Vísir - 04.05.1918, Qupperneq 3
yísiR
Tilboð
óskast í 55 tonn af góðum og vel þurrum mó. Afgreiðist seint í
ágúst og fram í mars í 10 sendingum, 5—6 tonn með þriggja
vikna millibili. Getur komið tii mála að taka alt í einu fyrst í
september. — Tiiboð óskast skrifiega fyrir 10. þ. m.
iL. OT)enHaupt
Sumarkveðja
til
Þórimnar A. Björnsdóttur
ljósmóður
(frá móður og 10 börnum hennar,
ljósbörnum í>. A. B.).
Ritvélabönd
Carbon-pappir
Doplicator-blek
nýkomið.
Matreiðslvunaður
(helst duglegur kvenmaður)
■óskast á mótorskonnortu sem fer héðan til Miðjarðarhafsins og
•væntanlega hingað aftur.
Upplýsingar gefur
O. Ellingsen.
011 miðhœðin á
Skj aldbreið
til leigu frá 14. mai þ. á.
Eignin fæst einnig ireypt. Skrifleg
tilboð um leigu eöa kaup sendist fyrir
6. þ. m. merkt:
Póstbox 194, Rvík.
Sólin er ljósmóðir sérhvers blóms
og sumar á jörðu vekur,
hún laugar bládögg og bylgjum
hljóms
hvert barnið, er við hún tekur;
þá blessuðu ljósmóður biðjum vér
með blíðgeislamagnið skæra
gleðilegt sumar að gefa þér
og gæfuríkt, ljósa kæra!
Og minjagripur1) af heilum hug
og hlýjum nú þér er sendur
með þökk fyrir nærgætni þína
og dug,
með þökk fyrir líknar hendur.
Gruð blessi þitt líf, þitt starf
og stríð,
og stöðugt þig láni krýni;
á sigurför þinni sól hans blíð
hvert sumar þér indæl skíni.
(G. Gh).
*) Gleraugnahylki úr silfri.
Samanburður.
Hafnarstjóri: byrjunarlaun kr.
5000.00 og Vg0/,, af nettótekjum
hafnarinnar.
Prófessor við háskólann: byrj-
unarlaun kr. 3000.00, hækka á
27 árum upp í 48GO.OO.
Þór. B. Þorláksson
Skrifborð
Komméðar
Borð stærri og smærri
Búðartröppar
hentugar við hreingerningar á
húsum
til sölu.
Samúel Jóbssoii
Skólavörðustíg 35.
Hafnarfógeti: byrjunarlaun kr.
3600.00, hækka á 10 árum upp
í kr. 4600,00.
Docent við háskólann: byrj-
unarlaun kr. 2800.00, hækka al-
drei, engin eftirlaun.
Eftirlaun héraðslæknis eftir 36
ára þjónustu kr. 1000.00, með
dýrtíðaruppbót kr. 1400.00.
Eftirlaun lögregluþjóns eftir
30 ára þjónustu kr. 1500.00, með
dýrtíðaruppbót kr. 1900.00.
Eftirlaun sótara í Reykjavík
kr. 1200.00.
(Læknablaðið).
8i
heyrSi, ai) dyrabjöllunni var hringt og hélt
aS þaö væruö þér. Hljóp eg þá fram í hugs-
unarleysi til aö opna dyrnar og stóö svo aug-
liti til auglitis viö þennan mann — þennan
mann, sem eg hefði síst af öllu viljaö hitta.“
„Óttuðust þér hann?“
„Já, eg óttaðist hann og hataði hann- Eg
__( _((
Hún þagnaði skyndilega og lauk ekki við
það, sem hún ætlaði að segja. Sá eg glögt að
endunninningin um þennan atburð fékk afar-
mikið á hana.
„Hann dó eðlilegum dauða og komst eg að
þeirri niðurstöðu við líkskoðunina, sem fram
fór seinni partinn i dag,“ sagði eg.
„Eðliíegum dauða!“ tók hún upp aítur og
virtist efast um það.
„Já, það er áreiðanlegt."
„Var hann þá ekki myrtur?" spuröi hún í
hálfum hljóðum.
VIII. KAPÍTULI.
Tekur til leyndarmáls Xeníu.
Eg kvað nei viö því og furðaði mig á, hve
mikla áherslu hún virtist leggja á þetta at-
riði.
Hélt hún þá, að þessi ungi, ítalski maður
tV.II.AW O..Q,,y » T rtXT— * ^ - rQÍÍIf
82
hefði orðið fyrir árás annara og látið lífiö af
nianna völdum ? En hvernig gat hún haldið
það, þar sem hún var alein í húsinu?
„Nei — nú má eg ekki bíða lengur!“ sagði
hún svo alt í einu. „Góði læknir, lofið mér
nú að fara leiðar minnar. Eg skal skrifa yður
og það skyldi gleðja mig, ef þér vilduð hitta
mig einhverstaðar erlendis. Má vera, að mér
verði þá frjálst að segja yður meira um þetta,
en nú verðið þér að láta yður nægja þetta,
sem komið er.“
„Jú, en það getur naumast heitið nægilegt,"
sagði eg, „og eg verð að fá að vita meira.
Alt þetta mál er hulin ráðgáta að öllu leyti."
„Það er það ekki síður fyrir mér en yður,"
svaraði hún og bar nú öllu meira á útlensku-
hreimnum í tali hennar, enda var henni mikið
niðri fyrir og virtist vera dauðhrædd um að
ná ekki ofan á hafnargarðinn í Dóver í tæka
tíð.
„Yður er það þá ekki vel Ijóst heldur?"
sagði eg.
. „Nei, það er síður en svo sé,“ svaraði hún
hiklaust, „en leyfiö mér nú að fara og hittið
þér mig einliverstaðar erlendis, eins og eg var
að segja, en ekki má það vera á annara vit-
oröi en okkar. Eg veit, að það eru hafðar
nanar gætur á mér og verð eg þess vegna,
þegai til Parísar kemur, að reyna að fara
htddu höfði, ef mögulegt er, og leita mér að
83
einhverju fylgsni svo að engan geti grunað,
hvar eg sé niður komin."
„Hvers vegna eruð þér þá svona lirædd um,
að yður sé veitt eftirför?"
„Æ, kæri vinur minn,“ sagði hún og stundi
við. „Þér þekkið ekkert til þess arna sem
betur fer, og hafið enga hugmynd um þær
erfiðu og undarlegu kringumstæður, sem eg
á við að stríða. Ef þér vissuð það alt eins
og það er! — Jæja, þér munduð kenna í brjósti
um mig, ef þér vissuð það!“ <
„Eg hét því að reynast yður eins og vinur,
ungfrú Xenía," sagði eg með einlægri alvöru-
gefni, „og eg vona, að yður þurfi aldrei aö
bregðast sú vinátta."
„Nei, vissulega ekki,“ sagði hún og réttl
mér nú höndina til að kveðja niig.
Þá datt mér alt í einu í hug.
„Þér eruð alein á ferðinni,“ sagði eg, „en
má eg nú ekki fylgja yöur til Dóver ?“
Hún hikaði sér í fyrstu, en eg taldi henni
hughvarf og félst hún þá á þetta og brosti
við-
Þetta strok okkar eða flótti var næsta und-
arlegur.
Litlu síðar borgaði eg vagnstjðranum min-
um og settist við hlið liennar í hinn stóra og
prýðilega vagn með glóbjörtum framljósum
og héldum við síðan áleiðis til Dóver alt hvaö
af tók.