Vísir - 05.09.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1921, Blaðsíða 2
/ ViiSáíI )) IWaTmw I Ölseim di Fengnm með e.s, GallÍ03S: Kartöflnr, ódýrari ea áöur. Kartöflumiöl. Eldspýtur. Rúsínnr. Lauk Einnig fjrirliggjandi: Hrísgrjón. Chocolaáe. Libby’s-mjólk — stórar dó»ir. To’wer Brand — stórar dósir. Símskeyti frá fréttaritara ýíslfl. Khöfn 3. sept, Baráttan gegn afturhaldsflokkum í Þýskalandi. Frá Berlín pr sunað, aö Wirth ríkiskanslari hafi lagft áherslu á Jiaö í ræöu, aö nauðsynlegt væri aö berjast til þrautar gegn aftur- haldinu í landinu, og benti hann jafnframt á þá hættu, sem hlyti aö verSa samfara þeirri klofning þjóðarinnar, milli „herbúöa" jafn- aöarmanna og borgara, sem nú væri svo mjög að magnast. Verslunarsamníngar NoríSmanna og Rússa. Frá Kristjaníu er símaö, að verslunarsamningar Rússa og Norðmanna séu fullgerðir og und- irskrifaðir. Khöfn 4. sept. Samningum Noregs og Portugals slitið. Frá Kristjaníu er símað, að toll- samningum Noregs og Portugals sé nú alveg slitið. { ' f Framsókn Grikkja stöðvuð. Frá Konstantínópel er símað, að framsókn miðhers og hægra fylk- ingararms Grikkja sé stöðvuð í bráðina. \ Gengí erl. mryntar. Khöfn 3. sept. Sterling?pund . . , kr. 21.15 Dellar ...... — 5 70 100 mörJr, þýsk . . — 6 60 100 kr. sænskar . . — 123.35 100 kr. norskar . . — 75 60 1C0 frankar, franskir — 44 35 100 fraukar, svissn. . — 97 00 100 lirur, ital.. . . — 26 50 100 pesetar, spánv. . — 74.25 100 gyllini, holl. . . — 180.76 (Frá Veralunarráöinu). Oeirðirnar i Þýskalandi. Herferö sú, á hendur „aftur- haldinu“, sem þýska stjórnin hefir hafið, m. a. með því að banna út- gáfu ýmsra íhaldsblaða, mun standa í nánu sambandi við birt- ingu hinna nýju skattafrumvarpa stjórnarinnar og undirtektir íhalds- flokksins. Það er allcunnugt, að þýskir íhaldsmenn hafa yfirleitt veriö andvígir öllum samningum Þjóðverja við' bandamenn, og skaðabótakröfur bandamanna telja þeir gífurlegri en svo, að nokkur tiltök séu að fullnægja þeim. Hitt er líka kunnugt, að þýfeka stjórn- in, sem nú fer með völdin, hefir sýnt fullan vilja á því, að standa við gerða samninga. Bandamenn, ] einkum Frakkar, grunuðu Þjóð- verja lengi vel um græsku í þeim efnum, en nú virðast þeir vera þess fulltrúa, að Wirth-stjórninni sé það alvara, að fullnægja skuld- bindingum sxnum við þá. Órækasta sönnunin fyrir því eru skattalaga-, frumvörp stjóraarinnar, sem, auk nýrra skatta, fara fram á sjöföldun gömlu skattanna. En einmitt þessi skattafrumvörp hafa opnað augu manna fyrir því, hve gífurlegar fjárkröfur bandamanna á hendur Þjóðverjum eru. Flestir fjármálamenn Þjóðverja hafa litið svo á, að í raun og v^ru hafi Þjóðverjar ekki gengið að kröfum bandamanna í því skyni að þeim kröfum ætti að fullnægja, heldur hafi það verið gert að eins til bráðabirgða, með það fyrir aug- um, að krefjast breytinga síðar meir. Þjóðverjar hafa nú borgað einn miljarð gullmarka af skaða- bótunum, þeir eiga að borga 390 miljónir 15. nóv. n. k., 500 milj. 15. jan., 390 milj. 15. febr. og 500 milj. 15. apríl 1922. Þessar greiðsl- ur er talið líklegt að þeir geti int allar af hendi, en ekki meira. Með lántökum erlendis geti þeir ef til vill fleytt sér eitthvað lengur, en gjaldþrotin séu fyrirsjáaníeg. Það hefir verið reiknað út, að til þess að geta staðiö i skilum við banda- menn, auk annara gjalda, verði hver maður í Þýskalandi að greiða helming eða jafnvel alt að tveim þriðju hlutum tekna sinna í skatta. . Goodye bifreiðagúmmí fáum við með næstu skipum. Stærðir: 30 X 3^/g Non-Skid Tread 01. 30 X AU-Weatker Tread „ 31 x 4 - - - 33 X 4 Smooth Tread S. S. 33 X 4 AU-Weather — 8. S. * 32 X 4V, - - - S. S. 34 X 41/, — — -r S. S. 35 X 5 — — — S. 8. • Allir sem bifreiðar nota vita að Goodyear „Fabricu og „Cord"- dekk eru best, frestið þvi að kaupa gúmmí þ&r til við fáum birgð- ir okkar. Yerðið miklu lægra en annarstaðar. Aðalamboðsmenn fyrir Goodyear Tiro & Bubber Co , Akroc, Oirio Jöh. Olaísson <& Co. Símar: 584 & 884. Reykjavík. Simnefui wJuweJB» En hvenær hefir nokkurri stjórn tekist að láta innheimta slíka skatta, spyrja menn. Af skattafrumvörpum stjórnar- innar, þykjast menn þó sjá, að hún muni ætla sér að ná slíkum sköttum af þjóðinni, og þess vegna hafa íhaldsmenn, og með þeim þorri eignamanna í landinu, opin- berlega sagt stjórninni og stjórn- arflokkunum stríð á hendur og lýst því yfir, að þeir teldu sér ekki skylt að hjálpa til þess að efna lof- orðin við bandamenn. — Út af þessum málum er það, sem búist er við hinum alvarlegustu stjórn- tnálaóeirðum í Þýskalandi í haust. Og eftir upphafinu að dæma, morði Erzbergers annars vegar og kúgunarráðstöfunum stjórnarinnar gagnvart íhaldsmönnum hins veg- ar, þá virðist byltingartilraun af hálfu íhaldsmanna að vera í að- sigi. Frá Rússlandi. (Niðurl.) • Þessar aðstæður Rússa á síðustu mánuðum, hljóta að hafa mjögvíð- tæk áhrif úti um heiminn. Það mun verða annað uppi á teningnum hér eftir, í Austurálfunni, eftir því sem veldi Sovietstjórnarinnar í Moskva fer þverrandi. KemaHstarnir i Litlu-Asíu, sem nú hafa nýlega beðið stór-ósigur, munu eiga'eftir að sjá margar vonir og framtíðar- drauma sína verða að engu. Við- burðir þeir, sem nú eiga sér stað á Rússlandi, virðast vera hliðstæð- ir hinum_ stærstu umbyltingum í mannkynssögunni. — Nýstárleg: þjóðskipulag, sem nýlega er búið. að koma á laggirnar, og eirigöngu styðst við bervald og er grundvall- að á ofbeldi — riðar alt og liggur við "falli; stórkostleg kúgun „kúg- aranna" á sér stað, og það raunar á þveröfugan hátt við það, stm ■ Karl Marx ætlaðist til. Nú fer að verða augljóst, hversu þessi þjóðskipulagsbygging Bolsh- víkinganna hvílir öll á huldu, er grundvallaratriði þau, er hún hvílir, á, reynast öll brothætt og fúin., Verður því enn þá augljósári barnaskapurinn og hið taumlausa sjálfsálit þessa flokks uppskafn- inga (Schar von Dilettanten), s«st ætluðu sér að skapa og verða höf- undar að nýrri menning. Dæwu þessarar skrílræðismenningar höf- um vér fyrir oss, er þeir t. d. láta halda fyrirlestra í þjóðmegunar- fræði á barnahælum sínum (Kinder- gárten*), láta yfir höfuS prédiba keriningar sínar með miklum eWb móði, en láta sér alla ærlega via*u í léttu rúmi liggja. —: Tilrauniiw ar til þess að koma skipulagi á framleiðslu þjóðarinnar og þjóð- arbúskapinn yfir höfuð, þegar eng- in vinna var urinín, urðu au»- vitað að erigu. Aíleiðingamar, þar af leiðandi, alger óstjórn (anarkí)', argari og verri en nokkru sinní fyrr, óslökkvandi hatur mitli borga- og sveitabúa. vaxandi B- tækt og örbirgð og að síðustu — mannfellir af bungri og drepsðVt: Þetfa ættu að verða víti varnaðar, einkum fyrir bá, se* héldu fram vinfengi við Moslhra- stjómina og reyndu að koina s$r t mjúkinn hjá hinum rauðu alræð- ismönnum. Rússneska þjóðin á wfi í voðalegum hörmungum og neyð- arópin, sem vér höfum heyrt frá þeim, stafa af miklu meiri neýð og þungbærara böli, en vér geá- um gert oss hugmynd um.“ Þvt næst er skýrt frá þvr, «r skáldið Gerhart Hauptmann, sens þá (í júlí s.l.) var staddur í Ber- lín, fékk- símskeyti frá Maxfcs Gorki. sem skýrir frá því að réss- * Eigfnlega einskonar barnasl®!- ar fyrir mjög ung börn. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.