Vísir - 14.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1918, Blaðsíða 2
Vͧ1R V ISIR. Aígrsiiala bkislss i Aðalstrat 14, opin fr& kl. 8—8 4 hverjum dsgi. Skrifeiofa 4 saœtt stai. Sími 400 P. 0. Boz 387. Ritstjórina til yiðtali frá kí. 2—8. Prentsmiðjan 4 Langaveg 4 simi 133. AnglýsingUK ysitt mðttaka i Lanás stjörnnBai sftir kl. 8 4 kröldin. Anglýsingaverð: 50 anr. hver em d41ks i rtærrí angl. 5 anra orfii i sn4f>uglý8Íngam meS ðbreytta letri. Símskeyti lrá fréttaritara Vísis. Khöfn 12. júlí. »Berlingske Tidendet segja, að spanska veikin (Grippe) sé mönn- um áhyggjuefni á Islandi. Fréttaritara yðar hefir eigi þótt það þesi^vert, að geta veik- innar í simskeytum, sökum þess, að læknar telja hana uppvakn- ing fávísra blaðamanna. Lækn- ar telja hana eingöngu venju- lega „catarrh inflúenzu", sem menn séu eigi veikir af lengur en 3—4 daga og hafi eng- in eftirköst. „Hospitalstidende“ segja frá því í gær í fréttum frá Kristianíu, að þar hafi orðið vart við in- flúenzu. í dag fróttist það, að prófessor Schuermann við háskólann í Halle haldi því fram, að hann hafi fundið venjulegar inflúenzu- sóttkveikjur í mönnum, sem höfðu hina svokölluðu spönsku veiki. „Serum“-stofnunin er nú að leita að sóttkveikjunni. Engir hafa dáið hér úr veikinni og er hún ekki sérlega útbreidd. Khöfn 12. júlí. Rfkiskanslarinn þýski lýsti yfir því í ríkisþinginu, að persónu- legar ástæður hefðu valdið því> að Kuhlmann fór frá, en eigi ágreiningur um stjórnmál. Hintze hefir lofað því að feta í fótspor fyrirrennara sinna. Það virðist svo, sem meirihl. þiugsins viiji styðja stjórnina. ítalir hafa handtekið 1690 menn í Albaníu. Khöfn 12. júlí. „Politiken“ og „Berlingske Tid- ende“ flj'tja bæði ritstjórnargrein- ar um hina ranglátu afstöðu, sem sum blöð í Nöregi hafa tekið í sambandsmáli íslands og Dan- merkur, og segja að það sé eigi í fyrsta skifti, sem „Tidens Tegn“ sletti sér fram í dönsk innanrík- ismál á óvingjarnlegan hátt. Segjast þau efast um að ísleud- ingar mundu meta mikils loforð „Tidens Tegn“ um stuðning, ef þeir vissu undan hvaða rifjum þau væru runnin. Allir, sem óska þess í einlægni að bæði Dan- mörku og íslandi farnist vel, og þar með að Norðurlönd blómg- ist, láti samningaumleitanirnar afskiftalausar og bíði árangurs, án þess að sletta sér fram í mál- ið með óþörfu og óviðurkvæmi- legu hjali, „Borlingske Tidende“ segja: Af fréttum þeim, sem oss hafa borist frá íslandi þessa síðussu daga, höfum vér því miður veitt því eftirtekt að utanaðkomandi áhrif virðast hafa náð tökum á almenningsálitinu á íslandi og eflt mjög fylgi hinna svæsnustu sjálfstæðismanna. Merkustu blöð- in i Danmörku, Noregi og Sví- þjóð hafa sýnt þann skilning að ræða ekki um einstök atriði máls- ins né það sem á milli ber, en í Noregi eru til blöð sem ekki eru jafn orðvör sem skyldi, enda þótt þau hafi ef til vill engan ákveðinn tilgang með því. En vegna þess að íslensku skilnað- armennirnir vilja fá það skýrt fram, hvert sé takmarkið, getur þetta orðið til þess að vekja sundurlyndi. Þess vegna getum vér þegar og hiklaust svarað því fyrir Dana hönd, að þeir vilja eigi að nú sé litið á afstöðu íslands og framtíð eingöngu frá dönsku sjón- armiði. En þar sem bestu menn beggja þjóða reyna nú í alvöru og einlægni að jafna deilumálin, þá krefjumst vór þess, að eigi só gert erfiðara fyrir af þeim, sem ekki eru málsaðiljar. Og vér krefjumst þessa eigi eingöngu vegna Danmerkur og íslands heldur og í augljósa þágu sam- eiginlegrar menningar og hags- muna allra Norðurlan,da. Þegar litið er á fjögra ófrið- ar-ára samvinnu Norðurlanda getum vér tæplega trúað því um nokkurn þann er ábyrgðartilfinn- ingu hefir, að hann vilji hætta á það, að slíta góðri samvinnu og samkomulagi, sem hvað eftir annað hefir komið í ljós og því trausti er hvorir hafa borið til annara. Khöfn 13. júlí. Frá Berlín er símað, að Maximalistai* og Finnar haldi i sauieiningu með her norður á bóginn gegn handamanna- hersveitunum. — Gntsclikov, fyrv. forseti rússneska þings- ins er foringi gagnhyltingar- manna. Þýska þingið hefir samþykt nýja lántöku að upphæð 15 miljarða marka til hernaðar- þarfa. Óháði r jatnaðaimenn greiddu einir atkvæði á móti. Jafn&ðarmennirnir Og sambandssamningarnir. Eins og lög gera ráð fyrir, þá var útlendum blöðum símuð á- lyktun sú, sem birt var hér undir nafni alþýðuflokksins á dögunum. Af skeyti því, sem birtist í blöðunum hór í gær, má sjá hvernig sum útlendu blöðin hafa skilið þau afskifti jafnaðar- mannanna íslensku af sambands- samningunum. Sænska blaðið „Dagens Ny- heter“harmar það sýnilega fyrir hönd hinna ófrjálslyndari Dana, að þeir skyldu ekki taka þátt samningunum, og virðist draga þá ályktun af þessari ályktun jafnaðarmanna, að áhrifa hinna ófrjálslyndari fulltrúa hefði átt að geta orðið vart á líkan hátt, meðal skoðanabræðra hér á landi. En sennilega hefir blaðið ekki fengið svo nákvæmar fregnir af þessari ályktun, fylgi hennar og áhrifum, að það geri sér alveg rétta hugmynd um hana. Þvi virðist vera það eitt Ijóst, að hún hafi komið fram til stuðnings við Dani, en ekki hitt, að áhrif hennar hafa orðið alveg þveröf- ug, vegna þess hvernig henni var tekið. Það er að vísu ennþá of snemt að fullyrða nokkuð um endanleg úrslit samninganna, en það er þó óhætt að fullyrða, að þetta sænska blað veður í hinni mestu villu, ef það heldur að happa- drýgra hefði verið, að íhalds- ílokkurinn danski hefði einnig sent fulltrúa. Það er óhætt að fullyrða, að bæði Danir og ís- lendingar hafi verið hepnir í fulltrúavalinu, því að hvorir- tveggju fulltrúarnir munu hafa gengið til samninganna með þeim hug, að reyna að komast að einhverri niðurstöðu, sem báð- ir gætu vel við unað. En vitan- legt er, að þeir menn eru til, og ekki allfáir, í báðum löndum, sem ekkert samkomulag vilja og mestar líkur eru til þess, að íhaldsmenn hefðu sent einhverja slíka fulltrúa hingað, ef þeir hefðu tekið þátt í samningunum. Aftur eru aðrir, sem eru of fús- ir til samkomulags, og þeir eru ekki síður hættulegir heppileg- um úrslitum. Þann flokk hafa þeir menn fylt, sem lileyptu þessari ályktun alþýðusambands- ins af stokkunum. Jafnaðarmenn gera löngum lítið úr þjóðernisbaráttunni og ’ telja hana réttlausa. Enþjóðernis- tilfinningin er enn svo rik með öllum þjóðum, að fylsta tillit verður að taka til hennar í slík- um samningum milli sambands- þjóða, ef vel á að fara. Og hér á iandi á það vafalaust langt í Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir S.65 og 3.65. lEgillJacobsen land, að jafnaðarmenskan út- rými henni. Á þessu hafa forkólfar íslensku jafnaðarmannanna flaskað. Og afleiðingin af því gat ekki orðið önnur en sú, sem þeir hafa nú rekið sig á, eð þeir standa einir og fámennir uppi, og er ekki enn sóð fyrir endann á afleiðing- unum. Yafalaust væri þeim það fyrir bestu, að reyna að láta fyrnast yfir þetta fljótræði sitt. Annars gæti svo farið, að mál- efni það, sem þeir berjast fyrir, biði varanlegt tjón af því. Þýskar dýrtíðarvörur. Á Þýskalandi hefir verið fram- leitt afarmikið af svonefndum dýrtiðarvörum, og búist er við að eftir ófriðinn muni hefjast út- flutningur á þeim til annara landa. í tilefni af þessu hefir norski konsúllinn í Hamborg rit- að utanríkisráðuneytinu það sem hór fer á eftir : „Vegna síaukins skorts á ýms- um framleiðsluvörum er Þýska- land á friðartímum hefir fengið frá öðrum löndum, sórstaklega matvælum, leðri, baðmull, og öðrum hráefnum handa iðnaðin um, hefir farið mjög í vöxt til- búningur á vörum, sem að rneira eða minna leyti geta komið í stað þeirra, sem áður hafa verið notaðar, en nú lítt fáanlegar. Flestar þessar dýrtíðarvörur eru mjög lólegar og síst til frambúð- ar; eru miklar líkur til að fram- leiðendurnir sitji með miklar birgðir af þessum vörum í ófrið- arlok og verður þeim þá dembt á erlenda markaði. Það er þess vegna mikilsvarðandi, að í tæka tíð sé vakin athygli verslunar- stéttarinnar norsku og alls al- mennings á fánýti þessa iðn- varnings". Það er harður dómur sem hór er feldur yfir þýska dýrtíðar- iðnaðinum, en liklegt er að svip- að megi segja um samskonar vörur, er framleiddar hafa verið meðal hinna ófriðarþjóðanna og því full ástæða til þess að var- ast eftir föngum innflutning á þess háttar varningi. Yersl.tíð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.