Vísir - 17.08.1918, Page 4

Vísir - 17.08.1918, Page 4
’V.ISiK i>jóðverjar nú sent nýtt hjálpar- lið þangað. Það er þannig orðin sú breyt- ing á, að í stað þess að banda- menn áttu í vök að verjast í Frakklandi fyrir 1—2 mánuðum og höfðu enga fótfestu í Rúss- landi, þá hafa þeir sem stendur yfirhöndina bæði í Rússlandi og Frakklandi. Líkur eru engar til þess að taílið snúist á þá aftur í Frakklandi, því að nú er sýnt, að þeir hafa þar nóg lið. í Rúss- landi er alt meira á hverfanda hveli, en þar eiga þeir þó líka nægan liðsafla nærri því rett við hendina, þar sem Japanar eru, ef þeir að eins vilja hleypa þeim svo langt vestur á bóginn. Og þarf víst ekki að efast um, að þeir geri það, ef á þarf að halda. Rafmagnsstöð á HúsavíL Húsvíkingar hafa nú komið upp rafmagsstöð hjá sér, og var hún „opnuð til ljósa1' laust fyrir síðustu mánaðamót, segir „ís- lendingur", „og hepnast eftir vonum. Leiðslan í nokkrum húsum var þó i ólagi". Erlead my&t. Kh. % Bank. Pósth. Sterl.pd. 15,03 15,40 15,70 •Doll. 3,16 3,30 3,60 Sv. kr. 113,40 116,00 116,00 N. kr. 103,00 103,00 V- . :*J* rlr .Jiíc ¥ Bæjarfréttir. Afmæli í dag’. Hjörleifur Jónsson. Guðm. porsteinsson, trésm. Ástráðnr Hannesson, afgrm. Guðrún H. Eyvindsdóttir, hfr. Júlíus IJalldórsson, læknir. Árni p. Zakaríassön, verkstj. Sigrún Gestsdóttir, hfr. Jón Finnsson, prestur, Hofi. Einar Zoega, velslunamiaður. Sæm. Vilhjálmsson, hifr.stj. Skemliferð til Ajkraness fara m.b. Sigurð- ur I. og Bifröst á morgun kl. 9, ef veður Ieyfir, samanber aug- lýsing á öðrum stað íblaðinu. Messað verður í dómkirkjunni á morg- un kl. 11 árd.; séra Bjarni Jóns- son prédikar. Kolaskip citt mikið kom hingað í gær frá Englandi með farm íil lands- stjórnarinnar. Skipið cr þrí- möstruð skonnorta, heitir „Ama- sis“, hefir meðferðis 2846 smál. af kolum og var 17 daga á leið- inni frá Englandi. Sagt er að skipið risti svo djúpt, að það komist ekki inn á höfnina og enn þá liggur það fyrir akkerum út af hafnarmynninu. Veðrið er nú aftur að skána og er hlýrra í dag en í gær um alt land og logn var fyrir nórðan í morg- un. Er þá ekki vonlaust um að rætist úr sildveiðunum. Telja má vist, að skipin hafi farið út í morgun. 2 kolaskip höfðu lagt af stað frá Eng- landi til íslands um líkt leyti og Amasis, seglskipið stóra, sem hingað kom í gær. Ættu þau skip að geta komið hingað næstu daga, ef ekkert slys hefir hent þau. Elsta manneskja, er dó hér á landi siðasta ár, mun hafa verið Ragnheiður Jónsdóttir ekkja í Flatey. Hún var fædd 9. febrúar 1818 á Kinnarstöðum íReykhólasveit en dó 13. jam’iar 1917 og var því nærri 99 ára að aldri. E.s. „Geysir“ kom hingað í gærkveldi frá Englandi. „Víðir“, Hafnarf jarðarbotnvörpungur- inn, kom úr fjórðu Englandsför sinni í fyrradag. Afla sinn seldi hann í þessari ferð fyrir 4900 sterl.pd. og kom heim með full- fermi af kolum. „Botnía“ hefir farið frá Kaupmanna- höfn í gær, eins og sjá má á símskeyti hér í blaðinu. Magnús Guðmundsson / skrifstofustjóri skrapp suður á Garðskaga í vikunni, til að at- huga kartöl'luakur landsstjórn- arinnar, og lætur allvel yfir uppskeruhorf unum. Kristján Jónsson háyfirdómari átti 40 ára em- bættismannsafmæli í gær. Hann var skipaður sýslumaður í Gull- hringu- og KjósarsýslU 16. ágiist 1878 og gegndi því embætti í 8 ár, en var þá skipaður meðdóm- andi í yfirréllinum. Skemtiför ætla Goodtemplarar að fara inn að Laugamesi á morgun og verður lagt af stað frá Templ- arahúsinu kl. 9y2 um morgun- inn. Sambandsmálið. Álit Gjelsviks prófessors. Nitolaus Gjelsvik prófessor, norski ríkisr éttarfræðÍD gurinn, sera íslendingum er að góðu kunnnr, hefir látið uppi skoðun sína um sambandslagafrumvarpið nýja, og er það "(orðrétt) eftir honum haft á þessa leið: „Áiit mitt er, að full ástæða sé til þess að samgleðjast Íslandí yfir þessu frumvarpi. „Sá, vinn- ur sem bíður, en sá tapar sem of bráður er á sér.“ Eftir frum- varpinu 1908 unnu íslendingar ekkert, en töpuðu að eins. Nú er því snúið við: Nú er engu tapað en mikið unnið. og mik- ið táknar hér hið þýðingarmesta eða hér um bil alt sem nú var æskilegt að fá“. Stórir heyjabændur. Mestan heyskap í fyrrasumar munu hafa haft þessir bændur og búhöldar: 1. Eggert Briem frá Viðey, þar með talinn heyskapur hans allur, á Esjubergi, í Viðey og Reykjavík um 4000 hestar. 2. Halldór skólastjóri Vilhjálms- son á Hvanneyri 3700 hesta. 3. Jón bóndi Pálmason á Þing- eyrum 3200 hesta. 4. Davíð bóndi Þorsteinsson á Arnbjargarlæk (hefir 4 jarð- ir undir) 2700 hesta. 5. Sigurður sýslumaður Óiafs- son í Kallaðarnesi 2600 h. En næstir þessum mönnum að heyöflun munu þeir vera — með um og yfir 2000 hesta — Sig. skólastjóri Sigurðsson á Hólum, bræðurnir Óskar og Skúli Thor- arensen á Móeiðarhvoli, Andrés bóndi Andrésson á Hemlu, Einar bóndi Guðmundsson á Bjólu, Magnús kaupm, Sigurðsson á Grund, Magnús hreppstj. Gisla- son á Frostastöðum, Gestur bóndi Einarsson á Hæli o. fl. „Ereyr“. A. V. T u I i n i u s. Brunatryggingar, sse- og stríðsvátryggingar. Sæljónserindi'ekstur. Bókhlööustíg 8. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10-11 og 12-2, Úrfesti fundin. Afgr. vísar á. [164 Merkispjöld fást best og ódýr- ust í Félagsbókbandinu, *[13 Ágætt reiðhjól lítið brúkað til sölu. Ennfremur bókaskápur og cikarborð. A.v.á. [149 Hús óskast til kaups að ein- bverju leyti iaust til íbúðar 1. okt. næstkomandi. Tilboð með upplýsingum, merkt 99, leggist á afgreiðslu Vísis innan 5 daga. [156 Kvenn-reiðhjól til sölu. A. v. á. y [155 Barnavagn í góðu standi ósk- ast til kaups. A. v. á. [170 K. V. R. . _í" .. bollapor [230 Prímushausar bestir á Laufás- veg 4. [38 Ágætt reiðhjól til sölu af sér- stökum ástæðum. A. v. á. [174 Rokkur til sölu. Til sýnis á afgr. Vísis. [176. Filrnur fást fljótt framkallaðar hjá Þorl, Þorleifssyni ljósmynd- ara, Pósthússtræti 14. [25 Stúlka óskast nú þegar til 1. okt. við innanhússtörf. Hátt kaup í boði. A. v. á. [473 Stúlka óskar eftir morgun- verkum. Upplýsingar á Grettis- götu 51. [172 Stúlka óskast í vist, helst strax. A. v. á. [171 Af sérstökum ástæðum óskast stulka nú þegar á Ránarg. 24. [175 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast nú þegar eða 1. okt. A.v.á. [148 Prestskona sem kennir múeik, óskar eftir stórri stofu sem næst miðbænum, frá 1. okt. Uppl. í síma 674. [158 Herbergi óskast til leigu fyrir 2 þingmenn, helst sem næst Þinghúsinu. A. v. á. [167 Sölubúð til leigu frá 1. okt. A. v. á. [168 Gisting fyrir ferðamenn á Laugaveg 70. [160 Herbergi óskast til leigu fyrir einhleypan mann helst í austur- bænum. A. v. á. [162 FákpprentMBÍíSjau,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.