Vísir - 02.10.1919, Blaðsíða 4

Vísir - 02.10.1919, Blaðsíða 4
VÍSIR Afgreiðsla Vísis er flutt í Aðalstræti 9 B (uppi) (bakhús). Inngangur úr Aðalstræti (sundið milli B. H. Bjarnason og Lands- stjörnunnar). Takið eftir! Skóverslunin í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) hefir rojög mikiö úrval af karlmannsskófatnaði og drengja. Mikiö úrval af karlm.gummistígvél-| um o. fl. Alt mjög ódýrt. — Komið og lítið í skóverslun mina, það kostar ekkert. Yerslunarliús. Verslunarhús, með stórri og góðri sölubúð og helst með lausri íbúð óskast keypt. Húsið verður að vera í miðbænum eða neðarlega á Laugaveginum. — Tilboð merkt „Verslunarhús‘‘ leggist inn á af- greiðslu blaðsins fyrir 5. þ. m. Helgi Zoðga & Co. 1 kanpa 6 æ r u r hæsta verði. Húsgagnaverslun mtn er flutt á Laugaveg 31. (búð Jónatans Þorsteinssonar). Kristinn Sveinsson. * 5—10 tannnr af isl. Róíum óskast kejrptar fyrir hæsta verð K. Dahlsted. Kjötverðið Sláturtíðin er byrjuð, og verð ákveðið á kjöti hér i Reykjavík, til bráðabirgða að minsta kosti, alt að 3,10 kg. Býst Sláturfélag- ið við því, að verð á útflutnings- kjöti i haust verði sem þessu svarar, eða sem næst 350 kr. á tunnunni. þess ber vel að gæta, að nú er frjáls sala á kjöti og lands- stjórnin kemur þar ekki nærri. Stjórninni mun ekki hafa þótt það tillækilegt, að bjóða bænd- um upp á landseinkasölu á kjöti að þessu sinni, liefir liklega haldið að þeim þætti nóg um lirossasöluna, og jafnvel vafa- samt, að „Tíminn“ mundi fáan- legur. til þess að mæla með lienni. Forsætisráðherrann hefði þó sennilega verið l'áanlegur til þess að gera einn búhnykkinn enn — fyrir landið, svona um leið og hann er að skilja við,. Engin vissa er nú fyrir þvi enn, hve hátt kjötverðið getur orðið. Vonir liöfðú menn gert sér um liærra verð en þetta, en nú er sennilega talið víst, að það geti ekki orðið hærra. þetta má líka telja full fæmilegt. — En nú er líka nógu fróðlegt að horfa aftur í tímann, til síðasta hausts og kjötsölunnar þá. Vís- ir hjelt því fram, að ef vel hefði verið á haldið, þá hefði kjöt- verðið þá getað orðið kr. 330,00; svo hátt boð hefði jafnvel verið gert í það þá, þó að um seinan væri. „Timinn“ og önnur stjórn- arblöð skopuðust mjög að þessu og dásömuðu mjög kjötsölu stjórnarinnar, fyrir 210 kr. Ef ástæður allar, þá og nú, eru bomar saman, þá verður augljóst, að kjötverðið í fyrra hefði átt að geta orðið öllu liærra en nú. pá var i fyrstu ekki leyfður útflutningur hcðan til Norðurlanda nema á 20 þús. tunnum, en kjötflutningur al- gerlega heftur frá öðrum lönd- um. Nú er ekkert haft lagt á aðflutninga á kjöti til Norður- landa, og hefir á þessu sumri verið flutt þangað afarmikið af lcjöti frá Suður-Ameriku, og liefði þvi mátt gera ráð fyrir því, að verð á ísl. kjöti mundi lækka. En þvi fer svo fjarri, að einmitt er gert ráð fyrir um ’66 °/o hækkun frá því í fyrra. Sú hækkun stafar eingöngu af því, að nú er kjötsalan frjáls. Nú fara menn, jafnvel lesend- ur og eindregnustu fylgismenn „Tímans“, ef til vill að láta sér slciljast það, að það hafi ekki verið f jarri lagi, sem Vísir sagði um þetta mál í fyrra vetur, að stjórnin hefði haft 3—4 miljón- ir króna af íslenskum bændum 200 kr. þóknun fær sá, sem getur út- vegað 2—3 herbergi og eldhús.. Tilboð merkt J. sendist Vísi. Háskólastudent óskar eftir húsgagnalansu her- bergi nú þegar. Fyrirframborguu e£ óskað er. Upplý.dngar gefur A. Gtuðm- undsson á skrlfstofu Tulínius í í skólastræti 4. með kjötsöluaxarsköftum sín- nm. Bókafregn Islensk ástaljóð. Kostn- aðarm. St. Gunnarsson. Árni Pálsson hefir val- ið kvæðin. Bók þessi er nú að lcoma á markaðinn og mun nafn henn- ar eitt ærið til þess að vekja á henni athygli. Sams konar bæk- ur eru til á mörgum erlendum tungum, en þetta, er hið fyrsta úrval íslenskra ástaljóða, sem út hefir verið gefið með þessum hætti. Bókin er í svo litlu broti, að bera má i vasa og mun mörg- um þykja það kostur. Kvæðin eru bæði forn og ný. Fremst eru brot úr Eddukvæð- um, þá vísur nokkurra helstu fornskálda og vísur úr Víglund- arsögu. par næst er brot úr „háttalykli" Lofts ríka Gutt- ormssonar, sem flestir Islend- ingar geta rakið ættir sinar til. Hann dó 1432 og var hið eina ástaskáld sinnar aldar, svo að kunnugt sé, og næstu tvær aldir á eftir voru engin ástaskáld uppi hér á landi, fyr. en kemur að Stefáni Ólafssyni, tveim öld- um síðar (1619—1688). En í eyðu þessa eru hér prentuð þjóðkvæði og viðlög og brot úr vikivökum. Næstur Stefáni kemur Bjami Thorarensen, en þá hver af öðrum alt til hinna yngstu skálda. pó er eklcert eft- ir sum skáld og það jafnvel hin meiri eða mestu. pað er með öllu gagnslaust að deila um val þessara kvæða, þvi að þar sýnist jafnan sitt hverjum, jafnvel fremur um ástalcvæði en önnur kvæði. peir sem lesið liafa mikið af íslenskum kveð- skap, sakna þarna hinna og þessara vísna, en það er þó varla noklcurt kvæði í þessu safni, sem heita megi ofaukið. Bókin er í alla staði hin eigu" legasta og ætti að verða til þcss að hvetja menn til að lesa lj°®* pað er góð skemtun og 1_ þrótt að kunna vel lesa kvæði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.