Vísir - 19.03.1921, Síða 2

Vísir - 19.03.1921, Síða 2
 Fengumjmeð s/a. ísland: Srísgrjóo Sóda Maismjöl Kafíl — Rio I Kartöflomjöl Þaasar vörur eru að mun átsúkkulaði af mörgum tegundum Matarkex - Lonch Snowflake - Cabin Dósamjólk • ensk • 16 oz. dósir Cocoa - frá Bernsdorp. ÓUjí^rÆirl en undanfariö. Hershey’s cocoa í % % og 1 Ibs. dósum. höfum við fyrirliggjandi. Jöh. Olafsson & Co. Slmar B84 & 884i Reykjavík. Símnefni „Juwel". StóYmáiia og vantraustsyfirlýsingin. í byrjun umræSnanna um van- traustsyfirlýsinguna á Alþingi sagði forsætisráSherrann, aS ef frum- kvöSlar hennar hefSu ekki fullviss- a8 sig um þaS fyrirfram, að hún ' yrði samþykt, þá væri það óforsvar- anlegt að tefja þingið með því að bera hana fram! Og hann bætti því við, að heill mánuður af þingtím- anum væri farinn að mestu til ó- nýtis í undirbúning undir þessa her- föí' á hendur stjórninni og bolla- leggingar um nýja stjórnarmyndun. — pessum ummælum forsætisráðh. var þegar í stað mótmælt, og gerðu það bæði ákveðnir andstæðingar hans og eins hinir, sem ekki vildu áreita stjórnina. Og allir þingmenn vita það, að störf þingsins hafa ekki tafist hið ailra minsta af þessum sökum fyr en vantraustsyfirlýsingin kom til umræðu. — En ráðherrann þjónaði bara 'eðli sínu, með því að fara með þessar staðlausu staðhæf- ingar, sem hann mátti vita, að rekn- ar myndu verða ofan í. hann sam- stundis Bergmál stjórnarinnar. Morgun- blaðið, varð áuðvitað að „flónska sig“ á sama hátt. í gær birtist greirt í blaðinu með fyrirsögnjnni „Fyrit- liyggjuleysi þingsins", og er þar vaðinn elgurinn um þrumu úr heið- skíru lofti, sem ekki hafi komið eins og þruma* úr heiðskýru lofti! Að öll stærstu .og þýðingarmestu málin séu óútkljáð, að þingið þurfi á öll- um sínum kröftum að halda ósundr- uðum, að brýnustu þarfir þjóðár- innar krefjist þess, að þingið sinni fljótt og röggsamlega atvinnu- og peningamálum landsins o. s. frv. Blaðið snýr öllu við og gerir af- leiðingar að orsökum, eins og þeg- ar það segir, að vantraustsyfirlýs- ing valdi sundrung, tvídrægni og valdabraski! — Auðvitað er blað- inu það alveg hulið, að til þess að geta ráðið stórmálunum til lykta, er þinginu nauðsynlegt að vita það, hver eigi að framkvæma ályktanir þess. Rétti tíminn til þess að leiða sannleikann í I.jós um afstöðu stjóm- annnar til aðalmalanna og þingsins til stjómarinnar, er einmitt áSúr en stórmálunum er ráðiS til lykta. En væntanlega er öllum skynbærum mönnum það ljóst, að að hálfnuð- um þingtímanum muni þingmenn alment vera búnir að átta sig nokk- urn veginn á aðalmálunum og á- kveða afstöðu sína til þeirra. En á hinn bóginn er ekkert betur fallið til þess að „hreinsa til“, heldur en einmitt umræður um vantraustsyfir- lýsingu. pað liggur aftur í augum uppi, að það mundi miklti fremur hafa orðið til að tefja fyrir störfum þings- ins, og verið þeim óhollara, ef frest- að hefði verið lengur að leita úr- slita um það, hvort stjórnarskifti ættu að verða. — Ef stjórnin fer frá, og ný stjórn verður mynduð, þá mun brátt færast sú ró yfir þing- ið, sem störfum þess er hollust. En jafnvel þó að það dragist eitthvað. að mynda nýju stjórnina, þá munu þingmenn engu síður geta ráðið stór- málunum tiUykta fyrir því, og yrði þá nýja stjórnin að myndast í sam- ræmi við þær niðurstöður og mundi gera það. Og ef til vill má einmitt gera ráð fyrir því, að það geri tölu- vert erfiðara fyrir, að ráða sumum þeim málum heppilega til lykta, að ýmsir þingmenn þykjast þurfa að taka tillit til afstöðu núverandi stjórnar til þeira mála. Hvað gerir stjórnin? Sú spuming er nú efst í hugum manna. Hvað gerir stjórnin? Ætlar hún að sætta sig við þau afdrif, sem traustsyfirlýsingin til hennar fékk í fyrradag og sitja áfram? pykist hún geta gert það, án þess að traðka þingræðinu? pað er nú alveg víst, að engin stjórn, í nokkru öðru landi, mundi láta sér lyndá slíka meðferð. Og hvergi annarsstaðar mundi stjóm haldast það uppi að þanga við vold á þann hátt. Hvað á stjórnin þá að gera? Hún á að gera eitt af tvennu, að segja af sér strax, eða krefjast á- kveðinnar traustsyfirlýsingar af þihgipu, og láta þannig verða skor^ ið úr því á qyggjandi hátt, hvort þingið vilji hafa hana. Ef stjórnin á nokkra fylgismenn í þinginu, þá á hún heimtingu á því, að þeir segi til sín og styðii hana á þinglegan hátt með atkvteði sínu. Ef hún á ekki þann stuðning í þinginu, seni hún þarf að eiga, til að geta farið með völdin á löglegan hátt, þá á hún að fara frá tafarlaust. Af því sem fram fór í n. d. í fyrradag, verður ekki annað ráðið, en að stjórnin sé gersamlega fylgis- laus. Hún verður því annað hvorr að gera, að sanna það gagnstæða, eða segja af sér. SímskeytJ frá fréttaritara Vísis. Uppreisnarmenn flýja Kronstadi. Símað er frá Helsingfors, að for- kólfar uppreisnarinnar í Kronstadt og 500 hermenn hafi flúið og geng- ið á ísi til Finnlands. Segjast þeir hafa verið tilneyddir að gefast upp fyrir hersveitum ráðstjómarinnar, sem hófu stórskotahríð á þá aðfara- nótt miðvikudagsins. Sjómennimir sprengdu í loft upp herskipin. áð- ur en þeir skildu við þau. Flótta menn streyma í þúsundatali yfir finsku landamærin. Rauði kross Bandaríkjanna hefir tekist á hend- ur að ánnast særða menn. Bonar Lan> segir af sér. Símað er frá London, að Bonar Law, foringi íhaldsmanna og önn- ur hönd Lloyd George’s, hafi sagt af sér ráðherradómi, vegna van- heilsú. Lloyd George hefir sent út áskorun til. þjóðarinnar að stofna nýjan þjóðlegan flokk, til að verj- ast stefnu verkamanna. Sffaðakótal(röfurnar. , Símað er frá París, að nefnd sú, sem bandamenn liafa kosjð til að rannsaka skaðabótkröfurnar, hafi nú „gert upp“ við pýskaland. — Reiknast henni svo til, að pjóð- verjar hafi greitt 8 míljarða gull- marka, en sjálfir segjast þeir hafa greitt 2! miljarð. Cengi erlendrar mpntar. Khöfn í gær. 100 kr. sænskar .... kr. 131.75 | 100 kr. norskar . . . . -— 93.00 | 100 mörk ................. 9.40 ! 100 frankar fr. ..... — 41.00 100 frankar sv.......— 100.75 100 iírur .......... — 23.75 100 pesetar..............— 80.75 100 gyllini' ........ — 199.50 Sterlingspund ...........— 22.65 Dollar ..................— 5.78 (Frá Verslunarráðinu). «k Itt *t> ilt idt tU th. if | Bæjarfréttir. Pálmasunnudagur er á morgun og vika til páska. Hátíðaviðbúnaður hefir verið með minsta móti hér í bænum að þessu sinni. Klul(l(unni verður flýtt um eina klukkustund klukkan ellefu í kvöld. Vel er það farið, að henni er nú flýtt á laug- ardagskvöldi, en ekki í miðri viku, eins og áður hefir tíðkast. Slíkt var ónargætni við alla þá, sem árla þurftu til vinnu sinnar. Vakti Vísir máls á því í fyrra, og hefir nú verið farið að tillögum hans. íþróltafélag Reykjavíþur Á morgun (sunnudag) kl. 10 gönguför frá mentaskólanum. — Munið að klukkunni verður flýtt. peir félagar, sem byssur eiga, gefi sig fram við stjórnina fyrir mið- vikudagskvöld. Mc.ssur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 síra Jóh. porkelsson; kl. 5 síra Bjarni Jóns- son. (Passíusálmar verða sungnir í síðdegis-messunni). í fríkirkjunni hér kl. 2 síra Ólaf- ur Ólafsson og kl. 5 síra Jakoh Kristinsson (í stað próf. H. N.). f Landakotskirkju. Hámessa kl. 9 árd. Guðsþjónusta kl. 6 síðd. Hjúsþapur. Magnea G. Pálsdóttir og Árni Lýðsson, grafmeistari, verða gefin saman í hjónaband í kvöld af síra Bjarna Jónssyni. M áiverþasýning Ásgríms Jónssonar verður opnuð í Templarahúsinu á morgun. Pramhalds-aðalfundur í fiskiveiðahlutafél. „Kári“ hefst á morgun á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 15, upni. (

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.