Vísir - 16.06.1918, Qupperneq 2
VÍSIR
Skóvörudeiíd
versl. VON.
veröur opin til kl. 12 á morgun
(17. júní),
Prjónagarnið
er á förum og ekki útlit fyrir að það táist í bráð, því
er vissara fyrir þá sem þarfnast þess aib koma sem íyrst.
Verslnn
0
Asgeir 6. Gannlangsson & Co.
Síldarsöltun.
Til síldarvinnu nú í sumar hjá Hf. „Kveldúlfi“ á Hjalteyri,
verða enn nokkrar stúlkur ráðnar. Upplýsingar daglega frá kl.
3—6 á skrifstofu vorri.
Blutafélagið „Rveldúlíur“.
v i s 1 r.
Aígrsiðiila bisisio i Aðalettsii
14, opín ftft kí. 8—8 4 hvErjum degi,
Skrifsíofa á sama stað.
Sírni 400. P. 0. Box 887.
Ritatjóíáw til viðtals frá kl. 2—8.
Preaismiðjan á Langstveg 4
simi 133,
Anglýtisgiua veitt móttaka 1 Lanói
stjörnnBRÍ eftir kl. 8 4 kvöldin.
Angífsingaverð: 50 anr. hve* eis
d&lk« t ctærri >ngl, 5 anra otS. i
sat&nnglýsingsn aaeð óbn/ttn letri.
Frá Alþingi.
í gær voru stuttir fuudir
báðum deildum.
í efri deild var innflutnings-
bannsfrumvarp Maguúsar Torfa-
sonar til 3. umr. Var á það
bent, að frumvarpið mundi vera
óþarft, en samþykt var það þó
og afgreitt til neðri deildar.
Greiddu ráðherrarnir þvi báðir
atkvæði og verður ekki annað
ráðið af því, en að þeir álíti, að
reglugerðin, sem stjórnin gaf út
á dögunum, hafi verið ólögleg.
Samþykt var tillagan um eftir-
gjöf á skuld riskifélagsins.
í neðri deild urðu talsverðar
umræður um frumvarpið um af-
nám verðlagsnefndarinnar og í
sambandi við það um kostnaðinn
við Ameríkuför og veru Jóns Si-
vertsens. Hóf Pótur Ottesen
þær umræður og kvað eftirlits-
leysi stjórnarinnar með slíkum
fjárgreiðslum og reikningum úr
hófi keyrandi. T. d. hefði J. S.
gert kröfu fyrir 54 krónum á
dag fyrir mat og þjórfó meðan
hann dvaldi í Ameriku og væri
„enginn dýrtíðarbragur á því
borðhaldi“. Og 500 krónurhefði
hann fengið fyrir sumarfatnað.
Allur væri kostnaðarreikningur
hans fyrir 10 mánaða dvöl þar
helmingi hærri en allur kostnað-
ur norska rikisins af eins og
hálfs árs dvöl Friðþjófs Nansens
þar vestra. Mun það þó ekki hafa
verið meiningin, að þeir reikn-
ingar hefðu átt að koma undir
úrskuið verðlagsnefndarinnar.
Komust þeir Pétur Ottesen og
forsætisráðherrann í hár saman
út af þessu, og sagði ráðherrann
að Jón Sivertsen kæmi þessu
máli ekkert við, en taldi það
óviðeigandi að gera slíka árás á
stjórnina óviðbúna!
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu.
Háskólahátið
17. júní.
17. júní verður haldinn hátíð-
legur í háskólanum, sérstaklega
til að kveðja prófessor dr. phil.
Björn M. Olsen. Athöfnin hefst
kl. 1 á morgnn í efri deildar sal
Al'þingis og er öllum háskóla-
borgurum heimill aðgangur með-
an húsrúm leyfir.
Tii athugunar.
Þegar eg hafði dálitla frístund
frá störfum mínum i dag, gekk
eg yfir i hús K. F. U M. til að
skoða myndirnar hans Eyjólfs
Jónssonar, sem sýndar eru þar
þessa, dagana. Þar var reglu-
lega ánægjulegt að vera, og var eg
að hugsa á meðan eg var að skoða
ýmsa þessa ljómandi staði, sem
myndirnar eru frá, hvað það
hlyti að vera gaman fyrir þá
bæjarmenn sem eiga börn,
sem komin eru til vits og ára,
að fara þangað með þau og lofa
þeim að sjá náttúrufegurðina
sem myndirnar sýna (en auðvit-
að þarf að skýra þær fyrir þeim),
t. d. eyjar, merkur, fjöll, dali,
heiðar, læki, fossa, skóga, tún,
engjar, hlíðar, flóa og brim.
Einnig fólkið á grasafjallinu, Og
þá er ,h u g m y n d i n‘ hans Eyj-
ólfs ekki síst. Þar geta börnin
séð hvað fallega hann hugsar.
Mór datt í hug að svona mundi
hann ekki hafa hugsað, hefði
hann sem barn oft verið á „Bio“,
eða á viðlíka óhollum stöðum.
Hann hefir inndrukkið fegurð
náttúrunnar í þess stað, og með
myndúm sínum hjálpar hann
unglingunum til að gjöra hið
sama; þeim sem fá að sjá þær.
Rvík 10.—,6.—’16.
Þ. Á. B.
Kosningarnar í Danmörku
Við hlutfallskosningarnar í
Kaupmannahöfn til þjóðþingsins
danska, fékk listi jafnaðarmanna
um 96 þús. atkvæði, listi ihalds-
manna um 46 þús, listi stjórnar-
flokksins tæp 40 þús., en listi
vinstri mauna (I. C. C.) tæp
2700 atkvæði aðeins. Hlutfallið
var líkt á öllum eyjunum, en á
Jótlandi fengu vinstrimenn yfir-
gnæfandi meiri hluta atkvæða,
nema í stærri bæjunum, en þar
eru jafnaðarmenn í meiri hluta
viðast.
Als voru kjósendur um 1200
þús. og þar af kusu full915þús.
og er það mesta kosniugahlut-
taka sem sögur fara af þar,
(75,30/0) í Vejle kusu flestir, eða
84,7 af hundraði. St/jórnarflokk-
arnir áttu meiri hluta allra
greiddra atkvæða, nákvæmlega
talið 81 atkvæði meira en helming.
Þessi afarmikla þátttaka í kosn-
ingunum, má heita alveg undra-
verð, þegar þess er gætt, að
kjósendum hefir fjölgað um
meira en 100%. Hefði mátt bú-
ast við þvi, að hluttaka hinna
nýju kjósenda yrði miklu minni
en hinna eldri, og að tiltölulega
miklu færri kjósendur myndu
nota kosningaróttinn fyrst í stað
eftir breytinguna en áður, og sú
varð t.d. reynslan hér á landi.
En svo mikið kapp var líka i
þessum kosningum í Danmörku,
að slíks eru ekki dæmi áður og
var kappið jafnt í öllum flokk-
um og stéttum og konurnar
hömuðust á ræðupöllunum eDgu
síður en karlmennirnir.
Dlvftnar
fást í Mjóitræti 10.
Yimiukoim-fargaiiið.
ÞaS sýnist vera kominn tími til
að fara aS hreyfa opinberlega
þessu máli, sem flestum eSa öll-
um kemur svo mikiS viS, nefní-
lega vinnukonumálinu. ÞaS er far-
iS aS ganga svo úr hófi hve dýrt
verSur aS kaupa hjálpina sem
heimilin þurfa. Ekki er þaS orSið
sjaldgæft aS þær setji upp 30—
40 kr. og jafnvel 50—60 kr. á
mánuSi hefir heyrst. AuSvitaS er
þetta aSeins 4 mánuSi, sumarið,
en töluvert víða fá þær 20—30
kr. hvern mánuð árið i kring.
Gera menn sér grein fyrir, hvað
það kostar yfir árið að halda stúlku
með þessu lagi, nú í dýrtíðinni?
Eg vildi gera stuttlega grein fyrir
því með einföldum tölum:
Kaup á mánuði . . kr. 25,00
Fæði - — . . — 50,00
"Herbergi með rúmi,
ljósi og áhöldum . — 10,00
Alls kr. 85,00
Um árið kr. 1020,00
Auk þess er þvottur og margt
smávegis, sem verður að skoða
sem hlunnindi, en kostar þó alt
mikið. Hve miklar tekjur má það
heimili hafa, sem getur haldið
svo dýra hjálp? Er ekki þetta að
vaxa upp yfir höfuð á okkur
kaupstaðarbúum ?
Eg lit svo á, sem þetta sé að
verða eitt stærsta vandræðamál
okkar, og ‘að nú þurfi konur og
menn að hjálpast að því, að kom-
ast undan oki þessu, en það verð-
ur aðeins á einn hátt, eftir því
sem eg fæ séð. Tökum höudum
saman að vinna húsverkin sjálfi
látum drengi jafnt sem stúlkur
venjast heimilisvinnu, og jafnvel
húsbændur taki hönd í með, allu'
sem einn, þá verður verkið létt-
Þið húsbændur, embættismenn og
aðrir, sækið mjólkina og fiskin11
um leið og þið gangið út á morgO'
ana, drengir skúri gólf, beri inl1
mó og út ösku, að eg tali okki
um stúlkubörnin, því margar hend-
ur vinna létt verk; þetta l]efir
lengi viðgengist í Ameríku og f*r'
ist óðfluga hingaö í álfu, og nn'
grannaþjóöirnar eru að koma með
ýmsar tillögur sem stefna í þa
átt að koma á nýju skipulagi.
Eg læt mér nægja að þessn
sinni aðeins að hreyfa málinu, eU
vona að margar konur verði ti
þess að leggja orð í belg, ef ske
mælti að þeim hugsaðist eilthvert
snjallræði annað, en hér er ne^n
á undan. Stúlkurnar múndui au
þess græða það, að verða frjálsar
verur sem ekki þyrftu að veta
lengur ambáttir eða undirty* ur>
sem þær að vonum eru Iöngu
orðnar þreyttar á.
Madama.