ellefu til þess aö geta náö í ferju yfir Sundið.“ „Hafnargarðinn í Dóver!' En hvers vegna fóruð þér þá ekki á járnbrautinni ?“ sagði eg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.