Vísir - 25.07.1918, Side 3

Vísir - 25.07.1918, Side 3
ViSlR fást í yerslun Einai's Árnasonar. Dýrar munaðarvörur. DýrtíS er mikii í Hollandi eins og annarsstaðar, en ekki kveður minst aS henni á aðfluttu mun- atöarvörunum. Yerðið á franskri „likör“-flösku «r orðið 120 frankar og á græn- um Chartreuselíkör 90 krónur. Franskur skútueigandi fór nýlega verslunarferð á skipi sínu frá Bordeaux til Rotterdam meS þess- Siáttar vörur og varð aS sögn stór- ríkur á ferðinni. Appelsinur eru líka afar dýrar * Hollandi. Sjómaður einn flutti þangað nýlega eina körfu með appelsinum i farangri sinum frá Frakklandi, seldi þær á uppboði og fékk 6 franka fyrir hverja. Síðan voru þær seldar í smásölu fyrir enn hærra verð. Tvinnavindsl kosta þar um 2 franka ; einn meter af ensku klæði Itostar 58 franka. Tóbak er þar af mjög skorn- um skamti og aðeins hoilenskt ftóbak fáanlegt. Það er talið að |>aS þurfi að verBa tveggja ára gamalt. áður en það sé hægt að gera vöru úr því, en nú eru Holl- endingar þegar farnir aS að vinna úr uppskerunni frá því í fyrra. En þeim þykir það ekki gott! Dýr föt. í bréfi, sem Jakok Hafsteen fjekk í gær frá vefnaðarvöruverslun á Englandi, sem hann skiftir við og einnig hefir mikii viðskifti við Rússa og er nákunnug verslunar- ástandinu í Rússlandi, er sagt frá því, aS venjulegur karlmannsfatn- aður hafi i maímánuði kostað 100 sterlingspund í Rússlandi. — Dýr þykja fötin vera hér og enn þá dýrari eru þau annarstaSar á Norðurlöndum, en mikið vantar þó enn á það að verðið sé kom- ið upp í 1800 krónur á fatnað- inurn. Dýrtíðin í Þýskalandi. Maður, sem nýkominn er hing- að frá Þýskalandi, segir að ilt sé orðið að lifa þar. Einhleypir menn verða aS borga þar i bæj- um 200 mörk á mánuði fyrir mat og húsnæði. Islendingar, sem þar hafa verið, hafa aukreitis fengið talsverðan mat.frá Danmörku (feit- meti kjöt o. fl.), en þó er skamt- urinn svo lítill og lélegur, að menn verða að kaupa sér auka máltíð- ir á veitingastöðum ef þeir vilja fá sig sadda. Ekki segir hann að Þjóðverjar óttist það, að bandamenn fái nokkurntíma sigrað þá, en öli al- þýða manna vildi mikið til þess vinna að friður kæmist á og jafn- vel láta EIsass-Lothringen af hendi. Gordon Bennett. Gordon Bennett hinn frægi rit- stjóri og eigandi heimsblaðsins New-York Herald er nýdáinn. Þótt hann aldrei skrifaði neitt sjálfur, varð hann heimsfrægur fyrir blað sitt, því hann hafði sórstök tök á, að velja sór rit- færa samverkamenn, kunni vel að stjórna þeim og var mjög hugmyndaríkur. Honum grædd- ist stórfó, og auk þess hafði hann erft eftir föður sinn mikinn auð ásamt blaðinu. Karl faðir hans var líka nafnkendur blaðamaður og kunni vel að velja það efni í blaðið, sem fólk vildi lesa. Um hann er í frásögur fært, að eitt sinn, er hann þurfti að fylla auðan dálk, hljóp hann út á stræti, skammaði þar lögreglu- þjón, uns þeim lenti saman í illu og skyldu að lokum með blátt auga hvor. Síðan fór hann heim og ritaði dálkinn fullan af skömm- um um lögregluna og fautaskap hennar við friðsama borgara. Sonur hans, Gordon, fann stund- um upp á svipuðum tiltækjum, en í stærri stíl. — Nafnkendast- ur varð hann fyrir það, er hann sendi Stanley til Afriku, að leita að Livinnstone — og kostaði ferð- ina, en það var ekkert smáræði. Hann sagði við Stanley: „Þú ferð og finnur Livingstone!" Stanley gerði. sem hann bauð og fann Livingstone, en auk þess heila heimsálfu. Þegar Jules Yerne hafði ritað: Ferðin kringum hnöttinn á 80 dögum, og allir töldu það æfin- týri og ósennilegt til framkvæmda mætti Bennett ungri stúlku á götunni, sem bað hann að veita sér einhverja atvinnu. „Farðu kringum hnöttinn á minna en 80 dögum“, sagði Bennett. Hún fór óðara á stað og kom aftur eins og hún fór, með litla hand- tösku í hendinni og hafði verið aðeins 76 daga i túrnum. Hún hafði hitt Jules Verne í Paris og fullvissaði hann um, að hún skyldi láta Filias Fogg verða sór til skammar. Þegar kólerafarsóttin geysaði í Hamborg, sendi Bennett ung- an blaðamann, Stanhope, til Ham- borgar með þeim tilmælum, að hann reyndi að sýkjast þar alvar- lega af kóleru og léti siðan reyna á sér nýtt kóleruserum, sem am- eriskur læknir hafði þá nýlega fundið upp. Stanhope fór, túk kóleruna, og hana skæða og sendi í andarslitrunum slmskeyti til blaðsins á þessa leið: „Með 5 billiónir af kólerubakterium i mag&num sendi eg þetta skeyti. Meðalið gutl“. Stanhope batn- aði eigi að siður og varð fyrsti aðstoðarmaður Bennetts. A seinni árum vakti Bennett mesta athygli á sér fyrir örlæti sitt við ýms fyrirtæki, t. d. fyr- ir há verðlaun og verðlaunagripi sem hann gaf til kappreiða í bilum, kappsiglinga og kappflugs. t langan tima bjó hann i Nizza íítaliu, enstjórnaði blaðinu gegn- um símann. Aðalefni þess var daglega símað til hans, áður en það var prentað. (Eftir „Pólitiken8) 285 manuamál fyrir innan. Lauk eg því tipp ’hin- um dyrunttm, svo hljótilega setn niér var mögttlegt. Eg hélt niöri í fnér-andanum, því aö ekki vissi eg nema einhver kynni aö vera þar inni. Skammbyssuna haföi eg í jakkavasanum, svo aö eg gæti gripiö til hennar undir eins og þörf geröist'. Eg opnaöi dyrnar meö ltægö og sá mér til mikillar ánægjtt, aö dimt var í herberginu og vængjahuröin lokuö, en þetta var herberg- iö, þar sem ókunni maöurinn hafði beöi'ö skapadægur sitt og veriö myrtur á laun. Um leiö og eg skrapp inn úr dyrununt, rak eg höndina í rafmagnskveikjuna og kveikti rafljósiÖ um leiö til þess aÖ reka mig ékki á borö og stóla. Mér varö ósjálfrátt litiö á gólfdúkinn — á staöinn þar sem eg haföi séö dauöa mann- inn liggja endilangan, jú — og þar sá eg undir eins merki ódáöarverksins, stóran og úökkan blóöblettinn, sem ekki varö meö nökkru ritóti afþveginn. Eg staröi á þetta nokkra stund óttasleg- ínn eöa eins og heillaður. Annars var her- bergiö meö sönut ttmmerkjum, sem eg haföi séö þaö seinast, nema aö því leyti, aö vængja- •dyrnar voru lokaöar og dyratjaldið dregiö til ltliöar út aö veggnum. 286 En ef einhver skjddi nú opna dyntar og koma að mér þarna! Mér skaut heldur en ekki skelk i bringu viö þessa tilhugsun og litaöist ura, til a'ð leita mér aö felustað, en sá, aö það var ekki um annað aö velja, en að leynast bak viö dyra- tjaldiö. Var þaö svo þykt og stórt, aö eg gat hæglega faliö mig i fellingumvþess án þéss nokkur maður tæki eftir ntér. Eg gekk því mjög hljóölega aö rafpiagns- kvcikjunni og slökti rafljósiö, en um leið tók eg eftir því, að ofurlitla Ijósglætu lagði gegn um skráargatið á vængjahuröinni. Laut eg með hægð ofan að því og lagöi augað viö og gat eg þá séð um allan salinn. Fyrir framan eldstóna stóð Chiquard og ræddi við frú Kynaston, en hún sat þar rétt hjá og sömuleiðis Gallíni og Gyöingastúlkan frá Genúa. Chiquard talaöi á frönsku, hægt og sannfærandi og var hann allþungur undir brún og virtist hinn ákveöriasti. Eg gat troðið mér á milli dyratjaldsins og huröarinnar — einmitt þar sem mér þótti lík- legast aö moröinginn heföi faliö sig áöur en hann réöi á manninn — lagöi eyrað við rif- una milli vængjahurðanna og reyndi nú aö hlusta af öllufn mætti. Alt var svo kyrt og þögult í kring um mig, aö eg heyröi hvernig hjartaö í mér baröist af geöshræringunni, sem eg var í. 287 Hvaöa erindi skyldi þessi þrenning eiga viö húsmóðurina, þar sem þau höföu þó áður gert sig sek í að vaða um hús hennar að henni f jarverandi ? Eg heyrði nú aö einhver, sem eg giskaði á aö væri frú Kynaston, sagði á ensku: „Þetta er alt næsta undarlegt og haföi mig aldrei grunað neitt slikt. Þiö ha’diö þá, að af honum stafi veruleg hætta?“ „Já, þaö höldum viö, frú mín góö,“ svaraöi Chiquard, „og eg hygg aö yður skiljist þaö'. að horfurnar eru afar-ískyggilegar sem stend- ur, eins og eg þegar hefi tekið fram.“ „Og hvar er Líónel ?“ spurði frú Kynaston. „Eg þóttist eiga vissa von á því aö hitta hann þegar eg kom til Charing Cross i gærkvöld, því eg hafði símaö til hans.“ „Hann er einhverstaöar erlendis. Þaö er mánuöur síöan að eg fékk seitiasta bréfiö frá honum og l>aö var skrifað í Krakóv." „Eg hefi skrifað honum þrívegis til Boodle núna ekki alls fyrir löngu og ekkert svar fengiö, en eg hugsa, aö hann sé svo niöur sokkinn í þessi ástamálefni sin, aö hann sé búinn aö gleyma gömlum kunningjum,“ sagöi ekkjan gremjulega. „Hartn var hér i London fyrir eitthvaö hálf- um mánuöi,“ sagöi nú Gallini. „Bónell vinur minn, sem gengur unt beina í Garlton-gistihús- inu, sagði mér að hann hefði komið þangaS W.illiam le Queux: Leynifélagið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.