Vísir - 13.04.1919, Page 6

Vísir - 13.04.1919, Page 6
VíSIR Páll ísólfssou er væntanlegur hingað heim nú með Botníu i þessari ferð. Hann hefir, eins og kunnugt er, stundað nám á sönglistarhá- skólanum i Leipzig um 5 ára skeið og notið þar lcenslu bestu kennara, þar á meðal organist- ans við St. Thomaskirkjuna í Leipzig, próf. Earl Straube (org- el), próf. Tischmuller (piano), próf. Sitt (theori m. m.) o. fl. Páll hefir gegnt organistastarf- inu við St. Thomaskirkjuna og stjórnað kirkjuhljómleikunum þar á annað 'ár, í fjarveru aðal- kennara síns, próf. Straube, meðan hann inti af hendi her- varnarskyldu sína og ferðaðist til Austurríkis, Ungverjalands, Sviþjóðar,Danmerkur ogviðartil að lialda hljómleika. Auk þess hefir Páll verið starfandi i ýms- um félögum, sem hann h)efir haft ómetanlegt gagn af að kynnast á sönglistarbraut sinni, þar á meðal í hinu heimskunna Bachsverein. Páll var hér heima veturinn 1916 og hélt þá tvo hljómleika liér i dómkirkjunni og aðra tvo þar einnig til ágóða fyrir líknar- starfsemi kvenna („Hringinn" og „19. júni“ eða Landsspítala- sjóðinn). Að hljómleikum þess- um var þá svo mikil aðsókn, að færri fengu að að komast en vildu, og blöðin hér rómuðu þá að maklegleikum. , í síðastl. mánuði hefir Páll haldið hljómleika í Jerúsalems- kirkjunni i Kaupmannahöfn, en ekki hefir annað af þeim fréttst en það, að þeir hefðu tek- ist mjög vel, og blöðin þar fari Vátryggingarfólögin Skaadinavia - Baitica -- Natioaai Hlatafé samtals 43 miljónir króna. Islands-deildin Trolle & Rothe h. f., Rejhjavik Allskonar sjó- og striðsvátryggingar^á skipum og viir- um gegn lægstu"iðgjöldum. Oíanncfnd félög liafa afheMt íslandsbanka ífteylíja- vík til geymslu: hálfa miljón króna, sem tryggingarfé fyrir skaðabótagreiðslum. Pljót og góð skaða- bótagreiðsla. Öll tjón verða gjörð upp hér á staðnum og félög þessi hafa varnarþing hér. Bankameðmæii: íslandsbanki. Koltjara Veganefnd Reykjavíkur óskar ettir tilboði um sölu á 100 kjöggum af koltjöru til vegagerðar. Tilboð sendist Borgarstjóranum fyrir Iok april- mánaðar. lofsamlegum orðum um þá. — Páll gerði ráð fyrir að fara til Stockhólms og halda þar hljóm- leika áður en hann kæmi heim, en óvíst er að honum hafi enst tími til þess. pegar hann kem- ur heim hefir hann í hyggju að halda hljómleika í dómkirkjunni um páskaleitið, og mun það mörgum gleðiefni. íþróttaYöllurinn. Skeyti frá Kaupmannaliöfn, sem bírtist nýlega í Vísi, scg- ir að danslcir knattspyrnumenn ætli að koma liingað í j úlí i sum • ar og er erindi þeirra að þreyta knattleik við íþróttamenn í Rcykjavík. pað er sjálfsagt talsvert metn- aðarmál hverjum manni hér, að ísl. iþróltamenn geti komið svo fram við þetta tækifæri, að það sé bæði þeim og Reykjavík og landinu i lieild sinni til sóma. Fyrsta skilyrðið til þess munu margir telja það, að þeir fari ekki mjög lialloka i knattspyrn- unni, og sjálfsagt bera menn það traust til þeirra að óreyndu. Samt er þess að gæta, að hér er við raman reip að draga, því að nú keppa þeir í fyrsta sinni við samvalda knattspyrnumenn. Oft hafa ísl. kept hér á íþrótta- vellinum við útlendinga, eink- um af herskipum, og stundum fongið frægan sigur, en þess er að gæla, að þar hefir ekki verið við samvalda menn að eiga, þó að margir þaulvanir menn hafi verið þar innan um. Svo er annað, sem ekki má gleyma: pað er ekki alt undir sigrinum einum komið. Hingað kom enskt skemtiskip sumarið 1914, skömmu áður en styrjöldin hófst. Skipverjar þreyttu knattleik víð „Fram“ á íþróttavellinum og unnu engan leik. Sá sem þetta ritar átti tal við enska foriíigjann eftir leik- inn og lofaði hann framkomu fs- lendinga, sagði að þeir hefðu sýnl „f a i r p 1 a y“ (þ. e. komið 179 hún sé að ybba sig, hr. Clive.“ „En Tibby hefir rétt fyrir sér,“ sagði Clive um leið og hann tók hatt sinn. „En þið verðið að leyfa mér að koma aftur, eins og eg sagði. Mína, viltu koma með mér út á strætið?“ Mína hikaði við og sneri sér undan, en Elisha greip fram í og sagðí óðara: „Auð- vitað vill hún það, herra!“ Hún lét því á sig hatt og fór í yfirhöfn. Hendur hennar skulfu og hún var föl í andliti. Clive kvaddi Elisha og forðaðist að særa liann með þvi að þakka honum, og svo gengu þau Mína þegjandi hlið við hlið niður stigann og út á strætið. peim var báðum of mikið niðri fyrir til þess að koma upp nokkru orði. Svo staðnæmdist hann loks, er þau höfðu beygt inn í kyr- látt stræti, greip hönd hennar og sagði: „pað var erfitt heit, sem þú lést mig vinna, Mína. En eg skil þig, góða, og met þig enn meira fyrir það. En nú ætla eg að koma aftur á morgun.“ „Ekki fyr en þar næsta dag,“ hvíslaði hún í bænarróm. Hann leit á hana ásökunaraugum, en lét þó undan. „Jæja, þá þar næsta dag, en það er það allra lengsta, sem eg get beðið. Skilurðu það ekki, hve mjög eg þrái, að geta kall- 180 að þig mína, að vita að þú ert mín ? — Jæja, eg kem þá á þessum tíma, sem þú óskar, og fyrsta verk mitt skal vera að fara með þig í Pale-myndasafnið. Og þá máttu ekki hlaupa frá mér eins og við værum að aðhafast eitthvað ljótt. Og svo giftum við okkur fljótlega, Mina, það má ekki dragast lengi. — pvi græturðu, elsku Mína ?“ „Eg er ekki að gráta!“ sagði hún og þurkaði um leið tárin úr augunum og leit í augu honum. „En þetta er svoddan f jar- stæða,------alveg-------ómögulegt.“ „Omögulegt!“ hann hló og þrýsti hönd hennar fast. „Hvers vegna skyldi það vera ómögulegt? Og þó er nokkuð satt í þvi, sem þú segir, Mína; það sýnist fjarstæða, að þér skuli þykja vænt um mig, og að þú skulir ætla að fela sjálfa þig mér fyrir alt lífið!“ Hún endurtók orð hans og þrýsti hönd hans í móti; einkennilegur dökkvi var í augum hennar og varirnar titruðu. „Yertu sæl, Mína,“ sagði hann í sakn- aðarróm. „petta er alt eins og draumui’, en sá draumur skal haldast svo lengi sem við lifum, guði sé lof. Yertu sæl þangað til daginn eftir morgundaginn. Hvað ætlarðu að hafa fyrir stafni allan þann tíma? — Sjálfur hefi eg svo margt að gera, og verð 181 líka að hafa, svo timinn liði. — En þú?“ Hún brosti í gegnum tárin. „Eg ætla að vera dugleg að læra.“ „Að læra,“ endurtók hann. „Hvað þú verður saklaus og barnsleg eiginkona, Mína. Bara að mér auðnaðist að verða ástar þinnar verðugur,1 og að eg gæti gert þig hamingjusama!“ pessi voru síðustu orð hans. pað var eins og hann treystist ekki til að segja meira, heldur bar hönd hennar upp að vörum sér og hélt svo hratt af stað. Svo leit hann við eftir stundarkorn, og sá, að hún stóð enn þá í sömu sporum og horfði á eftir honum, en svo hélt hún á stað þeg- ar hann leit við. Hún fór ekki heim í Bensons-sund heldur gekk út á flóðgarð- ana, staðnæmdist þar, hallaðist upp að múrnum og starði ofan i fljótið: — Loks hrökk hún upþ úr draumum sín- um og hélt heimleiðis. Elisha vaf farinn i kenslustund, það var þögult og tómlegt í herbergjunum eins og í hjarta hennar. Hún settist við hljóðfærið og reyndi að festa hugann við æfingarnar; en hún hætti oft í miðjum klíðum, lét hendurnar hvíla hreyfingarlausar á nótunum, lokaði aug- unum og kallaði fram í huga sínum and- lit hans, röddina hans og orðin: „Eg elska þig“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.