Vísir - 17.04.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 17.04.1919, Blaðsíða 2
v IS i i< Flaggsápan. fíFhafa á lager: Eina stóra snörpunót og tvo snörpunótabáta með árum, liggjandi á Akureyri og tvo snörpinóta- báta með árum hér í Reykjavík, Þessi ágæta sáputegund, sem tekur burtu öll óhreinindi og fituefni, lika léttir undir erfiði við hreingerningar og dagleg hús- störf, um leið og hún sparar mjög mikla peninga húsmóðurinni, er nú þegar komin í verzlanir borgarinnar. Hver húsmóðir, sem reynt hefir „Flaggsápuna" og fer eftir notkunarreglum þeim, sem viðskiftavinir verksmiðjunnar (kaup- menn og kaupféiög) fá til útbýtingar, vill aldrei án þessarar sápu vera. — manns, dáið. Þrjú "lík fundust og voru þau flutt til Siglufjarð- ar. Bóndinn í Engidal hét Gari- baldi. Simskeyti fré íréttsrUara Vísis. Khöfn 15. april. i Frá Berlín er símað að „kom- munista“-Btjórninni í Mtinchen hafi ekki verit velt úr ses3Í enn þá, ren bardagar halda áfram í sífeilu. * Bolshvíkingar í Ungverjalandi hafamyrt Jósef erkihertoga, Wer- kerle fyrverandi forsætisráðherra og fleiri ráðherra. Agence Havas simar, að Þióð- verjar eigi að greiða 125 miljarða franka í skaðabætur. Erakkar eiga að fá 4 miljarða á ári og hafa setulið í Eínarlöndum í 15 ár til tryggingar. Norska stjórnin hefir lagt bann við þvl, að blöðin komi út á sunnudögum framvegis. Hnsnæðisleysið. Á hverju ári, síSan ófriðurinn hófst, hefir það verið rætt meira og minna í blöðunum, að brýn nauðsyn væri að bæta úr hús- næðiseklunni í bænum. En lítið hefir verið gert, og af því leiðir, að húsnæðisleysið kreppir meira og meira að. Nú er svo komið, að víst má telja, og fróðir menn fullyrða það, að 100 fjölskyld- ur muni verða húsnæðislausar hér í haust. Húseigendur, þó einkum þeir menn í bænum, sem fást við húsakaup eða „húsabrask“, kenna húsaleigulögunum um það, að ekki er bygt. En allir vita, að það er staðleysa ein. pó að engin húsaleigulög væru, þá væri það alls ekki meðfæri þeirra manna, að bæta úr hús- næðiseklunni. peir hafa livorki nægilegt fé milli handa né svo mikið íraust lánsstofnana aðþeir geti bygt svo mikið, sem nú er bráðnauðsynlegt að bygt verði. Að byggja nú er ekki samanber- andi við það sem áður var. Ef bankarnir vildu lána fé ó- takmarkað til liúsabygginga hverj um sem hafa vildi, þá væri öðru máli að gegna. En víst er bönkunum ekki láandi, þó að þeir fari gætilega í þeim efnum, og álitamál, hvort þeir ættu þá ekki heldur að byggja sjálfir. Tillaga pórðar Bjarnasonar, sem sagt var frá í Vísi nýlega, um stofnun byggingafélags með stuðningi efnamanna bæjarins, væri vafalaust góð, ef hún væri framkvæmanleg. Og það má vel yera, að hún sé framkvæman- leg. En svo segir mönnum hug- ur um, að hún muni þurfa tals- verðan undirbúning, hvort sem byrjað verður á því að hóa sam- an húsnæðisleysingjunum, sem eiga að eignast húsin sem bygð verða, eða leita hófanna við efnamennina, og menn hyggja jafnvel, að þeim undirbún- ingi mundi ljúka með því, að bæjarstjórnin yrði að vera milli- liður milli efnamannanna og húsnæðisleysingjanna. En hvers vegna byggir bær- inn ekki sjálfur? Bærinn legg- ur götur og byggir höfnina — hvers vegna skyldi hann þá ekki geta bygt lms ? Er það svo miklu vandasamara verk? Ef fé er með nokkru móti fáanlegt til húsabygginga í bænum, þá ætti það að vera fáanlegt gegn á- byrgð bæjarsjóðs. Og með þeim hætti, að bærinn byggi, ættu húsin sem bygð verða, að geta orðið miklum mun ódýrari. Bærinn hefir umráð yfir járn- braut, til að flytja alt bygging- arefni að. Hann hefir ráð á lóð- um, sem elckert fé þarf að leggja út til að kaupa. — Og siðast; en ekki síst, ber að gæta þess, að með því að hyggja í stórum stíl mundi bærinn vinna á móti óhollri og óeðlilegri verð- hækkun á húsum og lóðum í bænum. pað virðist hafa verið skoðun bæjarstjórnarinnar, að húsnæð- iseklan í bænum væri henni ó- viðkomandi. pess vegna fékk það engan byr um sumarið 1915, þegar Vísir vakti fyrst máls á því, að bærinn ætti að byggja. pá lét bæjarstjórnin sér nægja að kaupa Bjai'naborg. — pað má vel vera, að kaupin á Bjarna- borg hafi verið góð. pau voru bara alveg tilgangslaus, vegna þess að þau gátu á engan hátt hætt úr húsnæðiseklunni. Mann- Hinar íslenskn efnasmiðjnr, Reykjavik Hornlóðin nr. 78 við Langaveg eign dbs. J. Kr. prófessors, er til sölu. 750 □ álnir að stærð. Fallegasta óbygða lóðin við Laugaveg. — í umboði skiftaráðenda. Ben. S. Þórarinnsson. '*&kku vastir til síldarvicnn á Reykjaríjðrð í snmar. Náuari nppL á skrifstofn H.f. Eggert Olafsson Nokkrar stúlkur ráðum við enn í síldarvinnu á Siglufirði 1 sumar 'hjá H/f. Bræðingur og F/f. aHaukur“. Sömu kjör og alment eru boðin hér Nánari upplýsingar á skrifstofu P. J. Thorsteins- sonar Hafnarstræti 18, kl. 4—6 daglega. fjölgunin í bænum eða að- streymið til hans verður ekki stöðvað. Og það væri heldur ekki bænum til neins góðs. pvi að eins geta atvinnuvegir bæjar- manna blómgast, að fólkinu fjölgi, því að hér er stöðugt fólksekla, ef nokkuð er að gera. Bæjarstjórnin ætti því nú að vera farin að sjá það, að hús- næðiseklan i bænum varðar hana í mesta máta, og það svo mjög, að það er bein skylda hennar að beita sér fyrir fram- kvæmdum og láta byggja eins mörg hús og unt er á sumri komandi. Hingað til hefir hún haft vaxandi dýrtíð sér til afsök- unar. Nú er dýrtíðin orðin eins mikil og hún getur orðið í þess- um efnum, en jafnframt engar líkur til þess, að ódýrara verði að byggja næstu árin en nú verður í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.