Vísir - 17.04.1919, Blaðsíða 4

Vísir - 17.04.1919, Blaðsíða 4
iKÍSí S Til Vestfjarða ætla margir þeirra ísfirsku báta, fyrir hátíðina, sem hér hafa verið að veiðum á vertiðinni. Enginn sykur kom með' Botníu, og kemur það sér illa. Meðal farþega á Botníu, auk þcirra, sem get- ið var um í gær, voru: H. E. Bay, ræðismaður Norðmanna og fjölskylda hans, kaupmennirnir Jón Björnsson frá Borgarnesi, Björn Guðmundsson, Sv. Juel Henningsen og L. H. Muller, Blomkvist útgerðarm. frá Siglu- firði, Sig. Flygenring, Gunnar Jacobson, Guðjón Samúelsson, byggingameistari, Guðni por- láksson, trésm., Ingvar þor- steinsson skipstjóri, Runólfur Stefánsson skipstj., Ólöf og Elísabet Sigurðardætur, frú Eggerz, frú Polly Ólafsson, Bjarni þorsteinsson vélfr., Hall- grímur Kristinsson, frkvstj. og frú Kristín Jacobson. „Geysir“ lagði af stað frá Englandi í gær. Hafði tafist þar lengi vegna örðugleika á að fá kol til ferð- arinnar. Hann flytur hingað full- fermi af ýmsum vörum, en héð- an á hann að fara með fisk til Spánar, fyrir Copland, og þaðan aftur með farm til Englands. Mikinn dugnað hefir síra Jónmundur Hall- dórsson sýnt í því að koma upp stórum og góðum bæ á prests- setrinu Stað í Grunnavík. Hann kom þangað í fyrra vor og var þá hvert hús fallið, en hann tók þegar til að húsa bæinn og hafði lokið áður en haustaði. Var þó við marga örðugleika að etja, dýrtíð mikla og óhægar sam- göngur, skort á húsavið o. s. frv. En síra Jónmundur sigraðist á öllum þessum erfiðleikum, enda er dugnaði hans við brugðið. S. Á. Gíslason cand. theol. hefir fengið köll- unarbréf frá Kirkjufélagi ís- lendinga í Vesturheimi til að koma vestur og taka við Gimli- söfnuði og nokkrum öðrum söfnuðum í Nýja íslandi í Mani- toba-fylki. Á hann að þjóna þar 9 mánuði ársins, en vera ferða- prestur kirkjufélagsins hinn hluta ársins. Segir Lögrétta að hann hafi engu ákveðnu svarað um þetta enn, en húist þó held- ur við að fara vestur, annaðhvort í ágúst í sumar eða seinni hluta næsta vetrar. Botnia fer að líkindum næstkomandi þriðjudag. Farþegar verða mjög margir. Hún á að taka ull, fisk og lýsi og tefst við það. Herbergi til leigu meö eöa án húsgagna. A. v. á. Atvinna íyrir 3—4 góða fiskimenn og 3-4 vana lóðamenn, npplýs. Hverf- isgötn 83, fyrstn tröppnr 2 hæð nr. 11 kl. 12—2 og 7—8. Takið eftir! í verslun £»orgríms Guðmundssonar, frá Urriðafossi er langbest að kaupa eftirfarandi: Rásínur — Sveskjur — Apricots, þurkaðar og niðursoðnar Perur, niðursoðnar — Sultutau, 3 teg. — Sukkat — Mar- melade — Sósulitur — Soya, dönsk — Sardínur í olíu, ágæt teg. — Sætsaft 2 teg. — Dósamjólk 3 teg. — Mysu- ostur — Chocolade, margar teg. m]ög ódýrar — Kæfa Laukur — Bökunarfeiti — xsl. smjörlíki — ísl. Smjör — Vindlar og Cigarettur fleiri teg. — Munntóbak — Kaffi, mjög ódýrt ef tekin eru 5 kg. í einu — Allskonar sápur, seljast með 10J/o afslatti til páska — — Ennfremur allskonar nauðsynjavörur. — Virðingarfylst Þ>orgrímur Guðmundsson Bergstaðastræti 33. Simi 142 a. •Síldaratvinna Nokkrar stúlkur geta fengið atvinnu við að salta síld norðanlands í sumar. Ágœt kjör í boði. Lysthafendur snúi sér sem fyrst á skrifstofu Th. Thorsteinsson. Kaífi- og matsöIuMsið «T A. Li Xj KT. O KT A. 3V" mælir mtð öllum veitingum sínum. Heitur og kaldur matur frá kl. 10 árd. til kl. 11V2 siðd. Böff og anuar heivur matur viðurkendur fyrir gæði. Fjölbreytt smurt brauð. Tekið á [móti stærri og smærri pöntunum. Amer- ískar og danskar ölteguudir, óinnig gosdrykkir frá „Mími“ og „Sanitas11. Menn jgeta altaf fengið fæði. Verðið á |3llu*|sórlega sanngjarnt. Afgreiðsla fljót og góð. H1 j <3ðfsIóttiir' á liverJix kvöldi(J Virðingarfylst Brunatrygglagax, Skrifstofutími kl. xo-u og ia-a, BókhlöSustíg 8. — Talsími 354 A. V. T u 1 i n t u s Til sölu fjórar tvíhleyptar laglabyssur og vaðstígvél á ung- ing. Grettisgötu 59. (263 pessi blöð óskast keypt af Vísi i nóv. 1918: nr. 299—300 ig 303. Afgreiðslan. (77 Á Vitastíg 7 er til sölu báta- drekar, lóðarkrökur, sláttu- og torfljáir, ljáklöppur og hesta- járn. Einnig tek eg ýmislegt til viðgerðar. Magnús porsteinsson. (237 Fyrirtaks byggingarlóð við Grundarstíg fæst keypt. A.v.á. (256 Erfðafestuland er til sölu. A. v á. (257 Kringlótt mahogniborð og lít- ið skrifborð til sölu hjá Guðv. Jónssyni, Laugaveg 75, uppi. (260 Barnavagn, sem getur verið cerra, til sölu. Uppl. Lindargötu 21 B. (272 Hús til sölu. A. v. á. (137 Prímusviðgerðir, skærabrýusla > fl. á Hverfisgötu 64 A. (424 Unglingsstúlka óskast nú þeg- ar. Gott kaup. Marta Strand. Grundarstíg 15. (250 Telpa, 14—16 ára, óskast til að gæta tveggja stálpaðra barna hjá Jóni Hjartarsyni, Suðurgötu 8 B. (252 Telpa 12—15 ára óskast til að gæta barna frá 14; maí. A. v. á. (273 Telpa 12—14 ára, óskast frá 1. eða 14. maí. Uppl. á Lauga- veg 46 miðhæð. (274 Stúlka óskast í vist. Hedevig Blöndal, Stýrimannastíg 2. (275 Prímusviðgerðir bestar í Fischersundi 3. (276 | BðSMffiil | 1—2 herbergi og eldhús (eld- húsið mætti vera með öðrum) helst í vesturbænum óskast 14. maí. Fyrirframborgun fyrir lengri tíma. Uppl. á skrifstofu „Hamars‘. (268 Caté Fjallkonan. 1 herbergi óskast A.v.á. (269 Félagsprentsmiöjan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.