Vísir - 04.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1918, Blaðsíða 2
V í S i R Forsætisráðherra svarar. Þar sprakk kýlið loksins — á föstudaginn. Og Ijótt kafði það yerið sem út kom, að sögn þeirra sem heyrðu. Um munnsöfnuð forsætisráð- herrans ætla eg okki að tala. Hann hafði verið með lakasta móti og ennþá tuddalegri heldur en þegar hann var að skamma þingmanninn fyrir það á dög- unum, að gera kostnaðarreikning herra Jóns Sivertsens að um- talsefni í þinginu. En forsætisráðberrann svaraði alls ekki því sem hann var spurður um. Hann sagði þing- inu af létta um viðskifti H. N. Andersens og sín á öllum öðrum sviðum en því sem fossana snerti. Þeir væru gistivinir að lang- feðgatali, konur þeirra væru skyldar, þeir væru kunningjar og umgengjust sem slíkir o. s. frv. !>etta er þinginu og almehningi gersamlega óviðkomandi. Þetta er privatlíf ráðherrans og það er svo langt frá mér að vilja draga það út úr þeirri friðhelgi sem það á jafnt á sér og prívatlíf allra annara manna. Prívatlífið er hafið upp yfir blaðadeilur og eg hefði alls ekki drepið á það, ef forsætisráðherrann hefði ekki sjálfur í ræðu sinni gefið tilefni til þess. En það var verið að spyrja hvað hefði farið honum og And- ersen á milli um fossamálið i smæstum sem stæstum atrið- um, og þar til átti ráðherrann ekki önnur svör en þau, að And- ersen hefði sagt við sig að hann áliti að íslendingar ættu sjálfir að eiga upptökin að fyrirtækjum á íslandi; nákvæmlega eins og Andersen segir í Ritzau-skeytinu, sem prentað er í Vísi 5. júní þ. á. Það er nú svo sem auðskilið, 'að þetta hafi hljómað vel i eyr- um ráðherrans; það gerir það í eyrum allra. En hvað sagði hann? Hvaða tilefni gaf hann til þessara ummæla? Hann er kannske ekki ennþá búinn að taka eftir því, að það var þ a ð sem var verið að spyrja hann um. Og hvað sagði hann, þegar Andersen (sbr. ofannefnt skeyti) tjáði „sig fúsan til að styðja að slíkum þjóðþrifaframkvæmdum af fremsta megni“? Og hvað sagði hann, þegar hann (sbr. skeytið) var með Andersen á fundi fulltrúa danska stóriðnað- arins, þegar Andersen lofaði honum „að hann og þeir vildu fúslega styðja að framþróun ís- lands með ráðum og dáð, verk- legri þekkingu og fjárframlög- V í S1R. Atlas Diesel-landmótorar. Nokkra mótora héíi eg til sölu. 2 stykki 2S— 30 hestöfl. 2 — 42— 60 — 2 — 46— 80 — 2 — 90—107 — Verðið er lágt og vélarnar ern ágætar og ábyggilegar. 1 samskonar vél er hér til sýnis hjá Sláturfélagi Suðurlands, og hefir hún verið notuð hvern dag i 5 ár, og aldrei orðið inis- dægart. Allar nánari upplýsingar gef eg Garl F. Bartels, einkasali fyrir ísland, hittist Hverfisgötu 44, niðri, hvern dag frá d. 5—7 e. m. „ *Sirni lí >r». 10 síldarverkamenn geta iengið atvinnu á Siglnfirði i snmar Th. Thorsteinsson. étl SlilalUDrelö fæst með öllum áhöldum til leigu frá 1. okt. þ. á. Frekari upplýsingar fást á Hótel ísland nr. 20, kl. 2—4 í dag. Eldsneytisskrifstofa Bæjarstjórnar Heykjavíkur hefir nokkrar smálestir af vel þnrrnm mö frá fyrra ári til sölu. Pantanir eru afgreiddar og borgun veitt móttaka á Eldsneytis- skrifstofunni í Hegningarhúsinu. Utflutningsneftidina vantar bókhaldara og vélritara strax. Umsóknir, með tiltekinni kaupkröfu, leggist inn á afgreiðslu blaðsins, fyrir föstudagskvöld, í lokuðu um- slagi merkt: Útflatningsnefnd. A f r a i d e I a bi&ðsiot i Áð&lstmi 14, opiu frá ki. 8—8 á hverjaai dags. Skrifaioía á aama stié. Sími 400 P. 0. Box 8S7, Ritatjörina til viíísl# írá ki. 2—3. Prentamiðjan i Langnveg 4. sími 183. Anglýsingnei vaitt möttaka í Lrkö* stjörnasni *ftir kl, 8 & kvöldin. AnglfBingftverJ: 50 nor. hver cm. dáik« í rtærri (angh 5 »ura or*t i eH&nnglýeingnai uei öbreyttn letrí. um“? Og hvað eða hver gaf tilefni til þess fundar? Og hvað sagði hann, þegar Andersen, í samræmi við þetta (sbr. skeytið) „hét þeim hjálp sinni til að koma þeim fyrirtækjum í framkvæmd, sem alþingi íslendinga hafa bor- ist erindi um?“ Og að hverju leyti var sú yfirlýsing gefin að gefnu tilefni frá forsætisráðherr- anum ? Það var þetta, sem hann var spurður um, og það var þessu, sem hann átti að svara, en svar- aði ekki. Og hann er þó væntan- lega ekki svo bíræfinn, að ætla að telja manni trú um, að hann 'iafi ekki heyrt, þegar öll þessi stórmenni voru að ávarpa hann, eða að hann hafi staðið eins og :>vara og ekki komið upp nokkru orði. Og hann ætlar væntanlega ekki heldur að fara að telja manni trú um, að „málin, sem alþingi hafa borist erindi um“, séu önnur en fossamálið. Forsætisráðh. ætlar væptan- lega að hreykja sér af því, að hugsanlegt væri að undirritaðan kynni að bresta sannanir fyrir því, að annaðhvort alt það 6l/4 milj. kr. ián, sem hann tók í Danmörku í fyrrahaust, eða partur af því, hafi verið tekinn hjá „Stóra Norræna". Setjum að svo væri. Hverju haggaði það? Engu! Lánin eru jafn mikil og tekin með jafn óhagkvæmum kjörum fyrir þvi. Brall forsætis- ráðherrans bak við tjöldin engu ógrunsamlegra þar fyrir. Og stærstu líkurnar fyrir bralli hans og baktjaldamakki eru fólguar í framkomu hans, þegar hann í fyrra beitti þeirri aðferð í fána- málinu, sem þingið mun sjálft best kunna að meta. En eg ætla ekki að fara að rekja stjórnmálaferil forsætisráð- herrans. Það bíður betri tíma. En mörgum finst sá ferill vera orðinn nógu langur þegar. Og hvað sem viðskiftum hans við „stórveldið“ H. N. A. líður, þá hélt maður að hann væri búinn að fá svo smjörþefinn af við- skiftum sinum við stórveldin, að hann vildi sem minst um þau tala. Maður hélt yfir höfuð, að bresku samningamir, sem for- sætisráðherrann hefir komið i kring, væri það besta frímerki á haun út úr stjórn landsins, sem hugsast gæti. X

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.