Vísir - 25.05.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1919, Blaðsíða 2
V I S I H E.s. KORA frá Bergenskafélsginu, hleður að líkindum snemma í júni og fer þá hingað. — Viðvíkjandi flutningi héðan með skipinu, eru menn beðnir að snúa sér sem allra fyrst til Nic. Bjarnason. &giU lacobsen Hvaö verður úrfluginu? % f arií iHiti Vér höfum spurt ritara Flugfé- lagsins hverjar horfur séu á því, aö viö fáum að sjá flug hér í sum- ar, og svariö er á þessa leiö: Ef máliS strandar, þá er þaS á fjárskorti, þvi aS vér höfum bæSi fiugmann og tilboS um kaup á flugvélum. Flugmaður kominn. Á Botniu kom premierlautenant Kolf Zimsen hingaö frá Kaup- mannahöfn. Er hann æföur flug- maöur úr danska hernum ,og hefir boðist til aö vera Flugfélaginu hjálplegur við framkvæmdir þess í sumar, ef nokkuð veröi úr þeim. Hr. Zimsen er í raun og veru ís- lendingur, fæddur hér i Reykjavik, sonur Niljohnius Zimsen, sem var franskur konsúll og kaupmaöur hér í bænum, og er aö góðu kunn- ur öllum eldri Reykvíkingum. Hr. Rolf Zimsen pr því náfrændi þeirra (Zimsensbræðra hér. Hann fluttist til Danmerkur á unga aldri, en kom aftur og var hér um 2 ára tima um aldamótin og muna skóla- bræður hans úr Barnaskólanum vel eftir honum. Hann skilur vel islensku og þarf aö eins litla æf- ingu til þess aö vera einnigt leik- inn i aö tala hana. H'ann cr hraust- legur maöur um ]>rítugt, með mik- inn áhuga á því aö breiöa út þekk- ingu á fluglist hér á landi. enda sannfæröur um, aö hún eigi hér mikla framtíö. Á meðan ekki cr tækifæri til aö sýna flug í verki, þá mun hann hakla hér nokkra fyrirlestra, aö tilhlutun F'lugfé- lagsins, og skýra þá meö skugga- myndum. Verður eflaust mikil að- sókn að þeim. Kaup á flugrél. - Fn er þá ekki von tun, aö vél fáist bráölega, svo að hann geti flogið ? “ Tú. ívPTr Ti r slýórn Ftugfélags- ins, þeir Pétur Ólafsson konsúll og Axel Tulinius framkvæmdarstjóri, eru nú i Kaupmannahöfn. Haföi hinn fyrnefndi fengiö ýms tilboö um vélar, þýskar, franskar og enskár. Um þaö leyti er Botnia fór frá Khöfn var hann kominn á fremsta lilunn með að kaupa eina ]>ýska, alveg nýja, af bestu gerö, frá hinu stóra ,,Luftverkehrs-Ge- sellschaft" i Berlín. Átti hún að kosta 35 þúsund mörk, en i krón- unt mundi þaö hafa orðið um 12 — í3 þús. vgna hins lága verðs á markinu. Þessari vél var ílogið frá Berlín til Khafnar og flaug hr. Ziptsen í henni nokkrum sinnum og líkaði hún svo vel, að hann réö til aö kaupa hana og senda með ,,fslandi“ næst. Nú höfum viö sent skeyti um að fá vélina keypta á- s'amt varahlutum. og fá vélamann frá verksmiöjunni hingað upp meö. En liklegt er, aö þetta strandi á flutningabanni Breta, Jiví aö ekk- ert skeyti er komið urn, að vélin sé keypt. Er ])á ekki antiað sýnna, en að leita veröi til Breta utn véla- kaup, ef nokkuö á aö verða úr flugi í sumar. Flugvöllur. •Hafið þiö hugsaö nokkuð fym flugvelli? spyrjum vér. Já, við höfum ekiö meö hr. Zim- sen hér umhverfis og leitað álits hans unt staöi, er við höfum fest auga á. F.inn hinn helsti, sem lík- legur er til aö notaður veröi til bráðabirgöa, er yst á Seltjarnar- nesinu úti undir Gróttu. Hann þarf litillar aðgeröar viö, og höfum viö íengið góöfúslegt levfi eigendanna að Nesi, til aö nota hann í sumar kauplaust. Melarnir heföu veriö sjálfsagðir. ef Loftskeytastööin heföi ekki yerið sett þar. Ýntsir aðrir staðir hafa einnig komiö til mál'a. Fjársöfnunin. Þér segiö aö skortur sé á fé, til þess að hægt sé að byrja. Hvað hefir safnast mikið? Á listann eru aö eins komin rúm 35 ])úsund, og er tnegnið af þvi þegar innheimt. En viö höfum sent út allmargar áskoranir til einstakra manna og félaga, um að leggja fram fé. Því miður hafa fáir svar- aö skriflega, eu varla mun það ])ó að skilja svo, aö menn vilji draga sig í hlé, því að margir hafa þegar tjáð munnlega, aö þeir vilji gjarnán styðja f.yrirtækiö. Hefit nú verið sendur út maður til að tala viö menn, og ntega menn búast viö heimsókn hans þessa dagana, og veröa þá væntanlega búnir að hugsa sig um. Er mikils um vert, aö menn bregðist greiðlega við, tit ])ess aö fjársöfnunin og innheimt- an veröi ekki svo erfiö, aö hún dragi kraft frá himrm eiginlegu framkvæmdum. F?n ]>vi miður gengur enn fátt hjá oss meö „flug- hraða“, ýmsir vafningar gera alla forgöngu svo erfiða, hjá oss ís- lendingum enn sem komið er. Keyndar veröur ekki annað sagt, en að allir þeir sem við höfum átt ])ersónnlega tal viö, hafi brugðist vel við og aö áhugi sé yfirleitt mik- ill. og trú á því að fluglistin cigi sér framtíö, eigi síður hér á landi en annarsstaðar. — Væri nú hægt aö ná fljótt saman ineöal einstakra manna og félaga álíka miklu fé og nú er komið, mundi, með vænt- aúlegu tillagi þingsins, mega gera allálitlega byrjun með flugtilraun- ir hér í sumar. kaupa nauösynleg flugtæki, byggja flugskála nieð viögerðarverkstöö, kaupa nauö- synlega varahluta og benzín, ráða starfskrafta o. s. frv. En þetta er líka það minsta sem hugsanlegt er að komist verði af meö, jafnvel þótt samband náist við Þýskaland. Knda má búast við að markið stigi jafnskjótt og sýnt er, að friöur komist á, og aö viöskifti Þjóðverja komist á rekspöl. — Svo segist ritara frá. En vér viljum bæta því við, að oss finst að það ætti ekki að vera ofvaxið íslendingum. að leggja saman i þessa tilraun sem er ekki stærri en svo, að mýmargir einstakir menn erlendis gera annað eins sjálfum sér til gamans og án nokkurrar vonar um persónulegan gróða. Hér er þó von um, að orðiö geti úr þessu byrjun að stórkostlegri sam- göngubót fyrir landiö. Þessa byrj- un þarf óhjákvæmilega aö gera, og hún hlýtur einlægt að kosta eitt- hvað. Er þvi að vona, að menn bregði við skjótlega og leggi fram j þetta lítilræði sem á vantar, þvi | að á núgiidandi. peningamæli- kvarða er það ekki nema litilræði. titan a! Iandi. JÍG' Stykkishólmi í fyrradag. Síra Ásmupdur Guðmundsson er nú á förum héöan, ætlar landveg suður að Gilsbakka. Sóknarbörn hans buðu honum og konu hans til skilnaðarveislu héf í G. T.-hús- inu 7. þ. m. Sýslumaður Páll V. Bjarnason mælti fyrir minni prestsins og afhenti hjónunum silf urborðbúnað aö gjöf. Síra Ás- mundur þakkaði með vinsamlegri ræðu. Þá mælti Ólafur Jónsson fyrir minni prestsfrúarinnar, en Hannes dýralæknir Jónsson fyrir minni íslands- — Veislu þessa sátu þrír prestar, auk heiðursgestsins: Síra Jósef jónsson, síra Þorsteinn Silki Golftreyjnr og Kvensokkar Árni Eiríksson. 3 dnglegar stúlknr ræð eg í vor og sumar. Uppl. í dag frá 7—8 á Ránargötn 29 (kjallarannm). Stúlka, vönduð og dugleg, óskast frá 1. júlí að Laufási. Hátt kaup. Kristjánsson og síra Ásgeir Ás- geirsson, hinn nýkjörni eftirmaður síra Ásmundar, og bauð Konráð Stefánsson hann velkominn til safnaðarins. (Úr bréfi). úl»Éi ih,rf» **• «*i ih ih ili ih I | Bnjarfréttir. |[ Kora, skip bergenska félagsins, er vœntaniegt hingað snemma í næsta mánuði. Skallagiíinar kom frá Fleetwood slðd. í gær og verður i sóttkvi til kl. 4 í dag. Ámi Jóhannsson útbússtjóri Landsbankans á Eskifirði, hefir sagt útbússtjóra- starfinu af sér frá júlilokum. Hann mun ætla að flvtjast aftur hingað til bæjarins. Rúgmjöl hefir verið selt hér í heildsölu á 6o krónur sekkurinn. Það er verð landsverslunarinnar. 1 innkaupi kostar nijö|ið ekki meira en 45 krónur að meðtöldum öllum kostn- aði. Ófáanlegt hefir það verið um langa hríð, en einhver ögn hefir flutst hingað með síðustu skipum og verðið á að haldast óhreytt, aö sögn. Síra Ólafur Stephensen, á Grund í Grundarfirði, er seftur prestur í Bjarnanesi í Nesjum. og kom hann hingað i gær, ásamt fjöl- skyldu sinni á Breiðafjarðarbátn- um „Svani“. / Sigurður Sigurðsson ráðunautur og' aljþm. lagði af stað héðan landveg norður i land i gærmorgun. Kirk verkfræðingur fór til Vest- mannaeyja i gær á Gullfossi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.