Vísir - 12.01.1921, Side 2

Vísir - 12.01.1921, Side 2
viatH Titrn mentsirair. --O--- Magnús Einarson, dýralæknir, sagði á bíó-fundinum, að allir þeir menn í bænum, sem með vili gætu talist, befðu gerst meðmæl- endur Jóns porlákssonar og fje- laga hans á A-listanum. ]?að er nú sagt, að þeir sjeu um 400, þessir menn, sem Magnús tel- ur „með viti“ í bænum. Honum reiknast þá svo til, að 97—98 af hundraði séu e}(l('í með fullu viti. — Og „smalarnir“ þeirra Jóns porlákssonar hafa víst ekki leitað ver en leitað var forðum daga að þeim 99 réttlátu. peir hafa nú smal- að af kappi í 5—6 vikur, 10—20 manns, og árangurinn er þessi: 400 menn með viti — að smölunum sjálfum meðtöldúm! — Hverir þeir eru, vita menn. Og ef hinir eru þar eftir, þá er hópurinn ekki óglæsi- legur — ekki fjölmennari en hann er. pað er vafasamt, hvort fram- bjóðendurnir, sem á A-listanum eru, teljast með þessum vitru mönn- um. Sennilega eru þeir þó ekki meðmælendur sjálfra sín, svo að þeir munu ekki vera í tölunni hjá Magnúsi. — En það gerir heldur ekkert til. peir eru líklega ekki vit- lausari en margur hinna samt. pað er skiljanlegt, að Magnús geri sér vonir um það, að allur þorri óvitanna í bænum fylgi þess- um mönnum til kosninga. enda hafði hann ekki talið neinn vafa á því! pað gera líka sjálfsagt allir, sem vilja hífta úrskurði Magnúsar um það, hvort þeir séu með fullu viti eða ekki. Hann gerir ráð fyrir því, að það verði helmingur kjós- enda, sem þeim úrskurði vilji hlíta og láta þessa 400 (að smölunum og Magnúsi meðtöldum) hafa vit fyrir sér. En væri það ekki afsak- anlegt, þó að það yrðu nokkuð margir af kjósendum þessa bæjar, sem heldur kysu að fara fríviljug- lega á Klepp, en að hlíta sh'kri forráðamensku Magnúsar og þeirra 400 vitru? pað er, eins og áður er drepið á, óvíst, að Magnús telji Einar Kvar- an méðal þeirra manna í bænum, sem með fullu viti geta talisl. Nokkr- ar líkur eru þó til þess, að það sé ekki vilji hans, að styðja aðra menn 1,1 þings. Og líklega er það ekki vegna bannmálsns, sem hann fylg- ir Einari- Nú hafa menn ekki fyr- ir sér nett „úrlak“ af vitsmunum þessara 400, til að bera saman við, nema þá þessi ummæli Magnúsar, og væri því ekki úr vegi, fyrir óvit- ana, að athuga, hvað þeirra „út- völdu“, þingmánnaefnin, hafa til brunns að bera. Einar Kvaran hafði komist svo að orði á bíó-fundinum, að hann héldi ekki að stjórn landsins væri betur komin í höndum Jakobs Möller en Jóns Magnússonar. — Með þessu mun hann hafa ætlað að gefa kjósendum einhverja hug- mynd um afstöðu sína til stjórnar- innar. En mundi þá nokkur maður vera nokkru nær fyrir' þetta? Hugsanlegt væri, að Jakob Möller væri einmitt sá maður, sem E. K. treysti allra síst til þess að fara með stjórn landsins. En er það þá svo að skilja, að Ea'nar Kvarar. vilji alls ekki leggjast á móti nokk- urri stjórn.hversu bágborin sem hún kynni að vera, ef hann hins vegar gæti komið auga á nokkurn þann mann á landinu,, sem hann gæti hugsað sér að tækist ver? Nú hefir Einar Kvaran boðið sig fram til þings. pað er ekkert ósennilegt, að hann gangi jafnvel með „ráðherrann í maganum". En þrátt fyrir það mundi Visir óhik- að berjast fyrir því, að stjórnarskifti kæmust fram, án <þess a?i hann skuldbindi sig Einar á nokkurn hátt. — Einari Kvaran hefir orðið það á, að hafa algerlega enda- skifti á því, sem hann átti að svara. pað er ekki um það spurt, hvort hann trfeysti nokkrum manni ver til þess að stjórna landinu en Jóni Magnússyni, heldur um hitt, hvorí hann treysti ekki öðrum betur. Nú hefir Einar látið birta „stefnuskrá" sína í þeim málum, sem hann telur mestu varða, og svo undarlega vill til, að í þeim málum er hann al- gerlega andvígur sljórninni, og af- neitar öllum hennar gerðum, en þræðir sem vandlegast kenningar Vísis, sem hann þó segir að skammi stjórnina fyrir rétt og rangt. — pað eru önnur endaskifti hjá Einari! Úr því aíS hann hefir samið „stefnu- skrá“ sína alveg upp úr Vísi, og ,alveg gagnstætt stefnu stjórnarinn- ar, þá ætti hann einmitt að vilja Jakob MöIIer öllum mönnum frem- ur fyrir ráðherra — ef hann ætlar þá ekki sjálfum sér tignina! . Einar Kvaran og þeir félagar hafa lýst yfir því, að þeir vilji ekki styðja neina stjórn, sem ekki fylgi sömu stefnu og þeir. peir treysta þá eí til vill Jóni Magnússyni manna best til þess að snúast — til að hafa endaskifti á stjórnmála- stefnu sinni. Er þeim þá einnig svo íarið, þessum 400 vitru og Magn- úsi? — Ef svo er, þá er hætt við. að, þeir verði nokkuð margir, óvit- 'arnir, sem finst þetta vera að hafa endasl(ifti á heilbrigðri skvnsemi. Landsstjórnin er þrautreynd. — Jafnvel eindregnustu fylgismenn hennar lýsa því yfir, að þeir séu algerlega andvígir öllum helstu stjórnarráðstöfunum hennar. En þeir vilja þó ekki fella hana — af því aö hugsanlegl væri. að ein- hver maður væri til í landinu, sem gæti tekist ver! — Og „upp á“ þetta hafa þeir menn í kjöri til þingkosninga! Oðrum mönnum virðist nú svo komið, að það sé mesta lífsspurs- mál þjóðarinnar að losna við þessa stjórn — því að hvað sem við kynni að taka, þá gæti stjórnarfarið ekki orðiö verra. Jafnvel ekki, þó að Einar Kvaran kæmi til mála sem ráðherra. En ef það er rétt, að Magnús og þessir 400, sem styðja stjórnar- listann, séu úrval bæjarbúa að vits- munum, er það þá ekki sönnun þess, að „sælir eru einfaldir“? Frá kjóBendaíaudom. —O— Verkaskiftingarlistinn. peir höfðu skift með sér verk- um, frambjóðendurnir á A-listan- um, á bíó-fundinum á sunnudag- inn. Jón porláksson tók að sér járnbrautarmálið og fossamálið, Einar Kvaran afstöðuna til stjórn- arinnar en Ólafur Thórs fjármálin og viðskiftahöftin- — Enginn frétta ritari var frá Vísi á fundinum, en það hefir hann frétt samt, að þessi verkaskifting hafi farið út um þúf- ur aS sumu leyti. — Jón porláks- son hafði þó eingöngu haldið sér við efnið, sem hann tók að sér. 1 alaði fagurt um járnbraut austur, en taldi þó sjálfsagt að rannsaka fyrst, hvort slík járnbraut geti bor- ið sig. — Jóni er altaf að' fara fram! Fyrir nokkrum árum vildi hann fela dönsku félagi að leggja þessa járnbraut á landsins ábyrgð, nokkru síðar sannaði hann með töl- um, að brautarreksturinn hlyti að geta borið sig, nú er hann kominn að þeirri niðurstöðu, að eftir sé að rannsaka það. Einar Kvaran hafði fundið ýmislegt að gerðum núv. stjórnar. En engar slíkar aðfinslur koma þó fram í ræðunm, eins og hún er prentuð í Mbl. í dag, og að þeirri. niðurstöðu hafði hann komist, að óneitanlega væri örðugt að afneita þessari stjórn algerlega, ef hún nú lofaði bót og betrun. Og hrein fá- sinna, að heita nokkru um véin- traustsyfirlýsingu.-petta gat Ó- lafur Thórs ekki unað við. Hann virti verkaskiftinguna algerlega að vettugi og lýsti því yfir alveg tví- mælalaust, að hann mundi greiða atkvæði með vantrausltsyfirlýsingu til stjórnarinnar. Skildu sumir menn það svo, að hann segði þetta fyrir hönd þeirra allra, listamannanna. En það var nú samt Einar Kvar- an, sem umboðið hafði. Liggur næst að draga þá álykt- un af þessu, að verkaskiftingin sé enn róttækari en þarna kom fram. þannig, að neðsti maðurinn á list- anum hafi það hlutverk, að vera ákveðinn á móti stjórninni, sá næsti mjög á báðum áttum, en efsti maðurinn .gallharður með henni. Listinn á að vera að þessu leyti eins og í bannmálinu, „eitthvað fyrir alla“! En það vita allir, að stjórnarandstæðingurinn á listanum getur ekki náð kosningu, svo að öllu er óhætt hans vegna. Enginn býst heldur við, að svo slysalega takist til, að Einar komist að. En það væn þá bót í máli, að hann hefir ekki „neglt sig“ á hvoruga sveif- ina. En það er Jón. sem alt þetta er gert fyrir og hann er „allright"! Stjórnarandstæðingar. Frambjóðendur C-listans, stjórn- arandstæðingarnir, héldu fund í G.-T.-húsinu. 7 öluðu þeir þar all- ir, Magnús Jónsson dócent, Jón Ólafsson framkvæmdastj. og pórð- ur Bjarnason. Voru þeir mjög sam- mála um öll aðalmál. T'. d- um það, að leyfa engum útlendum fé- Keasla. Nokkur börn og ungliugar geta fengið ódýra benslu i planógpilí hjá Maríu Einarsdóttur Glrundarstíg 8 niðri. lögum vatnavirkjun til stóriðju, efi töldu á hinn bóginn mjög miklu varða, að undið yrði að því aS virkja fallvötn í þarfir landsmanna sjálha, og þá fyrst og fremst Sog- ið, og að leggja járnbraut austur yfir fjall, milli Reykjavíkur og pjórsár. Um viðskiftahömlurnar og stjórnina voru þeir allir á einu máli, töldu hömlurnar til ils eins og vildu láta þæi' og stjórnina fyigjast að í sömu gröfina. — Magnús Jónsson kvað fyrst og fremst bera að vinna að því, að landið fengi að njóta allrar þeirr- ar verðlækkunar, sem yrði á heims- markaðinum. Viðskiftahömlurnar hlytu altaf í framkvæmdinní að hindra það. pað væri auðvitað prjög æskiiegl að geta heft innflutn- ing á óþarfavörum, en það mundi í framkvæmdinni verða erfitt og allra helst þá að gera það þann- ig, að verðlækkunin á heimsmark- aðinum kæmi einnig fram á þeim vörum. Jón Ólafsson kvað óhjá- kvæmilegt að auka rekstursfé bankanna, og þá fyrst og fremst Landsbankans, þannig. að pen- ingaþörf atvinnuveganna yrði full- nægt, og' taldi heppilegast að auka rekstursfé Landsb. með hlutafé. — pórður Bjarnason talaði allítarlega i um yerslunarbrask landsstjórnar- innar og innflutningshömlurnar. T. d. sagði hann, að nú væri svo kom- ið, að enginn gæti fengið innflutn- ingsleyfi á salti! Salt væri nú selt hér fyrir 150—200 kr. smál.,*en væri hægt að fá það fyrir 80 kr.. ef innflutningur væri frjáls. pann- ig gætu innflutningshömlurnar orð- ið til að vernda okur á nauðsynja- vörum. pá drap hann á hrossa- einkasölu stjórnarinnar síðasta ár. Hafði stjórnin selt Zöllner stór- kaupmanni hesta með þeim skil- málum. að landsverslun keypti kol af honum, en kolin flutti Z. hingað og var flutningsgjaldið 125 kr. á smál. Á þeim tíma var flutnings- fejald á kolum milli Englands og íslands 80 kr., og á þessum kaup- um skaðaðist landsversl. um 165 þús. kr. — Af þessu, sagði p. B., að menn gætu séð, að hitt og þetta hefði nú gerst síðan um síðustu kosningar, sem réttlætt gæti það „stefnuleysi“, sem sér og ýmsum öðrum væri brigslað um, fyrir það að snúast gegn stjórninni við þess- ar kosningar. Fundurinn fór prýðilega fram, þrátt fyrir allmikil þrengsli, og gerðu fundarmenn ágætan róm að ræðum þingmannaefnanna. í fund- arlok talaði Jakob Möiler nokkur orð og brýndi fyrir mönnum að halda fast saman um C-listann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.