Vísir - 07.08.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1918, Blaðsíða 2
V í %í S Samsæti er ákveðið að halda lierra Árna Eggertssyni erindreka íslands í Yesturheimi, næstkomandi þriðjudagskveld, 13. þ. m., kl. 8^/a, í Iðnaðarmannahúsinu. Þeir sem vilja taka þátt í samsæti þessu eru beðnir að skrifa sig á lista í Bókverslun Isafoldar, og vitja aðgöngumiða þangað, í síðasta lagi á laugardag. Reykjavík 7. ágúst 1918. Forstöð uneíndin. Löðarbelgir uýkomnir í heildsöluversliut A. Guðmundsson. V IS1 R. Aig'raiiila bi&iaÍBt I AðsUtrscí 14, opm frá kl, 8—8 á hverjom dagi, Skrifatoía 6 saaia sUi. Simi 400 P. 0. Box 887. Rltstjórina til viilals frft Kl. 2—3. Preatsraiijan & Langafag i eðmi 183, AuglýBizgum Teitt móttaka i La»4e Btjönmaai aftir kl. 8. 4 kvlildin. Anglýsingavari: 50 anr. bvez em d&lki i itærri aagl, 5 anra orðt i gmácngíýeingnes ste! óbreyttn letri. Þrjú bréf frá Björnstjerue Björnsson. iii. 6. apr. (18)70. Eftir bréfi yðar er eg ekki al- veg viss um, hvort heldur þér farið svo að mér af herkænsku, ellegar þér skiljið mig í raun og veru ekki til fulls, og hvað eg er að fara í þessu máli. Hvort sem heldur er, etendur mér á sama. Mér er ljós nauðsyn þess, að þið gerið hrein fjárhagsskiftin við Dani. Eg skil, að það er rangt hjá mér, þegar eg notaði orðið „Tilskud" (tillag); eg vissi, hvað undir steini lá, en eg valdi þetta orð af því að það var stutt, — og það var rangV.1). Mér er ljóst tilkall ykkar, réttur ykk- ar til sjálfstjórnar. Eg skil að ykkur verður að, vera trygð sjálfstjórn áður en þið farið að eiga við okkur. En: þetta er ekkert af því, sem mest á ríður; það, sem mest áríður er það,sem breyta máíslandi úr aumu vesældarlandi í mikið og framtíðarríkt land, og óskilj- anlegt er mér, að nokkur — framar öllu nokkur íslendingur — geti sagt: Láttu það bíða! Pyr en atkvæðagreiðsla hefir farið fram, fáið þér Normenn ekki til þess að líta svo fult og rétt í þessa átt, að þeir hætti sér út i stórframkvæmdir á ströndum íslands.Atkvæðagreiðsl- an mun hrinda hér af stað þjóð- fundum, mun raimagna hugi manna! Þá má búast við öllu, jafnvel eldmóði í kaupmanna- stóttinni. Hér eru logar í land- inu, en þeir blossa ekki upp, nema það súgi og blási. í atkvæðagreiðslunni getur á- skilist hvað sem vera vill, Hún getur blátt áfram heimtað sjálf- stjórn, að áður útkljáðum reikn- ingum við Dani. Ennfremur: Niðurstaðan af at- kvæðagreiðslunni þarf ekki að vera skilnaður íslands við Dan- mörku; að eins ef ísland fær fiskiveiða- (og verslunar-?) sam- 1) Björnson hafði þá (1870) ritað tvær greinar í „Norsk Folke- blad“ (nr. 10 og 12) um „Island og Norge". band við oss og útkljáðan reíkn- inginn við Danmörk, má það vel fyrir oss framvegis vera í sambandi við Danmörku. Ekki er, hvort sem er, að öðru stefnt en /heill íslands, að ísland sé endurunnið til handa Norður- löndum, ísland fyrir velmegun og framkvæmdarsemi gert að öflugum þætti í menningarlífi Norðurlanda, sem það munleiða þjóðlegan gust yfir og hrinda því af afli í fang hiuum þrótt- mikla anda liðinna tíma, en undir hans drottinvald verðum vér aftur að ganga. Atkvæðagreiðsla er herkænsku- bragð, það alls eina, sem að haldi kemur. Durfi fé til þess að framkvæma hana (borga mönnum, sem ferð- ast hringinn í kring í landinu), þá verður að útvega það hór í landi. Látið yður vera þetta ljóst, að það er atkvæðagreiðsla, sem hef- ir áhrif í kappræðunum, kveikir í kaupmönnunum í Björgvin og Stafangri, hrindir af stað þjóð- fundum vorum, gerir málið að norsk-íslensku máli; nú er það ekki nema dansk-íslenskt. í náinni framtið kemur sim- inn frá Ameríku yfir ísland, Nor- eg, Rússland, og þá verður úr þVí lítill vandi að koma honum í fiskiverin á íslandi. Gufuskipa- ferðirnar koma varla af sjálfu sér öðruvÍ8Í en sem fáeinar til- raunir. Hér verður ríkið vissu- lega að ríða á vaðið, og það er víst, að norska rikið beitist ekki fyrir slíku nú sem stendur, fyr en norskt fjármagn á ís- landi neyðir það til þess.' Að alkvœðagreiðslu afstaðinni er annað mál. Þá geta gerst furðu- verk. Eg er óbifanlegur í trá miuni á atkvæðagreiðslu; Um það efni skrifa eg nú fleirum, og meðal annars mönnum, sem mikil á- hrif hafa1). Blað mitt er hius vegar aiveg og að öilu heimilt og reiðubúið til greiðleika yðar máls, jafnvel þótt að þvi ræki, að einstök tölublöð hefðu ekkert annað en greinar nm ísland, og jafnvel, þó að það leiddi til danskra for- mælinga. Eg er yðar þakklátur og viu- veittur Björnst. Björnson. Til Jóns Sigurðssonar! 1) Hér mun meðal annars átt við Hilmar landshöfðingjaFinsen, sem var vinur Björnsons. Finsen mun heldur hafa stökt vatui í norska eldinn,og 9. júlí um sumar- ið . 1870 þykir Jóni Sigurðssyni Bjömson vera farinn að dofna, og kennir það Finsen (Bréf, Rvik 1911, bls. 497). En ýmsar greinar um Island komu í „Norsk Folkeblad" eftir þetta. Þær voru ekki eftir Björnson, en munu hafa staðið i sambandi við tii- boð hans í niðurlagi þessa bréfs. Bresk blöð og samningarnir. Svohljóðandi símskeyti hefir Yiðskiftafélagið fengið frá Ceutral News. London í gær. Blöðin hafa öll, nema T i m e ?, birt ágrip af dansk-íslensku samn- ingunum, en ekkert þeirra hefir iátið í ljós skoðun sina á mál- inu. Bllarnir. Bílarnir eru orðnir svo almenn plága, að merkilegt má heita, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að fyrirskipa frekari hömlur á athæfi þeirra, en gert hefir verið. Þeim er leyft að teppa hálft Austurstræti, þegar svo vill verk- ast, og það hefir komið fyrir, að bílstjórarnir hafa skift um hringa og slöngur á miðju strætinu, án þess að taka nokkurt tillit til annarar umferðar. Með öðrum orðum, hafa það fyrir viðgerðar- stöð. Um aksturshraðann er ekki að tala. Hann er stundum á út- strætum langt fram úr hófi. í stað þess að vera þarfleg samgöngutæki, eru þeir að miklu ieyti að eins flutningatæki fyrir skemtanasjúkan slæpingjalýð,sem útþaninn og borginmannlegur litur með meðaumkun á góða og starfandi borgara. Þegar kvölda tekur hefst akst- urinn út úr bænum og inn í hann. Og er þá synd að segja, að það séu tómir málleysingjar, sem bilana fylla. Hávaðinn, söngurinn og óhljóðin eru sam- boðin Indiánum á aðalhátíð. — T. d. var það fyrir fáum kvöld- um, að alkunnur drykkjuslarkari og kaupskaparprangari fór í bíl upp úr bænum. Einhver, sem með honum var í bílnum hólt í fæturna á honum, en hann teygði sig berhöfðaður út úr bílnum, kallandi, grenjandi, gólandi og syngjandi. Og þetta gleðibragð var á honum alla leið frá Orett- isgötu og inn fyrir Rauðará, en þar tók fjarlægðin hann frá mér. Nokkuð oft hefir það og kom- ið fyrir, að bílar flytja drukna menn inn í laugar. Ea eins og menn vita, þá er fátt um karl- menn þar, aðra en gæslumenn lauganna, og gefur að skilja, að þeir þykja þar ekki góðirgestir. Enda virðist svo sem sóma- og ábyrgðartilfinning þeirra bíistjóra sé á fremnr lágu stigi, sem taka að sér slíkan akstur. Því hvað mundi einn bilstjóri og einn laugavörður ráða við það, að 5—6 druknir menn, innlendir eða útlendir, skaðbrendu sig ekki í laugunum eða þá misbyðu sómatilfmningu þvottakvenna. Allir ærukærir menn verða að játa, að slikt má ekki þolast. Kvöld- og næturakstur bilauna raskar svo mjög svefnró okkar verkamanna, að fyrir löngu hefði átt að vera búið að banna hann. Og tímabilið frá kl. 10 að kvöldi til kl. 5 að morgni er okkur svo dýrmætur hvíldartlmi, að við viljum ekki alveg þegjandi láta iðjulausa næturslarkara stela hou- um trá okkur. Ef þessu vandræðaástandi held-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.