Vísir - 21.10.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1921, Blaðsíða 2
b*8fM Uðfum fyrirligg|&fidi: 0 M A-ss|irltki K«kkepi|e palsii Símskeyti fr| fréttoritara Yial& V Khöfn 18. okt. Bœndakúgun bohhvík'mga. Frá Riga er símað, að ráðstjórn- in rússneska hafi lagt svo nefndan vinnuskatt á alla bændur, vegna þess hve tregir þeir hafa verið til þess að inna af hendi afurðaskattinn, sem þeim var áður gert að greiða —• Vinnuskatturinn er ákveðinn J?ann- ig, að hver bóndi á að vinna 100 dagsverk í þágu ríkisins á ári Bœjarstjórnarl(osnirgar í Berlín. Jafnaðarmenn í minni hlula. Frá Berlín er símað, að við ný- afstaðnar bæjarstjórnarkosningar J?ar, hafi jafnaðarmenn orðið í minni hluta, 842000 atkv. greidd með borgarafiokknum en ekki nema 815000 með jafnaðarmönnum. —■ F'ylgi þjóðernisflokksins (afturhalds- manna) hefir vaxið ákaflega, eða um 80% frá J?ví við síðustu kosn- ingar. Verðbréf öll hafa hœkkað af- skaplega í verði í kauphöllinni, sum um 1000%, en samtímis hefir marks gengið fallið gífurlega og er það nú 2,90 (danskar krónur fyrir 100 mörk). pjáSverjar flýja úr Efri-Sléstu. Frá Berlín er símað, að þýskir íbúar Efri-Slésíu flýi þaðan þús- undum saman, J?rátt fyrir margvís- Segar tilraunir alj;jóðanefndarinnav til að stöðva }?ann flótta. (Ástæð- an vitanlega ákvörðun pjóðbanda- lagsins um skiftingu landsins milli Póllands og pýskalands). Khöfn 19. okt. Úlsterbúar vígbúast. Frá London er símað, að Ulster- }>ingið hafi samþykt að vígbúa á ný sjálfboðaliðsher sinn, sakir fjand- skaparsniðs þess, sem Sinn-Feinar sífelt hafi á sér. Sk'ifting Efri-Slésíu. Reuters-fréttastofa tilkynnir, að allar stjórnir bandamanna hafi sam- };ykt tillögur pjóðbandalagsins um skifting Efri-Slésíu án nokkurs fyrir- vara. Enn er óráðið til lykta ýms- um fjárhags- og fyrirkomulags-at- riðum. Ludvig Bcyernskcnungur dauður. vig fyrv. konungur í Bayern, hafi látist í gær. Khöfn 21. okt. Pólverjar ráðast inn í Efri-Slésíu. i Frá Berlín er símað, að pólskar 1 hersveitir hafi r§ðist inn í Efri- f Slésíu, en verið hraktar þaðan aftur með handsprengjum og vélbyssum. Pólska stjórnin hefir fullvissað bandamenn um, að hún vilji fús- lega styðja að framkvæmd skift- ingarinnar. Ákvörðun pjóðbanda- lagsins um landamærin var birt í Berlín og Varsjá í dag, og á landamæranefndin þýsk-pólska J?eg • ar að taka til starfa við merkja- setninguna. Bylting t Portúgal. Frá Lissabon er símað, að her- mannabylting hafi orðið í Portúgal og tekist að óskum, gamla ráðu- neytið sagt af sér og uppreisnar- foringinn, Manuele Opelle, mynd- að nýtt ráðuneyti. pó að ekki hafi enn verið birtar tillögur pjóðbandalags-ráðins, um skiftingu Efri-Slésíu, má telja það víst, að lausafregnir þær, sem um þær hafa borist, séu réttar. Hefir því máli þá lokið á alt annan veg en búist var við, og hafa Bretar af því hina mestu hneysu. pað var af því látið, hve „borg- inmannlega“ enski forsætisráðherr- ann hefði borið sig í þessu máli á ráðstefnu „æðsta -ráðs“ banda- manna í sumar. Hann hafði barið þar í borðið og lýst því yfir af miklum móði, að „breska alríkið" væri með öllu ófáanlegt til þess, að styðja bandamenn sína (Frakka) að því að fremja rangindi. Og fyr- ir þessa skörulegu frammistöðu sína hlaut hann almanna lof, utan Pól- lands og Frakklands, og ekki síst heima á Englandi, að því er sagt var. — En skörungsskapurinn sá varð heldur endasleppur. Fyrst strik- aði hann undir stóru orðin með því að Peggja það til, að málið yrði lagt undir úrskurð pjóðbanda- lagsins. pað var samþykt, og með því er lokið opinberum afskiftum hans af málinu. En ekki öllum af- skiftum. — pegar málið kom til kasta pjóðbandalagsins, var það i falið Kínverja, Japana, Spánverja, Belgíu- og Brazilíu-manni, að gera Frá Munchen er símað, að Lud- út um það! pað átti að vera svo ros* Adeius ílokitd vörar. 6!-' - 223^153 EITT HERBERGI og ELDHÚS til leigu fyrir hreirilega og reglu- sama konu, sem vill taka að sér matreiðslu fyrir 1 mann. Tilboð merkt „33“ sendist af- gr. Vísis í'yrir 23. þ. m. fádæma hlutlaus gerðardómur. — Kína, Japan og Brazílía! Er það ekki dásamlegt? — Vitanlega var þess varla að vænta, að Kínverj- inn, Japaninn og Brazilíu-maðurinn væru eins nákunnugir staðháttum í Efri-Slésíu, eins og æskilegt hefði verið, en hlutleysið var alveg óyggj- andi, því að vitanlega gat lekki komið til mála, að þessir menn kynnu neitt til ,,hrossakaupa“. Og svo voru þeir svo vænir, Bretinr. Balfour og Frakkinn Briand, að hjálpa þeim til, með því að ræða málið rækilega „sín á milli“. Er svo sagt í fregnum frá pjóðbandalags- þinginu, að þeir Briand og Bal- four hafi verið mjög svo önnum kafnir, við að ræða mál þetta „sín á milli.“ Og væntanlega hafa tillög- ur þeirra „gulu“ og Brazilíumanns- ins ekki komið alveg „flatt upp á“ Briand, þegar þær að lokum voru sendar innsiglaðar með hraðboða til hans til Parísar, eins og sagt var f skeytinu á dögunum. Og ekki held- ur ensku stjórninni. Bretar og Frakkar hafa með öðr- um orðum ráðið málinu til Iykta „sín á milli“ með einhvers konar hrossakaupum, og Lloyd George hefir alveg „strikað yfii' stóru orð- in“ frá í ágúst. Og niðurstaðan hef- ir orðið sú, að skifting Efri-Slésíu er þannig ákveðin, að það er jafn- hliða viðurkent, að hún sé í raun og veru óframkvæmanleg, og þess vegna verði fyrst um sinn, um 15 ára skeið, að hafa sérstaka fjár- hagsstjórn yfir nokkrum hluta hins skifta lands, yfir þýskum landshluta og pólskum landshluta! , pað er og sagt, að þessi niður- staða pjóðbandalagsins mælist ná- lega hvarvetna illa fyrir, og er auð- sætt, að réttur pjóðverja hefir mjög verið fyrir borð borinn. Til Hafnarfjai’ðar fara bifreiðar alla daga oft á dag. Einnig til Vífilsstaða, frá bifreiðastöð Sleindórs Einarssonar. Siniar 581 og 838. J^ægilegar og vissar fei’ðir. „SANITAS" sætsaftir eru gerðar úr berf- um og sglcri eins og b es tu. úllendar saftir. — Þær eru Ijúffengar, þyldcar og lita vel. Simi 190. I. O. O. F. 10310218J/2. Fertugsafmœli á í dag síra Bjarni Jónsson. Messað verður í fríkirkjunni hér kl. 2 á sunnudaginn. Prófessor Haraldur Níelsson prédikar. Veðrið t morgun. Frost í Rvík 6 st., Vestm.eyjum 2, Grindavík 5, Stykkishólmi I, ísafirði 2, Akureyri 3, Grímsstöð- um 7, en hiti á Raufarhöfn 2, Seyð- isfirði 0, (engin skeyti úr Horua- firði), pórshöfn í Færeyjurn 2. —■ Loftvog lægst fyrir austan land, stígandi. Norðlæg átt. Horfur: Kyrt veður. Gullfoss kom að vestan fyrir hádegi í morgun. Meðal farþega var Sig. Sigurðsson, cand. jur., frá Vigur„ sem ráðinn er fulltrúi í stjómar- ráðinu. — Gullfoss fer héðan á sunnudaginn. Fundir. Vélstjórafélagið heldur fund kt 7 í kvöld í Nýja Bíó, uþpi. — Stýrimannafélagið „Ægir“ á morg- un kl. 4 í húsi K. F. U. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.