Vísir - 17.12.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 17.12.1918, Blaðsíða 2
Okur. Það er alkunnugt, aöilestir þeir, sem eitthvaö háía til aö selja, reyna að hafa sem mest upp úr því, en einkum verður þess tilfinnanlega vart núna í dýrtíðinni, sem raunar vonlegt er, En svo getur þetta keyrt úr hófi, og komið svo illa við, að ekki megi um þaö þegja. Saga hefir gengið um bæinn um það, að húseigandi einn hér í bæn- um, sem þurfti að láta setja ytri glugga á hús sitt í haust, hafi orð- ið að borga 80 krónur fyrir það verk; að koma gluggunum fyrír, >en ekki að smiða þá. Að slíkum sögum geta menn hent gaman. En aðrar sögur, sem sagðar eru, eru þannig vaxnar, að ekki veröur hent gaman að. Sögumar um líkkistuverðið hérna vekja undrun og gremju. .Verðið, sem á kisturnar er sett, er síst nær lagi, en verðið á glugga- uppsetningunni. En ástæðurnar eru svo ger-ólikar. Menn, sem hafa mist ástvini sina óg eru nýkomnir frá gröfum þeirra, munu margir heldur kjósa að borga ósvífna reikninga, en að fara að jagast um greftrunarkostnaðinn og eiga i málaferlum út af honum. Þetta munu margir nota sér. Það er óhætt að fullyrða, að venjulegar Iíkkistur kosti ekki meira að smíði og efni, með þvi verði, sem nú er, en svona ioo krónur. Kistur hafa verið smíð- aðar hér fyrir bæjarsjóð fyrir 90 krónur. Það eru jafnvel dænii til þess, að þær liafi verið seldar fyrir 80 krónur. En það eru líka dæmi til þess, að krafist hefir verið 200 króna fyrir kistuna, og jafnvel meira. Á íburðamieiri kistum er verð- ið auðvitað eftir því; eða enn af- skaplegra. Og sagt ér, að algengt verð á óbreyttum kistum sé ált að 250 kr., og ef nokkuð sé i borið, hvað lítið sem er, þá komist verð- íö yfir 300 og jafnvel hátt á fjórða hundrað króna, ef til vill nokkuð eftir ])ví hver í lilut á. Þetta er okur, sem ekki má þol- ast. Ef seljenduf sjá ekki sjálfir, hvc auðvirðilegt það er, að gera sér þannig hörmungar annara að féþúfu, ])á verður að finna ein- hver ráð til þess að koma þeim í skilning um það. Og einfaldasta ráðið vérður að láta þá leggja kröf- nr sinar undir mat dómstólanna. barnaleikföng JOLjéx éaiU lacobsen, V f SIH Endnrnýið islenska AUar stærðir fást hjá Egill Jaeobsen. Mótorbátur Eikarbygður átla tonn með 15 hesta Skandiuvél er til siilu. Uppl. gefur Sveinn Björnsson yfirdómlögm. Austurstærti 7. Loftskeyti. Norðurlönd slíta stjórnmálasam- bandi við Rússlaad? Norsk loftskeytastöð sendi í gær eftirfarandi loftskeyti: Verkamenn í Noregi halda fjöl- mennar samkomur til að mótmæla því, að Noregur hefir slitið stjórn- málasambandi viö Rússland. Svíþjóð og Danmörk hafa einn- ig slitið stjómmálasambandi viö Rússland. Bandamenn hafa sent herskipa- flota inn í Eystrasalt gegn Maxi- malistastjórninni í Rússlandi. Norska Stórþingið hefir veitt 24 miljónir króna handa starfs- mönnum ríkisins. London 16. des. Forsetinn í Portugal myrtur. Sidonio Pais, forseti portú- galska lýðveldisins, var myrtur l Lissabon 14. desember. Pólverjar og Ruthenar berjast. „Times“ birtir þá fregn frá Kra- kau, að Ruthenar (Ukrainemenn) hafi ráðist með ófriði á Pólverja. Þýskar og austurrískar hersveitir, sem voru á heimleið frá Suöur- Rússlandi, hafa gengið i lið við ; Ruthena og lagt þeim til vopn og skotfæri.. — Virðast Þjóðverjar þannig vera komnir í bandalag við Maxintalista. Þýskir sjómenn hafa í heitingum. Sjómannaráð hefir verið mynd- að í Hamborg, til þess að gæta hagsmuna allra þýskra sjómanna. Ráðið hefir krafist þess, að fá að hafa eftirlit með öllum kaupskipa- flotanmn, en hótar því, að láta sökkva hverju einasta skipi, ef kröfum þessum verði ekki sint. London iýfc des. Friðarráðstetnan. í vikulokin ætlar Lloyd George forsætisráðherra yfir til Parísar á fundWilsons forseta ogverðurnnd- irbúningsfriðarstefnan hafin satn- stimdis. T»a5 er búist við, að sú ráðstéfna standi eina viku, en síð- an hefst aðálráðstefnan, fyrstu dagna í janúar. Á þeirri ráðstefnu verður Wilson forseti einnig, að minsta kosti fyrstu 2—3 vikumar, en í lok janúarmánaðar er búist viö honum til Lundúna, til að þiggja heimboð Georgs konungs og bresku stjórnarinnar. Keisarinn. Blaðið Telegraaf í Ainsterctan* skýrir írá því, að stjórnin hafi lát- ið tjá Vilhjálmi keisara, að dvöl hans í Hollandi gæti bakað land- inu alvarleg vandræði og að hol- lenska stjórnin nvundi vera honurn mjög þakklát, ef hann af frjálsutn vilja vildi veröa þaðan á burtu. En ]>að er fullyrt, að keisarinn hafi aftekið það með öllu. Píaase hefir lýst yfir því, aö þýska stjórnin hafi enga ákvörðvjn tekið um franvtíð keisarans. Stjórn- in er að láta ransaka alla hina leynilegu stjórnmálastarfsemí' fyrri tíma og ætlar þannig að leiða í Ijós hverj vr sakir hvíli á hverjum einstökum. Þýska byltingin. Berlínarblööin skýra frá þvi, a5 hersveitirnar, sem eru að’ koma frá vígvellinum, séu andvígar öllum ofbeldisaðförum. Sjóliðsmenn, sem Hvaða fóbaksverslan verður mönnmn kærust nú um jólin ? AuðvPað só, aem selur þeina. það sem n»r ófáanlegt er, eu það er neftóbak, Óblandað og handskorið. Leitið að því í Hu g fró - Landstjarnan - Ó, sendið mér aftnr helm- ingi meira af ykkar inðæin EMBASSY- Cigarettnm. laramellur \ , eru sagðar ófáanlegar; þær fást nú sarnt í Hugáró lagt höfðu keisarahölíina undir sig6 hafa verið reknir þaðan samkvæmt kröfu hersins. Bæjarfréttir. L B otnvörpungamir. „Ýrnir er nýkoininn til Hafnar- fjarðar frá Englandi. Afli hans var seldur í þessari ferö fyrir 5400 Sterlingspund. „Víðir" seldi a’fla sinn fyrír 5785 Sterlingspund, og er koniina á heimleið. Sveirtijörn Blöndal stud. med, sonur Björns Blöndals læknisK andaðist í Kaupmannahöfn þ. 15. ]). m. Banam'einið var lungnabólga. Sveinbjörn sál. haföi stundað nám á háskóíanum í Khöfn í tvö ár og var mesti efnismaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.