Vísir - 26.05.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 26.05.1918, Blaðsíða 3
' VÍSIR " 13 kr. hækkunar eða 50 kr. hækkunar ? Athugið þessi meginrök menta- málanefndar, og hyggið að um leið, hvo líklegt sé, að slíkar röksemdir hafi nokkurntíma ver- ið bornar fram í alvöru, utan þings. Verkalaun öll fara síhækkandi, og mér vitanlega hefir enginn talið það varhugavert, hvorki fyrir þá sök að verðgildi peninga sé „mjög á reiki“, né af öðrum ástæðum. Og þingið gerir sig líklegt til að veita einstöku mönnum eftir- laun og launaviðbætur og minn- ist þá ekki einu orði á reikult verðgildi peninga. Sjálfum sér hafa þingmenn veitt launahækkun og dýrtíðar- uppbót, og óhræddir stungið því fé í vasa sinn, þrátt fyrir það þó að gildi peninga hafi verið „mjög svo á reiki“. Sannast er það, að þessi kenn- ing mentamálanefndar mun ekki hafa heyrst fyr, að varasamt sé að hækka verðlag á vinnu (kenn- ara einna) vegna þess, að pen- ingaverð kunni einhverntíma að breytast. Gaman væri að vita hvaðan nefndinni er komin þessi fjarstæða. Sennilega er hún úr sama Ginn- ungagapinu og ýmislegt annað sama eðlis, sem fram hefir kom- ið í umræðum um fræðslumálin í þinginu. Jörundur fór hörðum orðum, sem von var, um þá óhlutvendni í vali kennara, sem talsvert hefir borið á. Urðu nokkrir bændur óværir undir þeim ummælum, og kváðust ekki þekkja annað en að samviskusamlega væri frá því gengið út um sveitir landsins. Ber eg síst brigður á að þeir hafi farið þar með rétt mál, að þ e i r hafi ekki komið auga á annað en alt sæmilegt í þeim efnum. En um þetta þýðir ekkert að deila, hvorki við þingbændur né aðra. Því verður aldrei hrundið, að við kenslu hafa fengist og fást enn menn, sem eru gersamlega óhæfir. í>að er marg sannanlegt, að fræðslu- og skólanefndir hafa tíðum valið eftir lægstu launa- kröfu og engu öðru. í>ær hafa ráðið til kenslu fólk, sem hefir verið einn vetur á unglingaskóla, og dæmi veit eg þess, að skóla- nefnd notaði mann, sem hún treysti sér ekki til að veita kenn- arastöðu, til þess, að bjóða laun- in niður fyrir öðrum, sem hún vildi fá til starfsins. Enn fremur er það sannanlegt að þing og skólan. hafa nú um nokkurt skeið unnið að því í sameiningu að hrekja frá kenslu- störfum og eyðileggja ýmsa bestu kraftana, með þeirri helgrímu, sem snarað hefir verið á kenn- arastéttina; en svo kalia eg þau smánarlaun, sem lögin ákveða kennurum. Og neðri deild hefir nú sýnt, með því að fella frum- varp stjórnarinnar, að enn um stund á að halda þessu fyrirtæki áfram. J?óraninn Jónsson kvartaði um það, að kennarar þættust hafa meira vit á fræðslumálum en aðrir menn. Ekki er mér kunn- ugt um að þeir láti mikið yfir sér í þeim efnum. En hitt er vitanlegt og sjálfsagt, að kenn- araskólamenn, að minsta kosti, bera langt um meira skyn á uppeldismál heldur en bændur og alþýða manna yfirleitt, sem, að fáeinum undanteknum, geng- ur á snið við alla vitneskju um þau mál. Og talsvert hefði bað verið viðkunnanlegra, ef Þ. J. hefði getað sagt eins og satt er, og fundist gleðiefni, að til er þó flokkur manna, sem með áhuga kynnir sér uppeldismál og hefir því eðlilega langtum meira vit á þeim, en hann sjálfur og fjöld- inn. En það er nú svo, að þeir sem minst vita, láta jafnan drýgi- legast yfir vitsmunum sínum og fróðleik. Annars er skemst frá því að segja að ræða Þórarins bar vott um ein- hvern þann litilfjörlegasta skiln- ing á fræðslumálum, sem eg hefi orðið var við. Vonandi gegur Ed. milli bols og höfuðs á frv. mentamálan. Nd, Og að óreyndu er sjálfsagt að vænta þess að hún horfi hærra og eygi lengra í þessu máli en Nd. gerði. Hún mun athuga það, að verði frv. stjórnarinnar felt, þá neyð- ast flestir nýtustu kennararnír, sem vitanlega geta allavega velt sér, til að hætta kenslu og hverfa að öðrum störfum, sem óvíst er að þeir vilji eða geti losnað við að stríðinu loknu, þegar von er um að kensla verði launuð sæmi- lega. Og hverjum er þá ætlað að taka við barnafræðslunni? Um nýja kenslukrafta getur ekki verið að ræða fyrst umsinn, þar sem Kennaraskólanum hefir ver- ið lokað um óákveðinn tíma. H. B. Frá AlþingL í Nd. var mest rætt umkvik- myndaskattinn og að lokum var frumvarpið í gær samþykt, þó með þeirri breytingu, að skattinn skyldi heimilt að ieggja á allar opinberar leiksýningar og skemt- anir. — Þingsál. um hækkun námsstyrks háskólasveina (um 50°/0), og fjárveiting til áhalda- kaupa handa Röntgenstofnun- inni voru samþyktar. í Ed. var þingsál. um mómýra- rannsókn hleypt til síðari um- ræðu með litlum atkvæðamun. 135 trúöi einu einasta oröi af sögunni, þó aö þeir létu sem þeir tryöu. Eg fann að hél' VOl'U eilihverjar blekking- ar í tafli og þóttist sannfærður um aö: aö- komumennirnir væru mér ekki óvinveittir. ÞaS var sá úteygSi einn, sem vildi mér ilt. Hann haföi boriö þaö á mig, aö eg hef'öi rá'öist á sig og hann haföi fariö1 meö staö- lausar lygar. Aðkomumennirnir spuröu mig nú spjörun- um úr um moröiö og flótta Xeniu. Trúnaðarma'öur hennar er bróðir þessa manns þarna, mannsins, sem eg mætti, þegar liann kom út úr húsinu sem morðið var framið í. Og maðurinn, sem myrtur var, líktist mjög mikið ungum manni, sem opnaði fyrir mér dyrnar að húsinu hérna.“ „Já, einmitt,“ sagði sá meði brennivínsnef- ið; „svo að þér þykist sjá mikinn svip með þeim myrta og þessum unga manni?“ „Vissulega.“ „Þér segist vera læknir. Hafið þér þá aldrei lieyrt talað um skynvillur og ofsjónir?“ „Eg segist ekki vera annar en eg er,“ hróp- aðíi eg reiður. „Eg er læknir, og ....“ „Jæja, jæja, við tökum það alt trúanlegt, sem þér segið,“ greip hann fram í. „Og alt sem þér hafið logiö upp mér við- víkjandi,“ sagð,i sá úteygði með svo mikilli fyrirlitningu, að það sauð í mér reiðin. William le Queux: Leyuifélagið, 136 „Eg hefi ekkert sagt, nema það sem satt er!“ hrópaði eg. „Þá skal eg segja yöur, að þér eruö ekki Vesey læknir, og ennfremur, að alt sem þér liafið sagt er hauga lygi.“ „Þey, þey!“ sagði sá sköllótti í ávítunarróm. „Segið þér þetta aftur,“ æpti eg til Janeskó, „þá skal eg berja yður sundur og saman!“ Og eg óð að honum með krepta hnefa. Hann haföi gert alt til að espa mig og eg er lík- lega dálítiö skapbráður. En nú þótti honum nóg að gert og hann ávarpaöi aðkomumennina á þessa leið: „Nú hafið þið, herrar mínir, sjálfsagt séö nóg og heyrt. Hann er, vesalingurinn, alveg sturlaður, eins og þið getið sjálfír borið vitni um.“ „Sturlaður,“ sagði eg höggdofa. „Þér nefn- ið mig röngu nafni, ásakiö mig um að hafa ætlað að myrða yður og nú segið þér að eg sé sturlaður! Hafið þér fleiru að bæta við?“ Aðkomumennirnir tveir voru eitthvað að hvíslast á að baki mér og eg eg snerist hvat- lega á hæli og sagði með þjósti: „Gerið þér svo vel að segja það hátt, sem yöur býr í brjósti.“ „Jæja,“ sagði sá sköllótti, „það er best að vera hreinskilinn við yður, lierra Sebright. Við neyðumst til þess að hafa yður hér í haldi þangað til á morgun.“ 137 „1 haldi. Hvers vegna?“ „Til þess að bíða þess, að þér getið fært sönnur á, að þér séuð sá sem þér segist vera.“ „Það get eg hæglega sannað.“ „Einfaldast er að fara heim til yðar á morgun og þá getur þjónninn yðar auðvitað sagt hver þér eruð. Við förum með yður þanga. Eða hafið þér nokkuö á yður, sem sannar það sem þér segið?“ Eg leitaðí í vösum mínum, en fann ekkert. Eg haíöi haft fataskiíti áður en eg fór. „Eg hef því miður ekkert,“ sagði eg. „En ef þér viljið síina heim til mín og tala við þjóninn minn, þá getur hann strax sagt yður hver eg er.“ „Það er of seint í kvöld,“ var svarið.. „Þér veröið að vera hér til morguns, og þá skuluð þér fá að hitta þjóninn yöar.“ „Þér eruð með í samsærínu gegn mér!“ hrópaði eg.“ Þiö hafið leitt mig í gildru.“ „Nú er nóg komiö,“ sagði sá dökkklæddi. „Komið þér nú upp í herbergið yðar. Kl. io í fyrramálið förum við að finna þjóninn yð- að og hann kannast þá auðvitað við yður og þá verður endi bundinn á þetta mál. Þeir gengu nú til dyranna og opnaði þær, og sá eg að tveir risavaxnir, heldur hrotta- legir en sæmilega klæddir, náungar stóðu þar fyrir utan. Eg þverneitaði að fara upp stigann og hót-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.