Vísir - 17.12.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1918, Blaðsíða 3
V í S I R Góð jölagjöf. Hinar margeftirspurðu dömu og telpu handtöskur — ennfremur margar tegundir af peningabuddum eru aftur komnar í vorslunliia Breiöatolili. Áreiðanlega ódýrastar í bænum. — Spyrjið um verð — Siml 168. Jólaleikir. Sá siður, að fara í leiki á jól- unum, er alkunnur hér á landi. Hann hefir víst, sem margt ann- að gott, borist hingað frá út- löndum, liklega lielst frá Dan- mörku, með kaupsýslumönnum og embættismönnum. ]?etta má t. d. ráða af nafninu „pantaleik- ur“, eu Pantelege, þeir sem tíðk- ast á Norðurlöndum, eru að vísu margskonar leikir, en allir eiga þeir sammerkt í því að hafa „panta“, og enda þeir svo með uppboði hinna vcðsettu muna, „pantanna“, er öðru nafni kall- asl dómur. pessir leikir eru fyr- ir fjölmenni, útheimta rúmgóð lnisakynni og hafa yfirleitt all- mikið umstang í för með sér. Hér á landi vildi brenna við, að dómarnir eða uppboðin snerust mest um ástir og kossa, og var því þeim persónum, er voru í kyrþei að draga sig saman, sem kallað var, meinilla við ef leynd- armáli þeirra var ljóslrað upp með smellnum kossadómi, jafn- vel þó tilviljun ein réði þar mestu um, því það var svo sem sjálfsagt, að kossadómnum bar að fullnægja að öllum ásjáandi. Hiit var og alltitt, að svo hittist illa á, að mikillát heimasæta var dæmd til að kyssa þann, sem minst var virður, til dæmis fjósamaiminn eða þann sem ekki hafði sem best orð á sér í kvennamálum, svo að jafnvel að því gat rckið að öðrum mönn- um, er báru hug til meyjarinn- ar, þótti nóg um, ef hún gerði sig líklega til að fullnægja dómn- um, en á þvi stóð iðulega, svo að jafnvel varð að beita áeggj- unum og næstum ofbeldi til að fá dómnum fullnægt. Menn sættu sig ekki við að hætta leikn- um fyrr en allir höfðu int af hendi hin tildæmdu lögskil, enda var ekki laust við að sumir litu svo á, að dómar þessir væru eins konar örlagadómar. pessi jólaleiks-gleðskapur end- aði ekki ætíð eins glaðlcga og jólahátiðinni var teamboðið og til var ætlast. Barsmíð og tölu- verðar ryskingar voru oft af- leiðingamar, einkum ef menn voru ölvaðir orðnir, sem oft bar við. pegar jólaleikur fór vel fram ogvar stjórnað svo að kom- ist varð hjá öllum vandræðum, var hann bcsta skemtun, jafnvel fyrir börn, en þeir sem einu sinni höfðu brent sig á lionum, voru oftast ófúsir til að taka þátt í honum á ný, og varð þá stundmn ekkert úr gleðskapnum, cr sum- ii skárust úr leik. Erlendis eru nú mjög tiðkaðir orðnir aðrir kyrlátari leikir, er kallast einu nafni Selskabsspil, og eru þeir með ýmsu móti, Fyrirmyndir þeirra eru tafl og spil að öðrum þræði en siunpart leikirnii'. Fyrir livem eru tilbú- in sérstök spil eða töfl cða hvort- tveggja, og vinningar eru eins á ýmsa vegu, stundum með tölu- vinningi eða einhverjum heiðri, er leikmun fylgir. Svarti Pétur er í raun og veru ófullkominn leikur af þessu tagi, og svo er um fleh'i leiki mcð venjulegum spilum og tafli, en nýtísku Sel- skabssjiil (sem við getum nefnt Spilaleiki, þvi að ekki er nauð- synlegt að hafa gestaboð, þ. e. Selskab, til þess að fara i slikan leik) eru svo f jölbreytt orðin, að hver getur valið eitthvað við sitt hæfi, og svo geta menn skifl uni og aukið niargbreytnina. Ýmsir líkir leikir eru þegar orðnir alþektir hér á landi, svo sein Refskák, Mylla, GoðatafIr Kotra og fl„ en þetla eru ekki hinir eiginlegu spilaleikir, lieldur eingöngu taflleikir og fyrirreniir arar hinna, sem oft eru spila- og taflleikir í senn. Helstu spilaleikir eru: Halma, Lotto, Ludo, Ferðalotterí, Spunt- ingar og svör, AHir níu, Gæsa— spil, Domino, Froskur og Naðra (Frö og Slange), Myndalotterí og Sögulegt fjögramannaspil (Historisk Firkort) og er þá komið yfir að myndaklossum, myndabókum og myndablöðum, sem eru fyrinnynd hinna síðast töldu. Allflestar sortir þessara leik- spila eru til í verslun Arna Ei- ríkssonar, og ættu menn, sem vilja hafa siðsamar og i'ólegar jólaskemtanir, að reyna þau. (AugL) 263 \oss við sjálfan sig og hann færði sig sem fjærst bóndamim svo að strikkaði á hlekkjunum. „Hann var veikur,“ bætti maðurinn við. „Níræðhr var hann orðinn og hafði ekki viðþol fyi'ir kvölum. Svona hafði hann verið í tíu ái'. Svo var það, að hann sagði við mig: Wassilew, taktu öxina og dreptu mig iyeð henni. En guð hefir.skipað börn- iinmn að hlýða foreldruin síinun og þess xegna gerði eg það sem liann sagði mjer. Dómararnir hjeldu nú ekki að jeg hefði gert það ai' hlýðni. peir sögðu að jeg mundi hafa gert þetta lil að ná seni fýrst í arf- inn. Fin þcir þekkja ekki guð og lialda •ekki hans boð.“ Pétur Voss færði sig aftur nær honnm; hann varð snortinn af þessari einföldu rök- semdafærslu. Hennennirnir, sem sáu um fangafluin- ingiini sváfi: meðan járnbrautarlestin var , á ferðinni. Fangarnir lágu eða sátu á gólf- inu og máttu ekki tala saman nema i hálf- uni hljóðum. Lestin nam staðar við þriðju hverja járnbrautarstöð. Fangarnir fengu þá að fara út og draga að sér hreint loft, hrista dofann i’ir fófunum og betla. Og allir brautarþjónarnir og aðrir, seni á stöð- iimi voru, gáfu þeim eittlivað. Pétur Voss • umhaðist mjög þessa rússnesku gjafmildi. 264 Hermeimirnir fengu sinn skerf af gjöf- uiuun og þeir voru því venjulega i góðu skapi. Og það varðaði miklu! Frá Karidolow var farið eftir liliðar- braut út af Síberíubrauthmi, meðfram Schilka til Srjeteusk. ]?aðan var farið sjó- veg niður eftir Amur alla leið til Dúi. Allir fögnuðu þvi að ferðalagið var brált á enda. Og loks var komið til Dúi. Hlekkirnir voru aðgættir, fangamir fluttir á land og þeim fylkt fyrir framan Kósakkana. Maun- fjöldi mikill safnaðist þar umhverfis af meðaumkun og forvitni. „Góðan dagiim, herra Voss,“ kallaði ein- hver á ensku. „pað er Dodd“, hugsaði Pétur \ oss og gegndiþvi engu. Hann hlaut að hafa nuitað Kósökkunum, þvi að þeir létu liann af- skiftalausan. „Viljið þér gefa mér nokkra vindla, maður minn,“ sagði Iwan Basarow, eða Pélur Voss öðru nafni, á þýsku. „Gerið þér svo vel,“ sagði Dodd og fékk honum vindlahylki sitt. Pétur Voss tæmdi það, og rétti honum það svo aftur. „þakk' yðúr fyrir,“ sagði liann góðlát- lega, lyfti upp húfunni og stakk einum vindlinum upp i sig. 265 ( „Og eina éídspýtu, ef þjer gætuð.“ Dodd átti líka eldspýtu. „Ætlið þér nú ckki að fara að liætta þessum skrípaleik, beira Voss?“ spurði Iraim á ensku. „Verri getur hegningin fvnir miljónaþjófnaðinn ekki orðið en það, sem þér eigið i vændum hér. Scgið þér mér nxv hvar peningarnir eru og þá skal eg sjá um, að yður verði slept innan fárra daga. Fru. Voss er hérna lika. Við höfum beðið efth’ yður með óþreyju.“ Pétri \hiss varð dálílið Iiverft við þessa fregn, þó að ekki væri það af afbrýðis- semi. Hann vissi, að Polly mundi að eins lrafa farið þessa ferð með Dödd sin vegna. „Skili'ð þér kveðju minni til frúarinnar,“ . sagði hann á þýsku, og hristi hönd Dodds svo að hringlaði í lilekkjunum. „Og vænl þætti niér um, ef þér vilduð lita dálítl’ð efUr henni framvegis.“ Dodd livæsti blótsyrði út á milli tanh- ann-a, æfur yfir þessari rósemi Péturs. „]?að er ástæðulaust fyrir okkur að vera að slá hver öðrum gullliamra,“ sagði liann. „Segið þér mér nú þegar i stað livar mil- jónirnar eru!“ Og hann gleymdi þvi alveg hvar liann var og hvernig ástatt var, og tók hranalega í hálsmál Péturs Voss. eða Iwans Basa- l'OWS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.