Vísir - 07.08.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1918, Blaðsíða 4
V 1S i K Sambandsmáiið í norskum og sænsknm blöðnm. Stjórnin hefir látið birta sím- skeyti frá íslensku stjórnarskrif- stofunni í Kaupmannahöfn, þar sem sagt er frá ummælum norskra og sænskra blaða um sambands- lagafrumyarpið, og má fieita að þau séu öll sarnmála um að lofa það. „Tidens Tegn“, sem áður fiefir sýnt það, að því er ant um að réttur íslands verði ekki fyrir borð borinn, og filaut af því á- mæli danskra blaða, óskar báð- um þjóðunum til fiamingju með það, five giftusamlega hafi tek- ist og segir að vegur Danmerk- ar fiafi vaxið af framkomu ðönsku fulltrúanna. Önnur norsk blöð, svo sem Aftenposten, Han- dels- og Söfartstidende og Mor- genbladet taka í sama streng og segja að málalokin fiafi vakið fögnuð mikinn í Noregi og að það verði fagnaðardagur fyrir öll Norðurlönd, þegar samning- arnir verði staðfestir. Sænsk blöð. svo sem Dagens Nyheter, Sydsvenska Dagblad, (Söteborgposten og ööteborg Handels- og Söfartstidende lýsa ánægju sinni yfir þvi að ísland verði fjórða ríkíð á Norðurlönd- nm hlutlaust og fullvalda í frjálsu sambandi við Ðanmorku, og segja að af því muni Danmörk engan fialla bíða en íslandi og Norð- nrlöndum muni það verða til fieilla. Göteb. H.- og Söfartstid. segir að þetta sé fyrsti sambands- samningur milli ríkja, sem ann- ar málsaðili geti sagt upp og geti hann að mörgu leyti orðið til fyrirmyndar öðrum þjóðum, Stockholmstidningen getur þess, að sambandið sé ekki hreint kon- ungssamband, en það taki í þvi fram sambandi Noregs og Sví- þjóðar, að fundnar séu leiðir til að vemda hagsmuni íslands. Aðeins eins blaðs er getið, sem telur samningana varhugaverða, vegna þess að þeir losi ríkistengsl- in við Danmörku. Það er sænska blaðið „Göteborg Morgenpost“. Norsku blöðin. hafa birt frum- varpið í heid, en ekki er þess getið að sænsku blöðin haft gert slíkt hið sama. Sildveiðarnar. Undanfarna þrjá daga hefir engin síid veiðst, fivorki vestra né nyrðra. Hefir verið norðan- veður, svo að ekki fiefir verið hægt að stunda veiðar. Mestur síldarafli á bát á ísa- Srði er nú orðinn um 1600 tunn- ur, og er það vélbáturinn „ís leifur" (Magnús Thorberg), sem er hæstur. Margir bátar hafa aflað þetta um 1000 tunnur. Fiskafli er góður þar vestra; stunda sumir vélbátarnir hand- færaveiðar og afla vel. Bæjarfréítir. Afmæli í dag. Sofía Thorsteinsson, ungfrú. Einar Ág. Guðmunds's., vélstj. porsteinn Sæmundsson, sjóm. Sigfinnur Árnason, verkm. Guðrún Brynjólfsdóttir, hfr. Vilhjálmur Gíslason, skipstj. Guðrún Borgfjörð, frk. Guðm. Guðmundsson, bókb. Halldór pórðarson, bókb. Sigtr. Jóhannesson, trésm. María Ólafsson, hfr. Ragnar P. ólafsson. Veðrið. Menn búast við breytingu á tíðarfarinu nú um tunglkom- una, rigningum og óþurkatíð. í morgun var aftur orðið með kaldasta móti; mestur hiti á landinu hér í bænum, 11 st., 9.5 á ísafirði, 11 á Akureyri, 6.5 á Grímsstöðum, 7,2 á Seyðis- firði og 8,7 í Vestmannaeyjum. Fasteignasala. Oddur Gíslason yfirréttar- málaflutningsmaður hefir að sögn nýskeð selt húseign sína við Laufásveg. Kaupandinn er A V. Tulinius, en kaupverðið 35 þús. kr. Frú Margrét Zoega hefir selt nokkurn hluta brunalóðarinnar við Austurstræti, sem er næst ísafoldarprentsmiðju (svokall- aða Herdísarlóð), fyrir 42 þús. kr. Kaupandinn er Skóverslun Lárusar G. Lúðvígssonar. Samsæti á að halda Árna Eggerlssyni, umboðsmanni stjórnarinnar í Ameríku á þriðjudaginn kem- ur, sbr. augl. lijer í blaðinu. En Árni mun halda aftur vestur um haf með Gullfossi næst. Villemoes er nú væntanlegur hingað á hverri stundu iir þessu. Grasleysið. Frá Sauðárkróki var það ný- lega sagt, að þar hefðu i sumar fengist einir 6 hestburðir af töðu af túni, seni í venjulegu árferði fást 60 hestburðir af, og 10 hestburðir af öðru túni, scm venjulega fást 120 hestb. af. Mótorbáturinn Faxi fer héðan ekki fyr en á morg- un um hádegi, vegna lafa í Ólafsvík. Nýkomið fiður » VörnMsið. Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir 3.65 og 3.65. ÍEgillJacobsenj . E3. S, fæst til flutninga fyrir sanngjarna borgun. • Sími 383. Gnðm. S. Gnðmnndsson. 'örugemsla í kjaliara á góðum stað til leigu v. * iesiar í óskilum Bleikur hestur i óskilum hjá lögreglunnni, mark vaglrifað aft- an vinstra. Einnig grár hestur, mark standfj. fr. h., blaðst. fr. v. (illa gert). fÁTRTGGINGAR 1 A. V. Tulinius. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. Sœtjónserindrekstur. Bókhlööustíg 8. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-2. Vísir er bezta aaglýsingablaðið. Piano til leigu á Spítalastíg 9. 176 Enskt karimannsreiðbjól, ör- Htið brúkað, til sölu með 20 v/0 afslætti. A. v. á. [69 Prímushausar bestir á Laufás- veg 4. [38 K. V. R. , .. bollapor [230 Góðír ánamaðkar tll sölu. A. v. á. [66 Kvenhjólhestur til sölu. A.v.á. [74 Fataskápur, ekki mjög stór, óskast keyptur. A.v.á. [72 í VINNA Telpa óskast til að gæta barns„ Av.á. [47 Skóviðgerðir bestar á Laugav. 43. Munið það. Einar Þórðar- son. [63 Prímusviðgerðir bestar á Lauga- veg 24 B. (Bílskúmum). [263 Filmur fást fljótt framkallaðar hjá Þorl. Þorleifssyni ljósmynd- ara, Pósthússtræti 14. [25 Prímusviðgerðir bestar á Lauf:- ásveg 4. ' [62 Kona óskar eftir vinnu í góðtt húsi mánaðartíma eða lengur. Hefir 10 ára telpu með sér. A. v. á. [70 r TAPAÐ-FUNDIÐ 1 Tapast hefir brjóstnál fyrir' nokkru. A.v.á. [67 Tapast hafa tveir hestar, brúnn mark E hægra megin á lend og; jarpur, dökkur á tagl og fax með siðutök. Þeir sem kynnu að verða varir við hesta þessa eru vin- samlega beðnir að gera Guðm. Yigfússyni Laugaveg 43 aðvart. [73 Svört karlmannsskinnbudda tapaðist síðastl. laugard. Fund- arlaun. A.v.á. [65 Handtaska lítil hefir tapast 5. þ. m. á leiðinni til Þingvalla. Skilist á afgr. Yísis._____[71 Týndur stór blúndukragi frá Skothúsvegi niður Suðurgötu. Skilist gegn fundarlaunum í Hafn- arstræti 22. [69 Tapast fiefir svartur ketlingur með blátt band um fiálsinn. Finnandi er vinsamlega beðinu að skila fionum á Njálsgötu 30. [68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.