Vísir - 22.01.1920, Blaðsíða 5

Vísir - 22.01.1920, Blaðsíða 5
VÍSIR fer frá Kaupmannahöfii í byrjun næsta mánaðar til: Seyöisfjaröar, Yopnafjaröar, Þórshafnar, Raufarhafnar, HúsavíRur, Akureyrar, Sauöárkróks Blönduóss, Hvammstanga og Hólmavíkur. Einfalt og tvöfall Guðjón Oddsson frí Krðki Fæddur 20. maí 1863. — Dáinn 27. nóvember 1919. pví er svo kalt og dimt og dapurt hér, sem drengir fundu vinaryl og hlátur? pví er svo hljótt, og hóndi ei býður mér að borði sínu, eftir vanda kátur? Helgustur hvíslar: „brostin er bráin; bóndinn er dáinn.“ Mér finst það altaf svipleg sorgarfrétt, er svona góðir drengir hníga í valinn. Eg veit ei, hvort þið þektuð þennan rétt, sem þarna hvílir lik í kistu falinn. Hrein var lundin, traust var trygðin, trú var dygðin. Von er, þó að blæði og svíði sár hjá systur lians, er reyndist sannur bróðir. á bleikar kinnar falli fögur tár. Æ! fáir höfðu verið svona góðir! Hann, sem til hjálpar var fljótur og fyrstur, er farinn og mistur. Svo stutt, en ljúf, sem okkar samvist er, þar á eg margar hlýjar sólskinsstundir: eg hef svo undur margt að þakka þér, og það eru margir, sem að taka undir: Hniginn er hugrakkur drengur, hann hjálpar ei lengur. p»ér hefir kvöldið blíða boðið heim, með björtum friðargeislum sólarlagsins; þig næturgyðjan tekið höndum tveim i trygga hvílu eftir þunga dagsins. Eilif sól árdegið roðar, engillinn boðar. Hjálmar porsteinsson, Hofi. GLER fæst i ve.'sluu HJALMARS ÞORSTKINSSONAR Sími 840. SkólavörSusttg 4, fer væntsnlega frá Kaupmannahöfn laust fyi ir miöjan næsta mánuð til Seyðisfjarðar, Reyöarfjarö- ar, Eskifjaröar. Fáskrúös- fjarðar, Djúpavogs, Vest- mannaeyja og Reykjavíkur Sjómannastéttin. / Sjómannastétt vorrihefir hing- að til ekki verið sýndur sá sómi sem vera ber. Veit eg ekki vel af hverju stafar. en fyr meir var fengur úr sjónum ekki álitinn neitt keppikefli, og liinir leiðandi menn vorir og útgerðarmenn voru daufir og á eftir timanum, og drógu þá eigi svo litið úr frarnkvæmdinni. Sem betur fer, hafa sjómenn vorir og útgerðarmenn séð, að við svo búið mátti ekki standa, enda hafa þeir útvegað sér samskonar tæki til að hrinda í framkvæmd útgerðarfyrirtækj- um, ‘eins og fremstu þjóðir heimsins. s. s. botnvörpuútgerð- inni. Leiðandi menn fyr á timum gáðu heldur ekki að því, að til þess að livert eyland geti staðist, sem land og þjóð — út af fyrir sig — og til þess einnig að geta fæðst og nærst bæði líkamlega og andlega, þá þarf hvert ey- land að liafa duglega, hrausta, hugaða og framsýna sjómenn og útgerðarmenn, ekki neina bolshvikinga, eða þessháttar menn, sem vilja draga úr öllum framkvæmdum hvers einstakl- ings. setja alt svo að Segja á höfuðið. Við íslendingar höfum þurft að horfa. svo að segja, upp á náðir annara landa. með allan flutning til og frá, og það er eklci svo langt síðan að við ætt- um að muna það ennþá, og þeg- ar svo er ástatt fyir eylandi, sem landi voru, þá má ekki til mik- ils vænta af þjóð langt frá öðr- um — og þá mega ekki nein óheilindi, líkamlega og andlega komast að til þess að veikja þ j óðai'likamann. ísland, eins og önnur eylönd, verður að eignast flota hlutfalls- lega við fólksfjöldann, ef þjóðin, þjóðarbúið og alt sem þar að lýt- ur á ekki að fara forgörðum svo að segja. Nú hafa útgerðarmenn — vel sé þeim — í sambandi við ýmsa aðra, bæði sjómenn og einir síns liðs, komið upp fiskiflota, en sá floti er f jöregg þjóðarinnar. Sjómenn vorir hafa þvi feng- ið, það undir fæturna, sem sjó- menn stærri þjóðahafaogstanda þvi jafnfætis þeim, til þess að geta fætt og klætt heimili sín, og meiri vissa fengin um leið fyr- ir betri velmegun, en áður var. Heill og hpiður sé sjómanna- stétt vorri, liún hefir alt til þessa staðið og unnið eins og hetja, já, ógleymanleg — og hún á ennþá eftir að vinna mörg afrek —• í sambandi við vora framsýnu og ötulu útgerðarmenn. lítgerðarmenn og sjómenn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.